Jökull segir Rolling Stones hafa gengið á eftir Kaleo Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 20:05 Jökull er söngvari Kaleo. Vísir/Getty Íslenska stórhljómsveitin Kaleo vinnur nú að nýrri plötu eftir vel heppnað ferðalag um Bandaríkin með rokkgoðsögnunum í Rolling Stones. Í nýlegu viðtali við Albumm.is greinir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, frá því að Stones hafi í þó nokkurn tíma gengið á eftir því að fá Kaleo í ferðalagið með sér. „Mick var búinn að ganga á eftir því að fá okkur til að opna tónleikana en ég hafði neitað nokkrum sinnum, því það er heilmikill pakki og umstang í kringum hverja tónleika og ég var að reyna að vinna að nýju plötunni, hafði einangrað mig í stúdíói að mestu leyti síðasta árið til að gera það. En þegar hann hafði samband í fjórða skiptið gaf ég eftir og samþykkti að spila á tvennum tónleikum,“ segir Jökull í samtali við Albumm. Hann útskýrir síðan að Kaleo hafi fyrir tveimur árum spilað með Stones í Evrópu og segir gaman að hafa fengið tækifæri til að gera slíkt hið sama í Bandaríkjunum. Í viðtalinu fer Jökull um víðan völl og segir meðal annars að meðlimir stórsveitarinnar séu í góðu formi miðað við aldur og fyrri störf. Eins segir hann að það kæmi honum lítið á óvart ef hann sæ sveitina halda áfram að ferðast um heiminn og spila. Aðspurður segist Jökull vera meira Bítlamaður en Stones aðdáandi. Hann játar þó fúslega að Stones séu meðal stærstu rokksveita allra tíma og segir það forréttindi að fá að taka þátt í verkefnum þeirra. Kaleo vinnur nú að nýrri plötu sem væntanleg er á næsta ári. Eins og flestum Íslendingum kann að vera ljóst hefur sveitin farið mikla sigurför um heiminn á síðustu árum. Sveitin var stofnuð árið 2012 og samanstendur af þeim Jökli, Davíð Antonssyni, Daníel Kristjánssyni, Rubin Pollock og Þorleifi Gauki Davíðssyni. Bandaríkin Kaleo Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Íslenska stórhljómsveitin Kaleo vinnur nú að nýrri plötu eftir vel heppnað ferðalag um Bandaríkin með rokkgoðsögnunum í Rolling Stones. Í nýlegu viðtali við Albumm.is greinir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, frá því að Stones hafi í þó nokkurn tíma gengið á eftir því að fá Kaleo í ferðalagið með sér. „Mick var búinn að ganga á eftir því að fá okkur til að opna tónleikana en ég hafði neitað nokkrum sinnum, því það er heilmikill pakki og umstang í kringum hverja tónleika og ég var að reyna að vinna að nýju plötunni, hafði einangrað mig í stúdíói að mestu leyti síðasta árið til að gera það. En þegar hann hafði samband í fjórða skiptið gaf ég eftir og samþykkti að spila á tvennum tónleikum,“ segir Jökull í samtali við Albumm. Hann útskýrir síðan að Kaleo hafi fyrir tveimur árum spilað með Stones í Evrópu og segir gaman að hafa fengið tækifæri til að gera slíkt hið sama í Bandaríkjunum. Í viðtalinu fer Jökull um víðan völl og segir meðal annars að meðlimir stórsveitarinnar séu í góðu formi miðað við aldur og fyrri störf. Eins segir hann að það kæmi honum lítið á óvart ef hann sæ sveitina halda áfram að ferðast um heiminn og spila. Aðspurður segist Jökull vera meira Bítlamaður en Stones aðdáandi. Hann játar þó fúslega að Stones séu meðal stærstu rokksveita allra tíma og segir það forréttindi að fá að taka þátt í verkefnum þeirra. Kaleo vinnur nú að nýrri plötu sem væntanleg er á næsta ári. Eins og flestum Íslendingum kann að vera ljóst hefur sveitin farið mikla sigurför um heiminn á síðustu árum. Sveitin var stofnuð árið 2012 og samanstendur af þeim Jökli, Davíð Antonssyni, Daníel Kristjánssyni, Rubin Pollock og Þorleifi Gauki Davíðssyni.
Bandaríkin Kaleo Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira