Reyndi að ráðast á WNBA-systurnar með vopn í hendi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 15:00 Nneka Ogwumike með liðsfélögum sínum í Sparks liðinu. Getty/Katharine Lotze Ogwumike körfuboltasysturnar eru að gera góða hluti með Los Angeles Sparks liðinu í WNBA-deildinni í körfubolta en þær voru heppnar að öryggisverðir á síðasta leik þeirra voru vel með á nótunum. Los Angeles Sparks tryggði sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar með öruggum 92-69 sigri á Seattle Storm í Staples Center í Los Angeles. Nneka Ogwumike var með 17 stig og 6 fráköst í leiknum og var tekin í sjónvarpsviðtal eftir hann. Þegar hún var í sjónvarpsviðtali út á gólfi eftir leik þá reyndi áhorfandi að ráðast á hana með vopn í hendi. Öryggisverðir voru hins vegar vakandi og tókst að tækla hann áður en hann komst að Nneku.Scary moment at the end of the Sparks game as a fan ran onto the court towards Chiney & Nneka Ogwumike with something in his hand. #WNBApic.twitter.com/Qvw5c5xIye — Blake DuDonis (@BlakeDuDonis) September 15, 2019 „Ég veit ekki hver þetta var. Ég held bara að þetta hafi verið of ákafur áhorfandi sem missti stjórn á sér í æsingnum. Við erum með öryggisverði einmitt til að bregðast við svona aðstæðum,“ sagði Nneka Ogwumike eftir leikinn. Nneka Ogwumike var ekki ein út á gólfi því systir hennar, Chiney Ogwumike, sem spilar líka með Los Angeles Sparks liðinu stóð við hlið hennar. „Nneka var í viðtali og ég vil alltaf vera með henni því við göngum alltaf saman af velli,“ sagði Chiney Ogwumike sem sjálf var með 6 stig og 4 fráköst í leiknum. „Svo sá ég hann koma út undan mér og hann stefndi á okkur. Ég stökk fyrir hann því ég veit að hún er mikilvægari en ég fyrir liðið. Við þurfum á henni að halda. Ég held að þessi áhorfandi hafi ætlað að komast að okkur en það er í fínu lagi með okkur,“ sagði Chiney Ogwumike. Los Angeles Sparks mætir Connecticut Sun í undanúrslitunum en hinum megin mætast Washington Mystics og Las Vegas Aces.Security tackles fan at WNBA game! The fan ran on the court and was trying to get to Chiney & Nneka Ogwumike.@shaerollaepic.twitter.com/w633uPLhqe — Ballislife.com (@Ballislife) September 15, 2019 NBA Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Ogwumike körfuboltasysturnar eru að gera góða hluti með Los Angeles Sparks liðinu í WNBA-deildinni í körfubolta en þær voru heppnar að öryggisverðir á síðasta leik þeirra voru vel með á nótunum. Los Angeles Sparks tryggði sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar með öruggum 92-69 sigri á Seattle Storm í Staples Center í Los Angeles. Nneka Ogwumike var með 17 stig og 6 fráköst í leiknum og var tekin í sjónvarpsviðtal eftir hann. Þegar hún var í sjónvarpsviðtali út á gólfi eftir leik þá reyndi áhorfandi að ráðast á hana með vopn í hendi. Öryggisverðir voru hins vegar vakandi og tókst að tækla hann áður en hann komst að Nneku.Scary moment at the end of the Sparks game as a fan ran onto the court towards Chiney & Nneka Ogwumike with something in his hand. #WNBApic.twitter.com/Qvw5c5xIye — Blake DuDonis (@BlakeDuDonis) September 15, 2019 „Ég veit ekki hver þetta var. Ég held bara að þetta hafi verið of ákafur áhorfandi sem missti stjórn á sér í æsingnum. Við erum með öryggisverði einmitt til að bregðast við svona aðstæðum,“ sagði Nneka Ogwumike eftir leikinn. Nneka Ogwumike var ekki ein út á gólfi því systir hennar, Chiney Ogwumike, sem spilar líka með Los Angeles Sparks liðinu stóð við hlið hennar. „Nneka var í viðtali og ég vil alltaf vera með henni því við göngum alltaf saman af velli,“ sagði Chiney Ogwumike sem sjálf var með 6 stig og 4 fráköst í leiknum. „Svo sá ég hann koma út undan mér og hann stefndi á okkur. Ég stökk fyrir hann því ég veit að hún er mikilvægari en ég fyrir liðið. Við þurfum á henni að halda. Ég held að þessi áhorfandi hafi ætlað að komast að okkur en það er í fínu lagi með okkur,“ sagði Chiney Ogwumike. Los Angeles Sparks mætir Connecticut Sun í undanúrslitunum en hinum megin mætast Washington Mystics og Las Vegas Aces.Security tackles fan at WNBA game! The fan ran on the court and was trying to get to Chiney & Nneka Ogwumike.@shaerollaepic.twitter.com/w633uPLhqe — Ballislife.com (@Ballislife) September 15, 2019
NBA Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira