Fjöldamorðinginn í El Paso á dauðadóm yfir höfði sér Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2019 22:45 Crusius er sakaður um að hafa keyrt í um ellefu tíma frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst og skjóta á fólk með AK-47 riffli. Stór hluti íbúa El Paso rekur uppruna sinn til Mexíkó. AP/John Locher Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius, játaði verknaðinn þegar hann var handtekinn og sagðist hafa reynt sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. Flestir þeirra sem létu lífið voru spænskættaðir. Crusius er sakaður um að hafa keyrt í um ellefu tíma frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst og skjóta á fólk með AK-47 riffli. Stór hluti íbúa El Paso rekur uppruna sinn til Mexíkó.Samkvæmt Reuters er talið að hann hafi birt yfirlýsingu á vefnum 8chan, sem er mikið notaður af öfgafólki, þar sem hann sagði árásina vera svar við „innrás spænskættaðra í Texas“. Hann gafst upp þegar lögregluþjónar komu að vettvangi.Patrick Crusius.AP/FBIÁkæran gegn honum verður líklega ekki opinberuð fyrr en í næstu viku, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögmen Crusius hafa sagt að þeir muni gera sitt besta til að reyna að koma í veg fyrir að hann verði tekinn af lífi.Innan við sólarhring eftir fjöldamorð Crusius hóf annar maður, sem hét Connor Betts, skothríð í Dayton í Ohio. Sá skaut níu til bana og særði 27 áður en hann var skotinn til bana af lögregluþjónum. Frá því hann hóf skothríð sína og þar til hann var skotinn til bana, leið tæp mínúta. Seinna í ágúst skaut Seth Aaron sjö manns til bana og særði 22 í bæjunum Odessa og Midland í Texas. Allir árásarmennirnir notuðust við hálfsjálfvirka riffla og hefur umræða um herta byssulöggjöf orðið umfangsmikil í enn eitt skiptið í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórar 145 stórra bandarískra fyrirtækja hafa sent öldungadeild Bandaríkjaþings bréf, þar sem kallað er eftir aðgerðum vegna skotárása. Meðal annars er lagt til að umfang bakgrunnskoðana við byssukaup verði aukið og að dómstólum verði gert kleift að leggja hald á byssur aðila sem talið er að gætu skaðað sig eða aðra.Þá hafa forsvarsmenn verslanakeðja eins og Publix, Kroger, CVS, Walmart og Walgreens beðið viðskiptavini sína um að bera ekki byssur í verslunum þeirra. Jafnvel þó það sé löglegt. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfsmenn verslana lítið til í að skamma byssueigendur Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. 7. september 2019 21:48 Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Morðinginn í El Paso vildi drepa "Mexíkóa“ Maðurinn gekkst fúslega við því að hafa skotið fólk í verslun í El Paso þegar lögreglumenn stöðvuðu hann á laugardag. 9. ágúst 2019 20:06 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius, játaði verknaðinn þegar hann var handtekinn og sagðist hafa reynt sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. Flestir þeirra sem létu lífið voru spænskættaðir. Crusius er sakaður um að hafa keyrt í um ellefu tíma frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst og skjóta á fólk með AK-47 riffli. Stór hluti íbúa El Paso rekur uppruna sinn til Mexíkó.Samkvæmt Reuters er talið að hann hafi birt yfirlýsingu á vefnum 8chan, sem er mikið notaður af öfgafólki, þar sem hann sagði árásina vera svar við „innrás spænskættaðra í Texas“. Hann gafst upp þegar lögregluþjónar komu að vettvangi.Patrick Crusius.AP/FBIÁkæran gegn honum verður líklega ekki opinberuð fyrr en í næstu viku, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögmen Crusius hafa sagt að þeir muni gera sitt besta til að reyna að koma í veg fyrir að hann verði tekinn af lífi.Innan við sólarhring eftir fjöldamorð Crusius hóf annar maður, sem hét Connor Betts, skothríð í Dayton í Ohio. Sá skaut níu til bana og særði 27 áður en hann var skotinn til bana af lögregluþjónum. Frá því hann hóf skothríð sína og þar til hann var skotinn til bana, leið tæp mínúta. Seinna í ágúst skaut Seth Aaron sjö manns til bana og særði 22 í bæjunum Odessa og Midland í Texas. Allir árásarmennirnir notuðust við hálfsjálfvirka riffla og hefur umræða um herta byssulöggjöf orðið umfangsmikil í enn eitt skiptið í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórar 145 stórra bandarískra fyrirtækja hafa sent öldungadeild Bandaríkjaþings bréf, þar sem kallað er eftir aðgerðum vegna skotárása. Meðal annars er lagt til að umfang bakgrunnskoðana við byssukaup verði aukið og að dómstólum verði gert kleift að leggja hald á byssur aðila sem talið er að gætu skaðað sig eða aðra.Þá hafa forsvarsmenn verslanakeðja eins og Publix, Kroger, CVS, Walmart og Walgreens beðið viðskiptavini sína um að bera ekki byssur í verslunum þeirra. Jafnvel þó það sé löglegt.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfsmenn verslana lítið til í að skamma byssueigendur Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. 7. september 2019 21:48 Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Morðinginn í El Paso vildi drepa "Mexíkóa“ Maðurinn gekkst fúslega við því að hafa skotið fólk í verslun í El Paso þegar lögreglumenn stöðvuðu hann á laugardag. 9. ágúst 2019 20:06 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Starfsmenn verslana lítið til í að skamma byssueigendur Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. 7. september 2019 21:48
Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10
Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06
Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13
Morðinginn í El Paso vildi drepa "Mexíkóa“ Maðurinn gekkst fúslega við því að hafa skotið fólk í verslun í El Paso þegar lögreglumenn stöðvuðu hann á laugardag. 9. ágúst 2019 20:06
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent