Hafði trúð með í för þegar hann var rekinn úr vinnunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 18:44 Josh og Joe á „góðri stundu.“ Skjáskot Nýsjálenski auglýsingahöfundurinn Josh Thompson lenti á dögunum í því að vera sagt upp störfum, eins og kemur jú fyrir æði marga. Hann tók þó heldur öðruvísi á málunum en margir aðrir myndu gera þegar hann var boðaðu á fund yfirmanna sinna. Hann tók trúð með sér á fundin þar sem hann var látinn fara. Mannauðsdeild fyrirtækisins sem Thompson starfaði hjá, FCB New Zealand, hafði boðað Thompson á fund og hvatti hann til þess að taka „stuðningsmanneskju“ með sér á fundinn, en það er lögbundinn réttur fólks í Nýja-Sjálandi. Thompson fór strax að gruna að á fundinum yrði honum sagt upp.Í samtali við BBC um málið sagði Thompson: „Ég fékk tölvupóst og í honum stóð: „Sæll Josh, við viljum funda með þér til þess að ræða stöðu þína innan fyrirtækisins.“ Ég fann í raun bara á mér að þetta yrði uppsagnarfundur. Þannig að ég ákvað að reyna að gera gott úr aðstæðunum.“ Trúðurinn Joe fylgdi því Thompson á fundinn, og útbjó þar blöðrudýr af ýmsum toga á meðan yfirmenn Thompsons ræddu við hann. Joe var þó nokkrum sinnum beðinn um að láta af blöðrudýragerð sinni, þar sem sú iðja getur oft framkallað mikinn hávaða. „Maður lifandi, þvílíkur hávaði,“ hefur BBC eftir Thompson. Þegar Thompson voru síðan færðar fregnir af uppsögn hans brást trúðurinn við á viðeigandi hátt. „Hann kinkaði niðurlútur kolli eins og fréttunum væri beint að honum sjálfum. Atvinnumennska af fínustu sort,“ sagði Thompson. Thompson segist mæla með því að ráða trúð til þess að koma með sér á uppsagnarfund, eigi það þess kost. „Ef þið eigið fjölskyldu, vini, stjúpforeldra eða börn, endilega takið þau með. En ef það er trúður á laus, sérstaklega hann Joe, þá mæli ég hiklaust með því að taka hann með.“ Nýja-Sjáland Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Nýsjálenski auglýsingahöfundurinn Josh Thompson lenti á dögunum í því að vera sagt upp störfum, eins og kemur jú fyrir æði marga. Hann tók þó heldur öðruvísi á málunum en margir aðrir myndu gera þegar hann var boðaðu á fund yfirmanna sinna. Hann tók trúð með sér á fundin þar sem hann var látinn fara. Mannauðsdeild fyrirtækisins sem Thompson starfaði hjá, FCB New Zealand, hafði boðað Thompson á fund og hvatti hann til þess að taka „stuðningsmanneskju“ með sér á fundinn, en það er lögbundinn réttur fólks í Nýja-Sjálandi. Thompson fór strax að gruna að á fundinum yrði honum sagt upp.Í samtali við BBC um málið sagði Thompson: „Ég fékk tölvupóst og í honum stóð: „Sæll Josh, við viljum funda með þér til þess að ræða stöðu þína innan fyrirtækisins.“ Ég fann í raun bara á mér að þetta yrði uppsagnarfundur. Þannig að ég ákvað að reyna að gera gott úr aðstæðunum.“ Trúðurinn Joe fylgdi því Thompson á fundinn, og útbjó þar blöðrudýr af ýmsum toga á meðan yfirmenn Thompsons ræddu við hann. Joe var þó nokkrum sinnum beðinn um að láta af blöðrudýragerð sinni, þar sem sú iðja getur oft framkallað mikinn hávaða. „Maður lifandi, þvílíkur hávaði,“ hefur BBC eftir Thompson. Þegar Thompson voru síðan færðar fregnir af uppsögn hans brást trúðurinn við á viðeigandi hátt. „Hann kinkaði niðurlútur kolli eins og fréttunum væri beint að honum sjálfum. Atvinnumennska af fínustu sort,“ sagði Thompson. Thompson segist mæla með því að ráða trúð til þess að koma með sér á uppsagnarfund, eigi það þess kost. „Ef þið eigið fjölskyldu, vini, stjúpforeldra eða börn, endilega takið þau með. En ef það er trúður á laus, sérstaklega hann Joe, þá mæli ég hiklaust með því að taka hann með.“
Nýja-Sjáland Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira