Auðvelt hjá City í Úkraínu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. september 2019 20:45 vísir/getty Manchester City byrjaði nýtt tímabil í Meistaradeild Evrópu á þægilegum útisigri á Shakhtar Donetsk. Riyad Mahrez kom Manchester City yfir á 24. mínútu leiksins þegar hann fylgdi eftir stangarskoti Ilkay Gundogan. Gundogan tókst svo að skora sjálfur þegar líða tók á hálfeikinn og Mahrez lagði upp fyrir félaga sinn til þess að þakka fyrir fyrsta markið. Snemma í seinni hálfleik var Gundogan hársbreidd frá því að bæta öðru marki sínu við en Andriy Pyatov varði. Donetsk náði ekki að hreinsa, boltinn féll fyrir Raheem Sterling sem setti hann í stöngina. Eftir klukkutíma leik kom City boltanum í markið en það var dæmt af vegna rangstöðu. Þriðja markið kom loks á 76. mínútu þegar Gabriel Jesus náði að koma boltanum löglega í netið. Leiknum lauk með þægilegum 3-0 sigri Englandsmeistaranna sem fara vel af stað í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu
Manchester City byrjaði nýtt tímabil í Meistaradeild Evrópu á þægilegum útisigri á Shakhtar Donetsk. Riyad Mahrez kom Manchester City yfir á 24. mínútu leiksins þegar hann fylgdi eftir stangarskoti Ilkay Gundogan. Gundogan tókst svo að skora sjálfur þegar líða tók á hálfeikinn og Mahrez lagði upp fyrir félaga sinn til þess að þakka fyrir fyrsta markið. Snemma í seinni hálfleik var Gundogan hársbreidd frá því að bæta öðru marki sínu við en Andriy Pyatov varði. Donetsk náði ekki að hreinsa, boltinn féll fyrir Raheem Sterling sem setti hann í stöngina. Eftir klukkutíma leik kom City boltanum í markið en það var dæmt af vegna rangstöðu. Þriðja markið kom loks á 76. mínútu þegar Gabriel Jesus náði að koma boltanum löglega í netið. Leiknum lauk með þægilegum 3-0 sigri Englandsmeistaranna sem fara vel af stað í Meistaradeildinni.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti