Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2019 09:02 Vilhjálmur Árnason segir togstreituna í lögreglunni lúta að fleiri þáttum en bíla- og búningamálum. Hún hafi verið viðvarandi í töluverðan tíma. FBL/Anton brink Vilhjálmur Árnason, fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. Ólgan innan lögreglunnar hafi lengi fengið að byggjast upp þannig að lögreglumenn, sem séu „seinþreyttir til vandræða,“ geti ekki lengur setið á sér. Haraldur Johannessen hafi gegnt stöðunni í rúma tvo áratugi og eðlilegt væri ef skipunartími ríkislögreglustjóra væri takmarkaður, eins og á við um marga aðra háttasetta embættismenn ríkissins. „Ég get alveg sagt það að mikið af þessu sem er til umræðu núna, sem tengist innra skipulagi lögreglunnar og svo starfsmannamálum innan ríkislögreglustjóraembættisins, það hefur verið togstreita um þetta í töluverðan tíma,“ segir Vilhjálmur, sem var lögreglumaður á árunum 2004 til 2013, í samtali við Bítið í morgun. Sú togstreita sé nú að koma upp á yfirborðið, þó svo að Vilhjálmur segist ekki upplifa vendingarnar sem valdabaráttu. Persónur og leikendur virðist ekki vera að sækjast eftir ákveðnum embættum. Deilurnar snúist frekar um skipulag lögregluembættanna. Fleira komið þó til en óánægja með fyrirkomulag búninga- og bílamála, sem hefur verið fyrirferðamikið í fjölmiðlum. „Það eru tölvumálin, það er hversu víðtæk aðstoð sérsveitarinnar er við önnur embætti heldur en hér á höfuðborgarsvæðinu og annað slíkt,“ segir Vilhjálmur.Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, fundaði með dómsmálaráðherra á mánudag um stöðuna innan lögreglunnar.Vísir/vilhelmTímatakmörk eðlileg Hann undirstrikar að þessi togstreita hafi fengið að grassera lengi - „og ég er ekkert endilega viss um að það sé hægt að klára hana með þeim leikendum sem eru núna,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um hvort þetta þýði að þingmaðurinn vilji að Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, víki úr embætti segir Vilhjálmur: „Þegar togstreitan hefur verið að byggjast upp í svona langan tíma að þá þætti mér það ekki óeðlilegt,“ og bætir við að Haraldur hafi gegnt embætti ríkislögreglustjóra í 22 ár. Það sé langur tími í jafn valdamiklum stól og segir Vilhjálmur að sér þætti eðlilegt að einhver takmörk yrðu sett á skipunartíma ríkislögreglustjóra. Hann er skipaður til fimm ára í senn og segir þingmaðurinn að sér þættu tvö tímabil hæfileg, 10 ár í það heila. Sambærilegar takmarkanir eigi við um skipunartíma annarra embættismanna ríkisins, eins og Þjóðleikhús- og Seðlabankastjóra. Vilhjálmur segist geta hugsað sér að beita sér fyrir slíku í tilfelli ríkislögreglustjóra, hafi dómsmálaráðuneytið ekki sjálft frumkvæði að því. Vilhjálmur vill þó ekki benda til einhvers eins „vendipunktar“ sem geti skýrt togstreituna innan lögreglunnar. Óánægjan hafi smám saman aukist í gegnum árin. Hann segir að þrátt fyrir ólguna verði það ekki tekið af Haraldi að hann hafi verið í framlínu lögreglunnar, embættis sem hefur notið mikils trausts almennings á undanförnum árum. Viðtalið við Vilhjálm má nálgast í heild hér að neðan. Bítið Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. Ólgan innan lögreglunnar hafi lengi fengið að byggjast upp þannig að lögreglumenn, sem séu „seinþreyttir til vandræða,“ geti ekki lengur setið á sér. Haraldur Johannessen hafi gegnt stöðunni í rúma tvo áratugi og eðlilegt væri ef skipunartími ríkislögreglustjóra væri takmarkaður, eins og á við um marga aðra háttasetta embættismenn ríkissins. „Ég get alveg sagt það að mikið af þessu sem er til umræðu núna, sem tengist innra skipulagi lögreglunnar og svo starfsmannamálum innan ríkislögreglustjóraembættisins, það hefur verið togstreita um þetta í töluverðan tíma,“ segir Vilhjálmur, sem var lögreglumaður á árunum 2004 til 2013, í samtali við Bítið í morgun. Sú togstreita sé nú að koma upp á yfirborðið, þó svo að Vilhjálmur segist ekki upplifa vendingarnar sem valdabaráttu. Persónur og leikendur virðist ekki vera að sækjast eftir ákveðnum embættum. Deilurnar snúist frekar um skipulag lögregluembættanna. Fleira komið þó til en óánægja með fyrirkomulag búninga- og bílamála, sem hefur verið fyrirferðamikið í fjölmiðlum. „Það eru tölvumálin, það er hversu víðtæk aðstoð sérsveitarinnar er við önnur embætti heldur en hér á höfuðborgarsvæðinu og annað slíkt,“ segir Vilhjálmur.Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, fundaði með dómsmálaráðherra á mánudag um stöðuna innan lögreglunnar.Vísir/vilhelmTímatakmörk eðlileg Hann undirstrikar að þessi togstreita hafi fengið að grassera lengi - „og ég er ekkert endilega viss um að það sé hægt að klára hana með þeim leikendum sem eru núna,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um hvort þetta þýði að þingmaðurinn vilji að Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, víki úr embætti segir Vilhjálmur: „Þegar togstreitan hefur verið að byggjast upp í svona langan tíma að þá þætti mér það ekki óeðlilegt,“ og bætir við að Haraldur hafi gegnt embætti ríkislögreglustjóra í 22 ár. Það sé langur tími í jafn valdamiklum stól og segir Vilhjálmur að sér þætti eðlilegt að einhver takmörk yrðu sett á skipunartíma ríkislögreglustjóra. Hann er skipaður til fimm ára í senn og segir þingmaðurinn að sér þættu tvö tímabil hæfileg, 10 ár í það heila. Sambærilegar takmarkanir eigi við um skipunartíma annarra embættismanna ríkisins, eins og Þjóðleikhús- og Seðlabankastjóra. Vilhjálmur segist geta hugsað sér að beita sér fyrir slíku í tilfelli ríkislögreglustjóra, hafi dómsmálaráðuneytið ekki sjálft frumkvæði að því. Vilhjálmur vill þó ekki benda til einhvers eins „vendipunktar“ sem geti skýrt togstreituna innan lögreglunnar. Óánægjan hafi smám saman aukist í gegnum árin. Hann segir að þrátt fyrir ólguna verði það ekki tekið af Haraldi að hann hafi verið í framlínu lögreglunnar, embættis sem hefur notið mikils trausts almennings á undanförnum árum. Viðtalið við Vilhjálm má nálgast í heild hér að neðan.
Bítið Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46