Skóflaði upp sæbjúgnaslóð á Ísafirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 15:15 Sæbjúgnaslóðin á OB-planinu í morgun. Sigríður Ingibjörg Karlsdóttir Bunki af sæbjúgum tók á móti Sigríði Ingibjörgu Karlsdóttur þegar hún hugðist taka bensín á Ísafirði í morgun. Sæbjúgun virðast hafa dottið af flutningabíl sem flutti þau frá Flateyri í gærkvöld, en ljóst er að verðmætin eru nokkur enda fer hvert kíló af sæbjúgum á þúsundir króna. Sigríður tók myndina hér að ofan og segir að um „heilan haug“ af sæbjúgum hafi verið að ræða. Ekki nóg með það; hún hafi heyrt frá kunningja sínum á Flateyri að sæbjúgnaslóð lægi frá bæjarfélaginu og í átt til Ísafjarðar. Hún segist þó ekki getað staðfest það, hún hafi aðeins sé sæbjúgu á plani OB á Ísafirði. „Sá sem var með þetta á bílnum hefur því líklega verið að dreifa þessu óafvitandi,“ segir Sigríður. Í samtali við Vísi segir starfsmaður OB, sem fékk það verkefni að fjarlægja sæbjúgun, að þrátt fyrir allt hafi magnið ekki verið nema „fjórar skóflur.“ Hann treysti sér þó ekki til að meta hver hefði misst sæbjúgun. „Öryggisfulltrúinn okkar getur sjálfsagt séð það í öryggismyndavélunum, en ég hringdi ekki í hann einu sinni. Þetta er ekki svo alvarlegt.“ Ágústa Guðmundsdóttir, hafnarvörður á Flateyri, segir fimm sæbjúgnabáta hafa lagt við bryggju á Flateyri í gærkvöld. Hún var óviss um hvaða fyrirtæki gæti hafa séð um flutninginn á sæbjúgunum suður en nefndi tvö fyrirtæki í því samhengi: Eimskip og Hafnarnes Ver. Ágústa segir að það kæmi henni mikið á óvart að sæbjúgu hafi dottið úr kari flutningabíls, þau séu oft drekkhlaðin og því þurfi ekki mikið til að það hrynji eitthvað úr þeim.Sæbjúgunum var landað á Flateyri í gærkvöldi.Vísir/egillVísir setti sig í samband við bæði fyrirtækin en Eimskip segist ekki kannast við þessi sæbjúgu. Hannes Sigurðsson hjá Hafnarnes Ver í Þorlákshöfn sagðist ekki hafa heyrt af sæbjúgnaslysinu en taldi ljóst að ef fleiri kíló af sæbjúgum hefðu farið forgörðum væri tjónið nokkuð. Þegar búið er að verka sæbjúgun fari hvert kíló á fimm til sex þúsund krónur að sögn Hannesar. Því sé málið grafalvarlegt og til skoðunar hjá Hafnarnesi. Farmurinn hafi verið vigtaður við bryggjuna á Flateyri og verði vigtaður við komuna til Þorlákshafnar. „Ef hingað kemur hálftómur bíll þá er það auðvitað ekki gott,“ segir Hannes sem gerir ráð fyrir því að flutningabílarnir séu væntanlegir með kvöldinu. Sæbjúgun eru verkuð í Þorlákshöfn og öll send til Kína, en Hafnarnesi hafa borist um 20 tonn af sæbjúgum á dag síðustu vikur. Í Kína þykja sæbjúgun mikið lostæti, til að mynda eru þau notuð í súpur og sem meðlæti. Hannes segist sjálfur hafa smakkað sæbjúga í Kína og þótti bara ágætt. Vísir setti sig jafnframt í samband við fyrirtækið Flutning, Löndun, Slæging ehf. sem sá um flutning sæbjúgnanna fyrir Hafnarver frá Flateyri til Þorlákshafnar. Forsvarsmaður fyrirtækisins, Ómar Hafsteinn Matthíasson, sagðist þó ekki kannast við að bílar fyrirtækisins hafi komið við á Ísafirði á leið sinni frá Flateyri og þótti því ólíklegt að sæbjúgnalekann mætti rekja til þeirra. Þrátt fyrir að sæbjúgun þyki herramannsmatur eystra, og verðmætið eftir því, sagðist Olísstarfsmaðurinn ekki ætla að reiða fram sæbjúgun í kvöldmatinn. Sér þætti ólystugt að borða sjávarfang af olíumenguðu planinu. Því hafi þeim öllum verið fargað. Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Bunki af sæbjúgum tók á móti Sigríði Ingibjörgu Karlsdóttur þegar hún hugðist taka bensín á Ísafirði í morgun. Sæbjúgun virðast hafa dottið af flutningabíl sem flutti þau frá Flateyri í gærkvöld, en ljóst er að verðmætin eru nokkur enda fer hvert kíló af sæbjúgum á þúsundir króna. Sigríður tók myndina hér að ofan og segir að um „heilan haug“ af sæbjúgum hafi verið að ræða. Ekki nóg með það; hún hafi heyrt frá kunningja sínum á Flateyri að sæbjúgnaslóð lægi frá bæjarfélaginu og í átt til Ísafjarðar. Hún segist þó ekki getað staðfest það, hún hafi aðeins sé sæbjúgu á plani OB á Ísafirði. „Sá sem var með þetta á bílnum hefur því líklega verið að dreifa þessu óafvitandi,“ segir Sigríður. Í samtali við Vísi segir starfsmaður OB, sem fékk það verkefni að fjarlægja sæbjúgun, að þrátt fyrir allt hafi magnið ekki verið nema „fjórar skóflur.“ Hann treysti sér þó ekki til að meta hver hefði misst sæbjúgun. „Öryggisfulltrúinn okkar getur sjálfsagt séð það í öryggismyndavélunum, en ég hringdi ekki í hann einu sinni. Þetta er ekki svo alvarlegt.“ Ágústa Guðmundsdóttir, hafnarvörður á Flateyri, segir fimm sæbjúgnabáta hafa lagt við bryggju á Flateyri í gærkvöld. Hún var óviss um hvaða fyrirtæki gæti hafa séð um flutninginn á sæbjúgunum suður en nefndi tvö fyrirtæki í því samhengi: Eimskip og Hafnarnes Ver. Ágústa segir að það kæmi henni mikið á óvart að sæbjúgu hafi dottið úr kari flutningabíls, þau séu oft drekkhlaðin og því þurfi ekki mikið til að það hrynji eitthvað úr þeim.Sæbjúgunum var landað á Flateyri í gærkvöldi.Vísir/egillVísir setti sig í samband við bæði fyrirtækin en Eimskip segist ekki kannast við þessi sæbjúgu. Hannes Sigurðsson hjá Hafnarnes Ver í Þorlákshöfn sagðist ekki hafa heyrt af sæbjúgnaslysinu en taldi ljóst að ef fleiri kíló af sæbjúgum hefðu farið forgörðum væri tjónið nokkuð. Þegar búið er að verka sæbjúgun fari hvert kíló á fimm til sex þúsund krónur að sögn Hannesar. Því sé málið grafalvarlegt og til skoðunar hjá Hafnarnesi. Farmurinn hafi verið vigtaður við bryggjuna á Flateyri og verði vigtaður við komuna til Þorlákshafnar. „Ef hingað kemur hálftómur bíll þá er það auðvitað ekki gott,“ segir Hannes sem gerir ráð fyrir því að flutningabílarnir séu væntanlegir með kvöldinu. Sæbjúgun eru verkuð í Þorlákshöfn og öll send til Kína, en Hafnarnesi hafa borist um 20 tonn af sæbjúgum á dag síðustu vikur. Í Kína þykja sæbjúgun mikið lostæti, til að mynda eru þau notuð í súpur og sem meðlæti. Hannes segist sjálfur hafa smakkað sæbjúga í Kína og þótti bara ágætt. Vísir setti sig jafnframt í samband við fyrirtækið Flutning, Löndun, Slæging ehf. sem sá um flutning sæbjúgnanna fyrir Hafnarver frá Flateyri til Þorlákshafnar. Forsvarsmaður fyrirtækisins, Ómar Hafsteinn Matthíasson, sagðist þó ekki kannast við að bílar fyrirtækisins hafi komið við á Ísafirði á leið sinni frá Flateyri og þótti því ólíklegt að sæbjúgnalekann mætti rekja til þeirra. Þrátt fyrir að sæbjúgun þyki herramannsmatur eystra, og verðmætið eftir því, sagðist Olísstarfsmaðurinn ekki ætla að reiða fram sæbjúgun í kvöldmatinn. Sér þætti ólystugt að borða sjávarfang af olíumenguðu planinu. Því hafi þeim öllum verið fargað.
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent