Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2019 07:21 Pete Buttigieg, Bernie Sanders, Joe Biden og Elizabeth Warren voru meðal þeirra sem tóku þátt í kappræðunum. Getty Þeir tíu frambjóðendur Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í nótt. Kappræðurnar voru þær þriðju sem haldnar eru innan flokksins síðan kosningabaráttan fór af stað. Kappræðurnar fóru fram í Houston í Texas og kom til nokkuð harðra deilna á milli Joe Biden, sem er talinn líklegastur samkvæmt skoðanakönnunum og Elizabeth Warren og Bernie Sanders um framtíðarfyrirkomulag heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum. Þau Sanders og Warren vilja bæði ganga mun lengra í því að efla heilsugæslu í landinu en Biden varaði við því að slíkar aðgerðir væru allt of kostnaðarsamar.Að neðan má sjá samantekt Time um hápunkta kappræðnanna.BBC segir frá því að Beto O‘Rourke, fyrrverandi þingmaður Texas, hafi fengið eitt mesta lófatak kvöldsins meðal áhorfenda þar sem hann ræddi nauðsyn þess að herða skotvopnalöggjöf landsins. Umbætur á heilbrigðiskerfi landsins hefur verið eitt helsta deilumál frambjóðenda demókrata það sem af er kosningabaráttunni. Biden gagnrýndi umbótatillögur Sanders og sagði þær of dýrar í framkvæmd og sagði þess í stað betra að bæta sjúkratryggingakerfið sem forsetinn fyrrverandi Barack Obama kom á í sinni forsetatíð. Þeir frambjóðendur sem þátt tóku í kappræðunum, auk Biden, Warren, O‘Rourke og Sanders voru viðskiptamaðurinn Andrew Yang, öldungadeildarþingmennirnir Cory Booker, Amy Klobuchar og Kamala Harris, húsnæðismálaráðherrann fyrrverandi Julián Castro og borgarstjórinn Peters Buttigieg.Að neðan má sjá upphafsorð frambjóðendanna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42 Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00 Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Þeir tíu frambjóðendur Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í nótt. Kappræðurnar voru þær þriðju sem haldnar eru innan flokksins síðan kosningabaráttan fór af stað. Kappræðurnar fóru fram í Houston í Texas og kom til nokkuð harðra deilna á milli Joe Biden, sem er talinn líklegastur samkvæmt skoðanakönnunum og Elizabeth Warren og Bernie Sanders um framtíðarfyrirkomulag heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum. Þau Sanders og Warren vilja bæði ganga mun lengra í því að efla heilsugæslu í landinu en Biden varaði við því að slíkar aðgerðir væru allt of kostnaðarsamar.Að neðan má sjá samantekt Time um hápunkta kappræðnanna.BBC segir frá því að Beto O‘Rourke, fyrrverandi þingmaður Texas, hafi fengið eitt mesta lófatak kvöldsins meðal áhorfenda þar sem hann ræddi nauðsyn þess að herða skotvopnalöggjöf landsins. Umbætur á heilbrigðiskerfi landsins hefur verið eitt helsta deilumál frambjóðenda demókrata það sem af er kosningabaráttunni. Biden gagnrýndi umbótatillögur Sanders og sagði þær of dýrar í framkvæmd og sagði þess í stað betra að bæta sjúkratryggingakerfið sem forsetinn fyrrverandi Barack Obama kom á í sinni forsetatíð. Þeir frambjóðendur sem þátt tóku í kappræðunum, auk Biden, Warren, O‘Rourke og Sanders voru viðskiptamaðurinn Andrew Yang, öldungadeildarþingmennirnir Cory Booker, Amy Klobuchar og Kamala Harris, húsnæðismálaráðherrann fyrrverandi Julián Castro og borgarstjórinn Peters Buttigieg.Að neðan má sjá upphafsorð frambjóðendanna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42 Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00 Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42
Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00
Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00