Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2019 13:45 KR-ingar fagna marki í leiknum gegn Víkingum 11. september 1999. mynd/e. ól. Í dag, 11. september, eru nákvæmlega 20 ár síðan KR tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fótbolta karla í 31 ár. Biðinni löngu eftir Íslandsmeistaratitlinum hjá KR lauk loks eftir 0-4 sigur á Víkingi á Laugardalsvellinum í sautjándu og næstsíðustu umferð Landssímadeildarinnar, laugardaginn 11. september 1999. Mikill fögnuður braust út meðal fjölmargra stuðningsmanna KR sem lögðu leið sína í Laugardalinn þegar Garðar Örn Hinriksson flautaði til leiksloka. Enda var sennilega þykkasta íshella íslenskrar íþróttasögu loks brotin. Atli Eðvaldsson var þjálfari KR á þessum tíma og varð sá fyrsti til að koma með Íslandsmeistarabikarinn í Vesturbæinn síðan Austurríkismaðurinn Walter Pfeiffer afrekaði það 1968.Atli lést á mánudaginn í síðustu viku og verður borinn til grafar á morgun. Á mánudaginn mætast gömlu liðin hans, Valur og KR, á Hlíðarenda og með sigri tryggir KR sér 27. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins.KR-ingar fagna. Á myndinni má m.a. sjá Bjarna Þorsteinsson og Sigurstein Gíslason. Sá síðarnefndi varð alls níu sinnum Íslandsmeistari á ferlinum, fimm sinnum með ÍA og fjórum sinnum með KR.mynd/e. ól.Árið 1999 var draumi líkast hjá KR sem var vel við hæfi enda fagnaði félagið þarna 100 ára afmæli sínu. Ekki nóg með að KR hafi orðið Íslandsmeistari heldur varð liðið einnig bikarmeistari eftir 3-1 sigur á ÍA í úrslitaleik. Kvennalið KR vann einnig tvöfalt og því vann KR alla fjóra stærstu titlana sem í boði voru í fótboltanum á 100 afmælinu. KR komst á topp Landssímadeildarinnar í 4. umferð og lét toppsætið ekki af hendi eftir það. KR-ingar fóru langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Eyjamönnum í uppgjöri toppliðanna í 15. umferð. KR náði þá fimm stiga forskoti á toppnum. Í 16. umferðinni vann KR Fram, 0-2, á Laugardalsvellinum. Það var því öruggt að KR myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Víkingi á sama velli í næstsíðustu umferðinni. Og það gerðu KR-ingar.Hluti af umfjöllun DV um leikinn 11. september 1999.mynd/skjáskot dvGuðmundur Benediktsson kom KR yfir með marki úr vítaspyrnu á 13. mínútu. Hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 1999. Félagi Guðmundar í framlínu KR, Bjarki Gunnlaugsson, skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili undir lokin. Þórhallur Hinriksson átti svo síðasta orðið þegar hann skoraði fjórða mark KR-inga tveimur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 0-4, KR í vil. KR-ingar, ungir sem aldnir, fögnuðu vel og innilega í leikslok. KR fékk svo Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir 3-2 sigur á Keflavík í lokaumferðinni.20 ár uppá dag, Íslandsmeistari undir stjórn Atla Eðvalds. pic.twitter.com/D7nRpKSAH6— Gummi Ben (@GummiBen) September 11, 2019 Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um daginn stóra, 11. september 1999, í sögu KR. Þar má sjá mörkin úr leiknum gegn Víkingi, fögnuð KR-inga og viðtal við Atla Eðvaldsson.Klippa: Umfjöllun um Íslandsmeistaratitil KR 1999 Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira
Í dag, 11. september, eru nákvæmlega 20 ár síðan KR tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fótbolta karla í 31 ár. Biðinni löngu eftir Íslandsmeistaratitlinum hjá KR lauk loks eftir 0-4 sigur á Víkingi á Laugardalsvellinum í sautjándu og næstsíðustu umferð Landssímadeildarinnar, laugardaginn 11. september 1999. Mikill fögnuður braust út meðal fjölmargra stuðningsmanna KR sem lögðu leið sína í Laugardalinn þegar Garðar Örn Hinriksson flautaði til leiksloka. Enda var sennilega þykkasta íshella íslenskrar íþróttasögu loks brotin. Atli Eðvaldsson var þjálfari KR á þessum tíma og varð sá fyrsti til að koma með Íslandsmeistarabikarinn í Vesturbæinn síðan Austurríkismaðurinn Walter Pfeiffer afrekaði það 1968.Atli lést á mánudaginn í síðustu viku og verður borinn til grafar á morgun. Á mánudaginn mætast gömlu liðin hans, Valur og KR, á Hlíðarenda og með sigri tryggir KR sér 27. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins.KR-ingar fagna. Á myndinni má m.a. sjá Bjarna Þorsteinsson og Sigurstein Gíslason. Sá síðarnefndi varð alls níu sinnum Íslandsmeistari á ferlinum, fimm sinnum með ÍA og fjórum sinnum með KR.mynd/e. ól.Árið 1999 var draumi líkast hjá KR sem var vel við hæfi enda fagnaði félagið þarna 100 ára afmæli sínu. Ekki nóg með að KR hafi orðið Íslandsmeistari heldur varð liðið einnig bikarmeistari eftir 3-1 sigur á ÍA í úrslitaleik. Kvennalið KR vann einnig tvöfalt og því vann KR alla fjóra stærstu titlana sem í boði voru í fótboltanum á 100 afmælinu. KR komst á topp Landssímadeildarinnar í 4. umferð og lét toppsætið ekki af hendi eftir það. KR-ingar fóru langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Eyjamönnum í uppgjöri toppliðanna í 15. umferð. KR náði þá fimm stiga forskoti á toppnum. Í 16. umferðinni vann KR Fram, 0-2, á Laugardalsvellinum. Það var því öruggt að KR myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Víkingi á sama velli í næstsíðustu umferðinni. Og það gerðu KR-ingar.Hluti af umfjöllun DV um leikinn 11. september 1999.mynd/skjáskot dvGuðmundur Benediktsson kom KR yfir með marki úr vítaspyrnu á 13. mínútu. Hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 1999. Félagi Guðmundar í framlínu KR, Bjarki Gunnlaugsson, skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili undir lokin. Þórhallur Hinriksson átti svo síðasta orðið þegar hann skoraði fjórða mark KR-inga tveimur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 0-4, KR í vil. KR-ingar, ungir sem aldnir, fögnuðu vel og innilega í leikslok. KR fékk svo Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir 3-2 sigur á Keflavík í lokaumferðinni.20 ár uppá dag, Íslandsmeistari undir stjórn Atla Eðvalds. pic.twitter.com/D7nRpKSAH6— Gummi Ben (@GummiBen) September 11, 2019 Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um daginn stóra, 11. september 1999, í sögu KR. Þar má sjá mörkin úr leiknum gegn Víkingi, fögnuð KR-inga og viðtal við Atla Eðvaldsson.Klippa: Umfjöllun um Íslandsmeistaratitil KR 1999
Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira