Segir það „slæmt þegar lífsnauðsynlegt lyf fæst ekki“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. september 2019 19:30 Of algengt er að þeir sem þurfa á nauðsynlegum lyfjum að halda lendi í töfum og auknum fjárútlátum vegna þess að þau eru ekki til og sækja þarf um undanþágulyf. Lyfjafræðingar segja mikilvægt að einfalda allt regluverk í kringum undanþágulyfin. Geir Ólafsson söngvari sem þarf lífsnauðsynlega á lyfi að halda segir afar slæmt að lenda í að það sé ófáanlegt. Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi undanfarin misseri. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands frá því í gær að á hverjum tíma skorti 70-80 lyf. Ef lyf er ekki til og ekki heldur skráð samheitalyf er lokaúrræðið að fá undanþágulyf sem hefur þá ekki verið skráð hjá Lyfjastofnun.Læknir þarf að skrifa uppá slíkt og er um leið ábyrgur fyrir aukaverkunum þeirra sem Læknafélag Íslands telur óeðlilegt.Gríðarleg óþægindi Geir Ólafsson söngvari er einn þeirra sem þarf nauðsynlega á lyfi að halda og það getur reynst hættulegt ef hann fær það ekki mjög reglulega. Í sumar fór hann í ferð með fjölskyldunni út á land og ætlaði að sækja lyfið í apótek í Borgarnesi. „Éghef nokkrum sinnum lent í að lyfið hefur ekki verið til og þá hefur þurft að sækja um undanþágulyf sem er bæði tímafrekt og óþægilegt en þetta var versta tilfellið. Þá var ég staddur úti á landi og þurfti nauðsynlega á lyfinu að halda og fór í apótek en lyfseðillinn er í lyfjagáttinni. Þar kom hins vegar í ljós að lyfið var ekki til og ekki heldur samheitarlyfið. Mér var tjáð að ég þyrfti að fá nýjan lyfseðil hjá lækni fyrir undanþágulyfi sem hefur sömu verkun. Það var því ekki um annað að ræða en að kveðja fjölskylduna úti á landi og ég húkkaði mér far í bæinn til að redda lyfinu. Á leiðinni þangað fann ég fyrir því líkamlega að lyfið skorti og þetta tók á andlega þannig að þetta var gríðarlega óþægilegt,“ segir Geir. Við tók svo nýtt ferli í Reykjavík. „Þar hafði ég samband við lækninn minn til að fá undanþágulyf og í áframhaldinu upphófst leit að finna rétt lyf í apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska ekki neinum að lenda í þessu því þetta er mjög óþægilegt. Við eigum að gera þær kröfur í landi eins og Íslandi að svona staða komi ekki upp hjá fólki,“ segir Geir. Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að einfalda ferlið fyrir undanþágulyf.Þarf að einfalda kerfið í kringum undanþágulyf Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að auðvelda fólki að fá undanþágulyf einkum þegar þau séu lífsnauðsynleg, „Þegar hvorki lyf né skráð samheitalyf er til þarf að sækja um undanþágulyf sem er mun tímafrekara ferli fyrir sjúklinginn, lyfsala og lækninn og kallar á aukin fjárútlát. Það þarf að einfalda ferlið þannig að þegar um mikilvæg lyf er að ræða þurfi ekki að sækja um sérstakar undanþágur. Hún segir að ferlið sem fer í gang þegar leitað sé að undanþágulyfi feli í sér að oft þurfi að kanna birgðastöðu annars staðar, hjálpa viðkomandi við að hafa samband við lækninn sinn og svo framvegis. Þetta kalli á að fleiri lyfjafræðingar séu á vakt í apótekum. „Oft er bara einn á vakt og þá hefur hann kannski ekki mikið svigrúm til að aðstoða við þessi vandamál og því teljum við hjá Lyfjafræðingafélaginu að það eigi alltaf að vera tveir lyfjafræðingar á vakt,“ segir Margrét. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Of algengt er að þeir sem þurfa á nauðsynlegum lyfjum að halda lendi í töfum og auknum fjárútlátum vegna þess að þau eru ekki til og sækja þarf um undanþágulyf. Lyfjafræðingar segja mikilvægt að einfalda allt regluverk í kringum undanþágulyfin. Geir Ólafsson söngvari sem þarf lífsnauðsynlega á lyfi að halda segir afar slæmt að lenda í að það sé ófáanlegt. Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi undanfarin misseri. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands frá því í gær að á hverjum tíma skorti 70-80 lyf. Ef lyf er ekki til og ekki heldur skráð samheitalyf er lokaúrræðið að fá undanþágulyf sem hefur þá ekki verið skráð hjá Lyfjastofnun.Læknir þarf að skrifa uppá slíkt og er um leið ábyrgur fyrir aukaverkunum þeirra sem Læknafélag Íslands telur óeðlilegt.Gríðarleg óþægindi Geir Ólafsson söngvari er einn þeirra sem þarf nauðsynlega á lyfi að halda og það getur reynst hættulegt ef hann fær það ekki mjög reglulega. Í sumar fór hann í ferð með fjölskyldunni út á land og ætlaði að sækja lyfið í apótek í Borgarnesi. „Éghef nokkrum sinnum lent í að lyfið hefur ekki verið til og þá hefur þurft að sækja um undanþágulyf sem er bæði tímafrekt og óþægilegt en þetta var versta tilfellið. Þá var ég staddur úti á landi og þurfti nauðsynlega á lyfinu að halda og fór í apótek en lyfseðillinn er í lyfjagáttinni. Þar kom hins vegar í ljós að lyfið var ekki til og ekki heldur samheitarlyfið. Mér var tjáð að ég þyrfti að fá nýjan lyfseðil hjá lækni fyrir undanþágulyfi sem hefur sömu verkun. Það var því ekki um annað að ræða en að kveðja fjölskylduna úti á landi og ég húkkaði mér far í bæinn til að redda lyfinu. Á leiðinni þangað fann ég fyrir því líkamlega að lyfið skorti og þetta tók á andlega þannig að þetta var gríðarlega óþægilegt,“ segir Geir. Við tók svo nýtt ferli í Reykjavík. „Þar hafði ég samband við lækninn minn til að fá undanþágulyf og í áframhaldinu upphófst leit að finna rétt lyf í apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska ekki neinum að lenda í þessu því þetta er mjög óþægilegt. Við eigum að gera þær kröfur í landi eins og Íslandi að svona staða komi ekki upp hjá fólki,“ segir Geir. Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að einfalda ferlið fyrir undanþágulyf.Þarf að einfalda kerfið í kringum undanþágulyf Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að auðvelda fólki að fá undanþágulyf einkum þegar þau séu lífsnauðsynleg, „Þegar hvorki lyf né skráð samheitalyf er til þarf að sækja um undanþágulyf sem er mun tímafrekara ferli fyrir sjúklinginn, lyfsala og lækninn og kallar á aukin fjárútlát. Það þarf að einfalda ferlið þannig að þegar um mikilvæg lyf er að ræða þurfi ekki að sækja um sérstakar undanþágur. Hún segir að ferlið sem fer í gang þegar leitað sé að undanþágulyfi feli í sér að oft þurfi að kanna birgðastöðu annars staðar, hjálpa viðkomandi við að hafa samband við lækninn sinn og svo framvegis. Þetta kalli á að fleiri lyfjafræðingar séu á vakt í apótekum. „Oft er bara einn á vakt og þá hefur hann kannski ekki mikið svigrúm til að aðstoða við þessi vandamál og því teljum við hjá Lyfjafræðingafélaginu að það eigi alltaf að vera tveir lyfjafræðingar á vakt,“ segir Margrét.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent