700 milljóna króna þjófnaður ekki upplýstur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. september 2019 18:45 Sjö hundruð milljóna króna þjófnaður frá íslensku fyrirtæki, er enn til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Leið netglæpamanna í svikum sem þessum er oftast að falsa tölvupósta til starfsmanna fyrirtækja, í nafni stjórnenda.Í fréttum í byrjun vikunnar var greint frá því að starfsmenn HS orku hefðu uppgötvað að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og sviknir út umtalsverðir fjármunir eða um fjögur hundruð milljónir króna. Var það gert með innbroti í tölvupóstssamskipti. Á síðustu tveimur árum hafa netglæpamenn stolið hátt í tveimur milljörðum af íslenskum fyrirtækjum með meðal annars með fyrrgreindum hætti. Embætti héraðssaksóknar hefur annað slíkt mál til rannsóknar þar sem sjö hundruð milljónum var stolið. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið væri enn til rannsóknar. Það væri erfitt viðureignar þar sem það teygi sig út fyrir landsteinanna en að öðru leyti gæti hann ekki tjáð sig. Fyrirtæki og stofnanir sem verða fyrir slíkum þjófnaði upplifa oft skömm og niðurlægingu þegar netglæpamönnum tekst að hafa af þeim fjármuni með þessum hætti. Þjófnaðurinn er nefndur fyrirmælafölsun eða „business e-mail compromise.“ Svikin fara fram með þeim hætti að falsaðir tölvupóstar eru sendir til starfsmanna fyrirtækja, oft undir nafni stjórnenda. Í póstinum eru fölsk fyrirmæli um að greiðsla skuli framkvæmd með hraði. Í þessum tilfellum hafa netglæpamenn undirbúið sig vel og skipulagt ferlið með þeim hætti að móttakandi fyrirmælanna sjái ekki neinn mun á falsaða póstinum og eðlilegum greiðslufyrirmælum. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Peningarnir í langflestum tilfellum glataðir Mjög erfitt er fyrir fyrirtæki sem lenda í klóm netþjófa að endurheimta þá fjármuni sem þjófarnir ná til sín. Þetta segir lögreglumaður og að málin teygi oft anga sína víða líkt og til Ísraels og Norður-Afríku. 10. september 2019 12:12 Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Sjö hundruð milljóna króna þjófnaður frá íslensku fyrirtæki, er enn til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Leið netglæpamanna í svikum sem þessum er oftast að falsa tölvupósta til starfsmanna fyrirtækja, í nafni stjórnenda.Í fréttum í byrjun vikunnar var greint frá því að starfsmenn HS orku hefðu uppgötvað að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og sviknir út umtalsverðir fjármunir eða um fjögur hundruð milljónir króna. Var það gert með innbroti í tölvupóstssamskipti. Á síðustu tveimur árum hafa netglæpamenn stolið hátt í tveimur milljörðum af íslenskum fyrirtækjum með meðal annars með fyrrgreindum hætti. Embætti héraðssaksóknar hefur annað slíkt mál til rannsóknar þar sem sjö hundruð milljónum var stolið. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið væri enn til rannsóknar. Það væri erfitt viðureignar þar sem það teygi sig út fyrir landsteinanna en að öðru leyti gæti hann ekki tjáð sig. Fyrirtæki og stofnanir sem verða fyrir slíkum þjófnaði upplifa oft skömm og niðurlægingu þegar netglæpamönnum tekst að hafa af þeim fjármuni með þessum hætti. Þjófnaðurinn er nefndur fyrirmælafölsun eða „business e-mail compromise.“ Svikin fara fram með þeim hætti að falsaðir tölvupóstar eru sendir til starfsmanna fyrirtækja, oft undir nafni stjórnenda. Í póstinum eru fölsk fyrirmæli um að greiðsla skuli framkvæmd með hraði. Í þessum tilfellum hafa netglæpamenn undirbúið sig vel og skipulagt ferlið með þeim hætti að móttakandi fyrirmælanna sjái ekki neinn mun á falsaða póstinum og eðlilegum greiðslufyrirmælum.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Peningarnir í langflestum tilfellum glataðir Mjög erfitt er fyrir fyrirtæki sem lenda í klóm netþjófa að endurheimta þá fjármuni sem þjófarnir ná til sín. Þetta segir lögreglumaður og að málin teygi oft anga sína víða líkt og til Ísraels og Norður-Afríku. 10. september 2019 12:12 Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Peningarnir í langflestum tilfellum glataðir Mjög erfitt er fyrir fyrirtæki sem lenda í klóm netþjófa að endurheimta þá fjármuni sem þjófarnir ná til sín. Þetta segir lögreglumaður og að málin teygi oft anga sína víða líkt og til Ísraels og Norður-Afríku. 10. september 2019 12:12
Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30