Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2019 07:21 Pete Buttigieg, Bernie Sanders, Joe Biden og Elizabeth Warren voru meðal þeirra sem tóku þátt í kappræðunum. Getty Þeir tíu frambjóðendur Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í nótt. Kappræðurnar voru þær þriðju sem haldnar eru innan flokksins síðan kosningabaráttan fór af stað. Kappræðurnar fóru fram í Houston í Texas og kom til nokkuð harðra deilna á milli Joe Biden, sem er talinn líklegastur samkvæmt skoðanakönnunum og Elizabeth Warren og Bernie Sanders um framtíðarfyrirkomulag heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum. Þau Sanders og Warren vilja bæði ganga mun lengra í því að efla heilsugæslu í landinu en Biden varaði við því að slíkar aðgerðir væru allt of kostnaðarsamar.Að neðan má sjá samantekt Time um hápunkta kappræðnanna.BBC segir frá því að Beto O‘Rourke, fyrrverandi þingmaður Texas, hafi fengið eitt mesta lófatak kvöldsins meðal áhorfenda þar sem hann ræddi nauðsyn þess að herða skotvopnalöggjöf landsins. Umbætur á heilbrigðiskerfi landsins hefur verið eitt helsta deilumál frambjóðenda demókrata það sem af er kosningabaráttunni. Biden gagnrýndi umbótatillögur Sanders og sagði þær of dýrar í framkvæmd og sagði þess í stað betra að bæta sjúkratryggingakerfið sem forsetinn fyrrverandi Barack Obama kom á í sinni forsetatíð. Þeir frambjóðendur sem þátt tóku í kappræðunum, auk Biden, Warren, O‘Rourke og Sanders voru viðskiptamaðurinn Andrew Yang, öldungadeildarþingmennirnir Cory Booker, Amy Klobuchar og Kamala Harris, húsnæðismálaráðherrann fyrrverandi Julián Castro og borgarstjórinn Peters Buttigieg.Að neðan má sjá upphafsorð frambjóðendanna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42 Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00 Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Þeir tíu frambjóðendur Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í nótt. Kappræðurnar voru þær þriðju sem haldnar eru innan flokksins síðan kosningabaráttan fór af stað. Kappræðurnar fóru fram í Houston í Texas og kom til nokkuð harðra deilna á milli Joe Biden, sem er talinn líklegastur samkvæmt skoðanakönnunum og Elizabeth Warren og Bernie Sanders um framtíðarfyrirkomulag heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum. Þau Sanders og Warren vilja bæði ganga mun lengra í því að efla heilsugæslu í landinu en Biden varaði við því að slíkar aðgerðir væru allt of kostnaðarsamar.Að neðan má sjá samantekt Time um hápunkta kappræðnanna.BBC segir frá því að Beto O‘Rourke, fyrrverandi þingmaður Texas, hafi fengið eitt mesta lófatak kvöldsins meðal áhorfenda þar sem hann ræddi nauðsyn þess að herða skotvopnalöggjöf landsins. Umbætur á heilbrigðiskerfi landsins hefur verið eitt helsta deilumál frambjóðenda demókrata það sem af er kosningabaráttunni. Biden gagnrýndi umbótatillögur Sanders og sagði þær of dýrar í framkvæmd og sagði þess í stað betra að bæta sjúkratryggingakerfið sem forsetinn fyrrverandi Barack Obama kom á í sinni forsetatíð. Þeir frambjóðendur sem þátt tóku í kappræðunum, auk Biden, Warren, O‘Rourke og Sanders voru viðskiptamaðurinn Andrew Yang, öldungadeildarþingmennirnir Cory Booker, Amy Klobuchar og Kamala Harris, húsnæðismálaráðherrann fyrrverandi Julián Castro og borgarstjórinn Peters Buttigieg.Að neðan má sjá upphafsorð frambjóðendanna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42 Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00 Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42
Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00
Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00