Vilja auðvelda flutning milli verðbréfamiðstöðva Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 11. september 2019 08:45 Starfsemi Verðbréfmiðstöðvarinnar mun hefjast á næstu mánuðum og Nasdaq verðbréfamiðstöð að því leyti eina virka verðbréfamiðstöðin á íslenskum markaði. Fréttablaðið/Anton Brink Verðbréfamiðstöð Íslands (VBM) hefur rekið sig á lagalegar og tæknilegar samkeppnishindranir, og telur fyrirtækið nauðsynlegt að við fyrirhugaða lagasetningu verði horft til samkeppnissjónarmiða. Þetta kemur fram í umsögn VBM um frumvarpsdrög sem ætlað er að innleiða Evrópureglugerðina CSDR en hún felur í sér auknar kröfur til verðbréfamiðstöðva. Starfsemi Verðbréfmiðstöðvarinnar mun hefjast á næstu mánuðum og Nasdaq verðbréfamiðstöð að því leyti eina virka verðbréfamiðstöðin á íslenskum markaði. „Þess má geta að eftir að VBM boðaði innreið sína á markaðinn hefur Nasdaq verðbréfamiðstöð a.m.k. í þrígang lækkað gjaldskrá sína,“ segir í umsögninni. VBM bendir á að Nasdaq hafi reynt að byggja upp lagalegar og tæknilegar hindranir sem standa í vegi fyrir flutningi milli verðbréfamiðstöðva. „Þess merki má raunar sjá í reglum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar þar sem segir að óski útgefandi afskráningar þurfi fullnægjandi samþykki eigenda rafbréfanna í stað þess að ákvörðun stjórnar nægi líkt og þegar bréf eru tekin til skráningar. Sömuleiðis, að Nasdaq verðbréfamiðstöð leggur mat á það hverju sinni hvort forsendur séu til staðar til að afskrá bréfin. Miðað við reglur Nasdaq gæti t.d. einn eigandi rafbréfa staðið flutningi í vegi.“ VBM telur að einfaldasta leiðin til að tryggja samkeppni á markaðinum sé sú að útgefandi rafbréfa geti sagt upp útgáfusamningi og tekið bréfin í heild sinni til skráningar í annarri verðbréfamiðstöð. Hefur fyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóða og einkafjárfesta, nú þegar kært Nasdaq verðbréfamiðstöð til Samkeppniseftirlitsins fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Misnotkunin felist í óbreyttri varðveisluþóknun úr hendi reikningsstofnana, jafnvel þótt þær kjósi að færa réttindaskráningu yfir til VBM. Ákvað Samkeppniseftirlitið að taka málið til sérstakrar skoðunar. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Verðbréfamiðstöð Íslands (VBM) hefur rekið sig á lagalegar og tæknilegar samkeppnishindranir, og telur fyrirtækið nauðsynlegt að við fyrirhugaða lagasetningu verði horft til samkeppnissjónarmiða. Þetta kemur fram í umsögn VBM um frumvarpsdrög sem ætlað er að innleiða Evrópureglugerðina CSDR en hún felur í sér auknar kröfur til verðbréfamiðstöðva. Starfsemi Verðbréfmiðstöðvarinnar mun hefjast á næstu mánuðum og Nasdaq verðbréfamiðstöð að því leyti eina virka verðbréfamiðstöðin á íslenskum markaði. „Þess má geta að eftir að VBM boðaði innreið sína á markaðinn hefur Nasdaq verðbréfamiðstöð a.m.k. í þrígang lækkað gjaldskrá sína,“ segir í umsögninni. VBM bendir á að Nasdaq hafi reynt að byggja upp lagalegar og tæknilegar hindranir sem standa í vegi fyrir flutningi milli verðbréfamiðstöðva. „Þess merki má raunar sjá í reglum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar þar sem segir að óski útgefandi afskráningar þurfi fullnægjandi samþykki eigenda rafbréfanna í stað þess að ákvörðun stjórnar nægi líkt og þegar bréf eru tekin til skráningar. Sömuleiðis, að Nasdaq verðbréfamiðstöð leggur mat á það hverju sinni hvort forsendur séu til staðar til að afskrá bréfin. Miðað við reglur Nasdaq gæti t.d. einn eigandi rafbréfa staðið flutningi í vegi.“ VBM telur að einfaldasta leiðin til að tryggja samkeppni á markaðinum sé sú að útgefandi rafbréfa geti sagt upp útgáfusamningi og tekið bréfin í heild sinni til skráningar í annarri verðbréfamiðstöð. Hefur fyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóða og einkafjárfesta, nú þegar kært Nasdaq verðbréfamiðstöð til Samkeppniseftirlitsins fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Misnotkunin felist í óbreyttri varðveisluþóknun úr hendi reikningsstofnana, jafnvel þótt þær kjósi að færa réttindaskráningu yfir til VBM. Ákvað Samkeppniseftirlitið að taka málið til sérstakrar skoðunar.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira