Óttar Magnús Karlsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 58. mínútu.
Skömmu síðar fékk Pétur Viðarsson, miðvörður FH, rauða spjaldið fyrir að stíga á Guðmund Andra Tryggvason.
Fögnuður Víkinga í leikslok var ósvikinn enda langþráður titill kominn í hús.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli og tók meðfylgjandi myndir.







