Fjögurra króna hækkun muni ekki miklu þegar horft er á 350 prósenta álagningu Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2019 20:30 Fjármálaráðherra segir vert að skoða hvað það sé sem raunverulega þrengir að veitingageiranum. Áfengisverð er þrefalt hærra hér en í Evrópu og eru yfirvöld gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á samfélagsmiðlum í dag hvort ekki kæmi fleira til en hátt áfengisgjald þegar skýra á hátt áfengisverð á Íslandi. Samanburður hagstofu ESB á áfengisverði hefur leitt í ljós að áfengisverð á Íslandi er 168 prósentum hærra en meðaltalið í Evrópu. Eina landið sem kemst nálægt Íslandi í áfengisverði er Noregur þar sem það er 152 prósentum hærra.Áfengisverð á Íslandi er 168 prósentum yfir meðalverði í Evrópu. Eina landið sem kemst nálægt Íslandi er Noregur.Félag atvinnurekenda hefur bent á að þennan gífurlega verðmun megi rekja til mikilla skatta íslenska ríkisins á áfenga drykki. Hefur félagið gagnrýnt að í fjárlagafrumvarpi sé boðuð 2,5 prósenta hækkun á áfengisgjaldi sem og hækkun á álagningu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Ekki hefur þó verið gefið út hve álagning ÁTVR mun hækka mikið.Mynd sem Félag atvinnurekenda vann og sýnir hlut ríkisins í áfengisverði á Íslandi.FABjarni Benediktsson benti á að hann hefði keypt sér bjór á Nordica hótelinu á 1.400 krónur en sami bjór kosti 379 krónur úr ÁTVR. Það sé 370 prósent yfir smásöluverði og ekki sé bara hægt að kenna áfengisgjaldinu um.Uppsöfnuð áhrif af ýmsu „Ég hef líka verið að hugsa um það vegna þess að nú vinnur maður í miðbænum og maður tekur eftir því að margir veitingastaðir eru ýmist að loka eða skipta um eigendur og greinilega í rekstrarerfiðleikum. Þannig að maður hefur aðeins verið að hugsa um þessa hluti og nú er það þannig að áfengisgjaldið mun breytast um um það bil fjórar krónur á venjulega flösku af bjór, með virðisaukaskattsáhrifunum, við að áfengisgjaldið fylgir í humátt eftir verðlagi,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hann gerir ekki lítið úr því að gjaldið er íþyngjandi og hátt í alþjóðlegum samanburði. Reyndar hafi þó verið nýlega gerð sú breyting að hækka gjaldið en breyta virðisaukaskattinum á móti. Það eitt og sér skýri þó ekki muninn þegar áfengisgjaldið er borið saman við útsöluverð á bjór á veitingastöðum almennt. „Það eru líka viðbrögðin sem ég er að fá frá veitingageiranum. Það eru uppsöfnuð áhrif af ýmsu. Það eru miklar launahækkanir sem hafa átt sér stað á undanförnum árum, leiguverð hefur hækkað mikið, önnur launatengd gjöld eru að hafa hér áhrif og álagningin er greinilega gríðarlega mikil í þessum geira. Jafnvel þó maður tæki af áfengisgjaldinu, tíu til tuttugu prósent, þá sé ég ekki að það myndi breyta öllu varðandi útsöluverðið miðað við hvernig álagningin er.“ Áfengisgjaldið mun hækka um 2,5 prósent samkvæmt því sem boðað er í fjárlagafrumvarpinu en Bjarni segir það fylgja verðlagi. „Fyrir venjulega flösku af bjór, sem er 33 sentílítrar og með fimm prósent áfengisinnihaldi af rúmmáli, er áfengisgjaldið að fara úr 111 krónum upp í 114 krónur.“Skoða hvort hægt sé að létta undir Hann segir ríkisstjórnina ekki hafa gert tillögu um hve álagningin mun hækka mikið hjá ÁTVR en það sé ein af forsendum í fjármálaáætlun. „Að það gæti komið til slíkrar hækkunar en það hefur engin ákvörðun verið tekin um það.“ Spurður hvort tekið verði mið af þessari umræðu við slíka ákvörðun telur Bjarni fulla ástæðu til að velta þeirri spurningum upp hvernig gengur að reka veitingahús almennt á Íslandi í dag.Bjarni segir vert að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera til að létta undir með fyrirtækjum í þjónustugeiranum. Vísir/Vilhelm„Hvort það er eitthvað sem við getum gert til að létta undir með öllum þeim þjónustugeira sem er mikilvægur fyrir ferðaþjónustu og blómlegt mannlíf og öflugt atvinnulíf í smærri fyrirtækjum á Íslandi. Áfengisgjaldið er örugglega eitt af því sem hefur áhrif þar og það er tiltölulega hátt en við höfum þó verið að gera breytingar á undanförnum árum, bæði til að lækka tryggingargjald og við færðum áfengi niður í neðra virðisaukaskattsþrepið sem eru aðgerðir sem eiga að skipta máli. Þarna finnst mér að það þurfi heildstæða nálgun, að skoða hvað það er sem raunverulega er að þrengja að mönnum. Ég held að fjögurra króna hækkun á áfengisgjaldi, með virðisaukaskattsáhrifunum, á eina flösku á bjór sé ekki að fara að muna öllu þegar við maður er að horfa upp á 350 prósenta álagningu.“Höfum verið dýrasta land Evrópu Hann segir ástæðu til að fylgjast vel með verðþróun í landinu meðal annars vegna mikilvægis þess fyrir ferðaþjónustuna að geta boðið samkeppnishæf verð. „Við höfum á undanförnum árum verið eitt dýrasta land í Evrópu og það getur haft áhrif á komur ferðamanna til landsins. En það er líka spegilmynd af öðru, sem eru mikil lífskjör á Íslandi, hár kaupmáttur og tiltölulega há laun, kaupmáttur launa er hæstur á Íslandi innan OECD ríkjanna. Þannig að þetta er allt að kallast á hvað við annað. En það verður að gá að því að opinber álagning á atvinnustarfsemi sé ekki orsakavaldurinn sérstaklega.“ Áfengi og tóbak Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir vert að skoða hvað það sé sem raunverulega þrengir að veitingageiranum. Áfengisverð er þrefalt hærra hér en í Evrópu og eru yfirvöld gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á samfélagsmiðlum í dag hvort ekki kæmi fleira til en hátt áfengisgjald þegar skýra á hátt áfengisverð á Íslandi. Samanburður hagstofu ESB á áfengisverði hefur leitt í ljós að áfengisverð á Íslandi er 168 prósentum hærra en meðaltalið í Evrópu. Eina landið sem kemst nálægt Íslandi í áfengisverði er Noregur þar sem það er 152 prósentum hærra.Áfengisverð á Íslandi er 168 prósentum yfir meðalverði í Evrópu. Eina landið sem kemst nálægt Íslandi er Noregur.Félag atvinnurekenda hefur bent á að þennan gífurlega verðmun megi rekja til mikilla skatta íslenska ríkisins á áfenga drykki. Hefur félagið gagnrýnt að í fjárlagafrumvarpi sé boðuð 2,5 prósenta hækkun á áfengisgjaldi sem og hækkun á álagningu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Ekki hefur þó verið gefið út hve álagning ÁTVR mun hækka mikið.Mynd sem Félag atvinnurekenda vann og sýnir hlut ríkisins í áfengisverði á Íslandi.FABjarni Benediktsson benti á að hann hefði keypt sér bjór á Nordica hótelinu á 1.400 krónur en sami bjór kosti 379 krónur úr ÁTVR. Það sé 370 prósent yfir smásöluverði og ekki sé bara hægt að kenna áfengisgjaldinu um.Uppsöfnuð áhrif af ýmsu „Ég hef líka verið að hugsa um það vegna þess að nú vinnur maður í miðbænum og maður tekur eftir því að margir veitingastaðir eru ýmist að loka eða skipta um eigendur og greinilega í rekstrarerfiðleikum. Þannig að maður hefur aðeins verið að hugsa um þessa hluti og nú er það þannig að áfengisgjaldið mun breytast um um það bil fjórar krónur á venjulega flösku af bjór, með virðisaukaskattsáhrifunum, við að áfengisgjaldið fylgir í humátt eftir verðlagi,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hann gerir ekki lítið úr því að gjaldið er íþyngjandi og hátt í alþjóðlegum samanburði. Reyndar hafi þó verið nýlega gerð sú breyting að hækka gjaldið en breyta virðisaukaskattinum á móti. Það eitt og sér skýri þó ekki muninn þegar áfengisgjaldið er borið saman við útsöluverð á bjór á veitingastöðum almennt. „Það eru líka viðbrögðin sem ég er að fá frá veitingageiranum. Það eru uppsöfnuð áhrif af ýmsu. Það eru miklar launahækkanir sem hafa átt sér stað á undanförnum árum, leiguverð hefur hækkað mikið, önnur launatengd gjöld eru að hafa hér áhrif og álagningin er greinilega gríðarlega mikil í þessum geira. Jafnvel þó maður tæki af áfengisgjaldinu, tíu til tuttugu prósent, þá sé ég ekki að það myndi breyta öllu varðandi útsöluverðið miðað við hvernig álagningin er.“ Áfengisgjaldið mun hækka um 2,5 prósent samkvæmt því sem boðað er í fjárlagafrumvarpinu en Bjarni segir það fylgja verðlagi. „Fyrir venjulega flösku af bjór, sem er 33 sentílítrar og með fimm prósent áfengisinnihaldi af rúmmáli, er áfengisgjaldið að fara úr 111 krónum upp í 114 krónur.“Skoða hvort hægt sé að létta undir Hann segir ríkisstjórnina ekki hafa gert tillögu um hve álagningin mun hækka mikið hjá ÁTVR en það sé ein af forsendum í fjármálaáætlun. „Að það gæti komið til slíkrar hækkunar en það hefur engin ákvörðun verið tekin um það.“ Spurður hvort tekið verði mið af þessari umræðu við slíka ákvörðun telur Bjarni fulla ástæðu til að velta þeirri spurningum upp hvernig gengur að reka veitingahús almennt á Íslandi í dag.Bjarni segir vert að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera til að létta undir með fyrirtækjum í þjónustugeiranum. Vísir/Vilhelm„Hvort það er eitthvað sem við getum gert til að létta undir með öllum þeim þjónustugeira sem er mikilvægur fyrir ferðaþjónustu og blómlegt mannlíf og öflugt atvinnulíf í smærri fyrirtækjum á Íslandi. Áfengisgjaldið er örugglega eitt af því sem hefur áhrif þar og það er tiltölulega hátt en við höfum þó verið að gera breytingar á undanförnum árum, bæði til að lækka tryggingargjald og við færðum áfengi niður í neðra virðisaukaskattsþrepið sem eru aðgerðir sem eiga að skipta máli. Þarna finnst mér að það þurfi heildstæða nálgun, að skoða hvað það er sem raunverulega er að þrengja að mönnum. Ég held að fjögurra króna hækkun á áfengisgjaldi, með virðisaukaskattsáhrifunum, á eina flösku á bjór sé ekki að fara að muna öllu þegar við maður er að horfa upp á 350 prósenta álagningu.“Höfum verið dýrasta land Evrópu Hann segir ástæðu til að fylgjast vel með verðþróun í landinu meðal annars vegna mikilvægis þess fyrir ferðaþjónustuna að geta boðið samkeppnishæf verð. „Við höfum á undanförnum árum verið eitt dýrasta land í Evrópu og það getur haft áhrif á komur ferðamanna til landsins. En það er líka spegilmynd af öðru, sem eru mikil lífskjör á Íslandi, hár kaupmáttur og tiltölulega há laun, kaupmáttur launa er hæstur á Íslandi innan OECD ríkjanna. Þannig að þetta er allt að kallast á hvað við annað. En það verður að gá að því að opinber álagning á atvinnustarfsemi sé ekki orsakavaldurinn sérstaklega.“
Áfengi og tóbak Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24