Barkley klúðraði víti í tapi Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jasper Cillessen þurfti ekki að verja vítið því Barkley hitti ekki á rammann, en það stoppaði hann ekki frá því að fagna vel
Jasper Cillessen þurfti ekki að verja vítið því Barkley hitti ekki á rammann, en það stoppaði hann ekki frá því að fagna vel vísir/getty
Frumraun Frank Lampard sem knattspyrnustjóra í Meistaradeild Evrópu endaði með tapi þegar Valencia hafði betur gegn Chelsea í kvöld.

Ross Barkley hefði getað tryggt Chelsea stig á heimavelli í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar þegar hann tók vítaspyrnu undir lok leiks Chelsea og Valencia, en Barkley setti spyrnuna yfir markið.

Willian átti gott skot að marki snemma leiks en Jasper Cillessen varði frá Brasilíumannium.

Spænsku gestirnir komust yfir á 74. mínútu þegar Rodrigo skilaði aukaspyrnu Daniel Parajeo í marknetið.

Chelsea var gefin líflína undir lokin þegar þeim var dæmd vítaspyrna eftir myndbandsdómgæslu, en Barkley setti spyrnuna yfir eins og áður segir.

Því þurfti Lampard að sætta sig við 1-0 tap í fyrsta leik sem stjóri Chelsea í Meistaradeildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira