Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2019 16:07 Bolton hefur verið einn helsti harðlínumaður í utanríkis- og varnarmálum Bandaríkjanna undanfarna áratugi. Hann varð ekki langlífur í starfi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa rekið John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa sinn, í gærkvöldi. Forsetinn tilkynnti um þetta í tísti í dag og sagðist þar hafa verið afar ósammála Bolton um margar tillögur hans. Bolton var þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump en forsetinn segist ætla að tilnefna þann fjórða í næstu viku. Bolton þrætir fyrir lýsingu forsetans og segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. „Ég upplýsti John Bolton í gærkvöldi um að þjónustu hans væri ekki lengur þarfnast í Hvíta húsinu. Ég var afar ósammála mörgum tillögum hans, eins og aðrir í ríkisstjórninni og þess vegna óskaði ég eftir afsögn Johns sem hann hann afhenti mér í morgun,“ tísti Trump. Bolton tók við starfinu í mars í fyrra eftir að Trump lét H.R. McMaster fara. Sjálfur gegndi McMaster starfinu aðeins í rúmt ár eða frá því að Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér þegar í ljós kom að hann hafði logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra.I informed John Bolton last night that his services are no longer needed at the White House. I disagreed strongly with many of his suggestions, as did others in the Administration, and therefore....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2019 Bolton tísti skömmu eftir að Trump greindi frá brottrekstrinum og virtist þar gefa nokkuð aðra mynd af hvernig starfslok hans bar að en forsetinn. „Ég bauðst til þess að segja af mér í gærkvöldi og Trump forseti sagði: „Tölum um það á morgun.““I offered to resign last night and President Trump said, "Let's talk about it tomorrow."— John Bolton (@AmbJohnBolton) September 10, 2019 Á Fox-sjónvarpsstöðinni lýsti Brian Kilmeade, þáttastjórnandi, smáskilaboðasamskiptum sínum við Bolton eftir að Trump tilkynnti um að hann hyrfi á braut. Bolton vildi halda því til haga að hann hefði sagt af sér. Robert Costa, blaðamaður Washington Post, lýsir sambærilegum samskiptum við Bolton. „Bolton sendiherra sendi mér smáskilaboð rétt í þessu: „Látum það vera skýrt, ég sagði af mér eftir að ég bauðst til þess í gærkvöldi“,“ tísti Costa.„Ég mun hafa mitt að segja þegar þar að kemur en ég hef gefið þér staðreyndirnar um afsögn mína. Það eina sem mér er hugað um er þjóðaröryggi Bandaríkjanna,“ sagði Bolton við Costa.Ambassador Bolton sends me a text message just now: “Let's be clear, I resigned, having offered to do so last night.”— Robert Costa (@costareports) September 10, 2019 New York Times setur brottrekstur Bolton í samhengi við tilraunir Trump til friðkaupa við tvo helstu óvini Bandaríkjanna, Norður-Kóreu og talibana í Afganistan. Bolton hefur verið nafntogaðasti harðlínumaðurinn í utanríkis- og varnarmálum í Bandaríkjunum um áratugaskeið, ekki síst gagnvart Norður-Kóreu og Íran. Trump hefur þrátt fyrir það haldið áfram að vingast við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og horft í gegnum fingur sér þegar Norður-Kóreumenn halda eldflaugatilraunum sínum áfram. Nú síðast hafði hann boðið fulltrúum talibana til friðarviðræðna á forsetabúgarðinn Camp David. Trump er talinn vilja fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan en Bolton var mótfallinn því að það gerðist í krafti samningaviðræðna við talibana.Fréttin verður uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. 27. maí 2019 12:16 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa rekið John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa sinn, í gærkvöldi. Forsetinn tilkynnti um þetta í tísti í dag og sagðist þar hafa verið afar ósammála Bolton um margar tillögur hans. Bolton var þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump en forsetinn segist ætla að tilnefna þann fjórða í næstu viku. Bolton þrætir fyrir lýsingu forsetans og segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. „Ég upplýsti John Bolton í gærkvöldi um að þjónustu hans væri ekki lengur þarfnast í Hvíta húsinu. Ég var afar ósammála mörgum tillögum hans, eins og aðrir í ríkisstjórninni og þess vegna óskaði ég eftir afsögn Johns sem hann hann afhenti mér í morgun,“ tísti Trump. Bolton tók við starfinu í mars í fyrra eftir að Trump lét H.R. McMaster fara. Sjálfur gegndi McMaster starfinu aðeins í rúmt ár eða frá því að Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér þegar í ljós kom að hann hafði logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra.I informed John Bolton last night that his services are no longer needed at the White House. I disagreed strongly with many of his suggestions, as did others in the Administration, and therefore....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2019 Bolton tísti skömmu eftir að Trump greindi frá brottrekstrinum og virtist þar gefa nokkuð aðra mynd af hvernig starfslok hans bar að en forsetinn. „Ég bauðst til þess að segja af mér í gærkvöldi og Trump forseti sagði: „Tölum um það á morgun.““I offered to resign last night and President Trump said, "Let's talk about it tomorrow."— John Bolton (@AmbJohnBolton) September 10, 2019 Á Fox-sjónvarpsstöðinni lýsti Brian Kilmeade, þáttastjórnandi, smáskilaboðasamskiptum sínum við Bolton eftir að Trump tilkynnti um að hann hyrfi á braut. Bolton vildi halda því til haga að hann hefði sagt af sér. Robert Costa, blaðamaður Washington Post, lýsir sambærilegum samskiptum við Bolton. „Bolton sendiherra sendi mér smáskilaboð rétt í þessu: „Látum það vera skýrt, ég sagði af mér eftir að ég bauðst til þess í gærkvöldi“,“ tísti Costa.„Ég mun hafa mitt að segja þegar þar að kemur en ég hef gefið þér staðreyndirnar um afsögn mína. Það eina sem mér er hugað um er þjóðaröryggi Bandaríkjanna,“ sagði Bolton við Costa.Ambassador Bolton sends me a text message just now: “Let's be clear, I resigned, having offered to do so last night.”— Robert Costa (@costareports) September 10, 2019 New York Times setur brottrekstur Bolton í samhengi við tilraunir Trump til friðkaupa við tvo helstu óvini Bandaríkjanna, Norður-Kóreu og talibana í Afganistan. Bolton hefur verið nafntogaðasti harðlínumaðurinn í utanríkis- og varnarmálum í Bandaríkjunum um áratugaskeið, ekki síst gagnvart Norður-Kóreu og Íran. Trump hefur þrátt fyrir það haldið áfram að vingast við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og horft í gegnum fingur sér þegar Norður-Kóreumenn halda eldflaugatilraunum sínum áfram. Nú síðast hafði hann boðið fulltrúum talibana til friðarviðræðna á forsetabúgarðinn Camp David. Trump er talinn vilja fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan en Bolton var mótfallinn því að það gerðist í krafti samningaviðræðna við talibana.Fréttin verður uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. 27. maí 2019 12:16 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30
Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. 27. maí 2019 12:16
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent