Vonarglæta í vonleysinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. september 2019 08:00 Útþensla ríkisvaldsins á undanförnum árum er áfellisdómur yfir þeim sem haldið hafa um stjórnartaumana. Ríkisútgjöldin aukast ár frá ári, reglugerðir margfaldast og eftirlitsstofnanir þenjast út. Á sama tíma hafa opinberir starfsmenn leitt launaþróun á vinnumarkaði. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þetta helstu mælikvarðarnir á árangur þeirra stjórnmálamanna sem tala fyrir öflugu atvinnulífi. Þróunin á síðustu árum vekur óhjákvæmilega spurningar um hvort forysta flokksins sem talar hvað mest um markaðsfrelsi og minni ríkisafskipti hafi burði til að þess að glíma við stjórnkerfið. Kerfið er hannað til þess að þenjast út vegna þess að það grundvallast á því að ávinningur dreifist á fáa en kostnaður á marga. Kostnaðurinn við fyrirhugaðar niðurgreiðslur á einkareknum fjölmiðlarekstri mun kannski nema um 1.500 krónum á hvern landsmann. Það tekur því varla að kynna sér áformin og hvað þá andæfa þeim. Ávinningurinn fyrir hvern fjölmiðil nemur hins vegar allt að 50 milljónum króna. Kemur því ekki á óvart að sumir fjölmiðlar hafi notað vettvanginn sem þeir hafa til að mála dökka mynd af stöðu íslenskrar fjölmiðlunar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Þrýstingurinn kemur úr öllum áttum, bæði frá ríkisstofnunum og atvinnulífinu. Hönnunargalli kerfisins leiðir til þess að allir reyna að lifa á kostnað annarra. Því er stærsta pólitíska prófraun þeirra stjórnmálamanna, sem vilja stuðla að öflugu atvinnulífi, sú að spyrna á móti öllum þeim kröftum sem verka í áttina að auknum umsvifum ríkisins. Það er heljarinnar prófraun sem krefst staðfestu og leiðtogahæfni. Á síðustu árum hefur enginn staðist þessa prófraun sem er grafalvarlegt í ljósi þess að sífellt erfiðara verður að snúa þróuninni við. En í vonleysinu er ein vonarglæta og hana má finna í Íslandspósti þar sem nýr forstjóri er í meiriháttar tiltekt. Þar hefur 12 prósentum starfsmanna verið sagt upp og óskyldur rekstur settur í sölu. Forstjórinn virðist starfa eftir allt öðrum lögmálum en hinir ríkisforstjórarnir og má ætla að hann hafi fengið skýr tilmæli frá ráðherra um að hagræða í rekstrinum. Líklega voru þau skýrari en tilmæli stjórnvalda um launakjör æðstu stjórnenda sem stjórnir ríkisfyrirtækja hafa hunsað. Hvort Íslandspóstur verði fordæmi eða einsdæmi á hins vegar eftir að koma í ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Útþensla ríkisvaldsins á undanförnum árum er áfellisdómur yfir þeim sem haldið hafa um stjórnartaumana. Ríkisútgjöldin aukast ár frá ári, reglugerðir margfaldast og eftirlitsstofnanir þenjast út. Á sama tíma hafa opinberir starfsmenn leitt launaþróun á vinnumarkaði. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þetta helstu mælikvarðarnir á árangur þeirra stjórnmálamanna sem tala fyrir öflugu atvinnulífi. Þróunin á síðustu árum vekur óhjákvæmilega spurningar um hvort forysta flokksins sem talar hvað mest um markaðsfrelsi og minni ríkisafskipti hafi burði til að þess að glíma við stjórnkerfið. Kerfið er hannað til þess að þenjast út vegna þess að það grundvallast á því að ávinningur dreifist á fáa en kostnaður á marga. Kostnaðurinn við fyrirhugaðar niðurgreiðslur á einkareknum fjölmiðlarekstri mun kannski nema um 1.500 krónum á hvern landsmann. Það tekur því varla að kynna sér áformin og hvað þá andæfa þeim. Ávinningurinn fyrir hvern fjölmiðil nemur hins vegar allt að 50 milljónum króna. Kemur því ekki á óvart að sumir fjölmiðlar hafi notað vettvanginn sem þeir hafa til að mála dökka mynd af stöðu íslenskrar fjölmiðlunar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Þrýstingurinn kemur úr öllum áttum, bæði frá ríkisstofnunum og atvinnulífinu. Hönnunargalli kerfisins leiðir til þess að allir reyna að lifa á kostnað annarra. Því er stærsta pólitíska prófraun þeirra stjórnmálamanna, sem vilja stuðla að öflugu atvinnulífi, sú að spyrna á móti öllum þeim kröftum sem verka í áttina að auknum umsvifum ríkisins. Það er heljarinnar prófraun sem krefst staðfestu og leiðtogahæfni. Á síðustu árum hefur enginn staðist þessa prófraun sem er grafalvarlegt í ljósi þess að sífellt erfiðara verður að snúa þróuninni við. En í vonleysinu er ein vonarglæta og hana má finna í Íslandspósti þar sem nýr forstjóri er í meiriháttar tiltekt. Þar hefur 12 prósentum starfsmanna verið sagt upp og óskyldur rekstur settur í sölu. Forstjórinn virðist starfa eftir allt öðrum lögmálum en hinir ríkisforstjórarnir og má ætla að hann hafi fengið skýr tilmæli frá ráðherra um að hagræða í rekstrinum. Líklega voru þau skýrari en tilmæli stjórnvalda um launakjör æðstu stjórnenda sem stjórnir ríkisfyrirtækja hafa hunsað. Hvort Íslandspóstur verði fordæmi eða einsdæmi á hins vegar eftir að koma í ljós.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun