Flugbíllinn sem aldrei kom Inga Rún Sigurðardóttir skrifar 19. september 2019 09:15 Jökull Sólberg Auðunsson notar rafhjól mikið. Fréttablaðið/Ernir Síðustu vikur virðist hafa verið rætt enn meira en venjulega um umferðina og meðfylgjandi teppur. Er umferðin að þyngjast? „Já, hún er að þyngjast og þjóðfélagið er að stækka. Það er búinn að vera uppgangur í þjóðfélaginu og hagsveiflur og innflutningur á bílum helst í hendur. Fjöldi bíla á heimili er að aukast,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson, ráðgjafi hjá Parallel ráðgjöf, sem sjálfur er mikill áhugamaður um rafhjól og hjólar gjarnan um á einu slíku. „Það voru gerð umferðarlíkön og lögð að grundvelli borgarlínu fyrir nokkrum árum sem spáðu þessu. Við erum að nálgast milljón ferðir á dag á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jökull og bætir við að umferðarþunginn ætti ekki að koma okkur á óvart.Háværar raddir vilja skyndilausnir „Við erum ekki undirbúin hvað varðar pirring og núning í þjóðfélaginu þegar þetta raungerist. Við höfum vitað að það stefnir í þetta en núna eru raddirnar orðnar háværar sem vilja bara skyndilausnir. Skipulagsfólk veit að það er ekki í boði þannig að þetta verður erfitt, það er ekki hægt að bjóða upp á einhverjar skyndilausnir nema kannski varðandi rafhjólin. Á höfuðborgarsvæðinu hafa jaðarsveitarfélögin verið að stækka. Það er bara nýbúið að snúa þessu við og farið að þétta byggð. Það var óvinsæl aðgerð en í samhenginu við umferðarteppurnar sést hver pælingin á bak við það er; að koma í veg fyrir ferðaþörf.“ Það eru áreiðanlega einhverjir sem dreymir um að vera einn af þeim sem bruna fram hjá á hjóli þegar setið er við stýrið og silast áfram í umferðarteppu.Vilt bara komast leiðar þinnar Bíllinn er lúxusumhverfi, segir Jökull, og það er vissulega þægilegt að sitja inni í honum með miðstöðina í gangi. „Sætin í bílum eru hönnuð til að sitja lengi í þeim. Nýjustu bílarnir verða bara flottari og flottari; þú ert kominn með betra hljómflutningskerfi en heima hjá þér. Ef þú ert að verða seinn, þá skiptir ekkert af þessu máli. Þá er þér alveg sama um hljómflutningskerfið og öll þessi þægindi, þú vilt bara komast leiðar þinnar.“ Rafhjólið lítur vel út sem samgöngutæki þegar rýnt er í ferðaþarfirnar. „Er ekki besta farartækið það sem kemur þér frá A til B og þú ert ekki í umferð? Svona hlutir breytast hratt þegar ferðatíminn er kominn úr 15 mínútum í kannski 50 mínútur. Þá lítur rafhjólið betur og betur út,“ segir Jökull sem lítur á rafhjól í raun frekar sem betri bíl heldur en betra hjól. Hann segir rafhjól geta keppt við bíl númer tvö á heimilum og að fleiri heimili ættu að geta litið á þetta sem samgöngukost.Hvað myndi gerast hér ef bíll númer tvö færi út? „Ferðavenjur myndu breytast gríðarlega. Við erum með á milli 4-5 ferðir á dag á íbúa á Reykjavíkursvæðinu. Við megum ekki fara ofar en það; það má ekki gerast því við erum nú þegar að takast á við fólksfjölgun og uppsveiflu í efnahag,“ segir hann og útskýrir að umhverfismálin liggi til grundvallar þessu öllu. Umhverfismál eru grunnurinn „Fólk er ekki að tala sama tungumálið varðandi skipulag nema það sé sammála um umhverfismálin. Umhverfismálin eru þannig að við verðum að draga úr umferð. Það er engin útgáfa af planinu um orkuskipti sem mun nægja. Það skiptir ekki máli þó ríkið myndi liggur við gefa rafmagnsbíla, við myndum ekki ná að velta bílaflotanum það hratt að við náum Parísarskuldbindingunum okkar,“ segir hann. Nauðsynlegt er því að draga úr umferð, sama hversu vel gangi í orkuskiptunum en skattaendurgreiðslur vegna rafbíla árið 2018 námu 3.035 milljónum króna.„Ef fólk er sammála þessu og sammála Parísarsamkomulaginu og að við eigum að reyna að standast okkar skuldbindingar þar, þá lítur þetta allt öðruvísi út. Ef þú ert pirraður undir stýri í umferðinni, þá finnst þér sjálfsagt að stilla til umferðarljósin, sjálfsagt að það komi göngubrú og að greiða fyrir flæði og leysa hnúta. En ef þú ert sammála því að það þurfi að draga úr umferð, þá hugsar maður allt öðruvísi um allar umferðarhvetjandi framkvæmdir,“ segir Jökull og útskýrir að fólk vilji ekki heyra þetta. „Við þurfum að draga úr umferð og ég velti fyrir mér hversu langt við eigum að ganga í því. Er þetta ekki númer eitt, tvö og þrjú ef við erum að hugsa um umhverfismálin?“ Hann segir að umhverfismálin séu farin að valda mörgum kvíða og sjálfur hafi hann hætt í fyrra starfi meðal annars vegna þess að í því þurfti hann að fljúga mikið.Lítill mótor fyrir stuttar ferðir Í framtíðarmyndum eru það oftar en ekki fljúgandi bílarnir sem eru mest áberandi í umferðinni. Þeir eru ekki á teikniborðinu enn en næsta byltingin í samgöngum virðist vera rafhjólin sem koma í staðinn fyrir flugbílana og sömuleiðis rafhlaupahjól og jafnvel rafhjólabretti. „Fólk er að nota litla mótora. Lítill mótor er nóg fyrir stuttar ferðir. Ef þú ferð lengri ferðir ferðu bara í stærri mótora. Algengustu tækin í dag eru reiðhjól B og C, reiðhjól B er hjól með 250 W mótor sem aðstoðar þig þegar þú stígur á pedalana. Langflest rafhjól sem eru til sölu sem líta út fyrir að vera venjuleg hjól eru í þeim flokki. Svo er C, þar koma hlaupahjólin inn, þau eru ekki lögleg á götum. Í Noregi er búið að lækka hámarkshraðann á þeim úr 25 í 20. Það er ákveðinn núningur af þeim,“ segir Jökull, sem kallar þetta byrjunarörðugleika. Hann hefur sjálfur skoðað það sem kallast örflæði, sem er einmitt þetta, að fyrir styttri ferðir sé mótor á stærð við hnefa nóg fyrir flestar ferðir.Það er hægt að brjóta þetta hjól saman og taka með sér inn í strætó.fbl/ernirÞetta snýst ekki síst um að fækka stuttu ferðunum sem er auðveldara að gera á rafhjóli en hlutfall stuttra ferða er hátt. „Í Bandaríkjunum er tölfræðin þannig að tveir þriðju af ferðum eru undir 10 kílómetrar í bíl. Margar bílferðir eru stuttar og þessar styttri ferðir eru markaðurinn fyrir örflæði,“ segir Jökull en þetta lítur svipað út hér á landi. Þó að rafhjól séu umhverfisvæn og fólk hreyfi sig meira en í bíl selur Jökull ekki hugmyndina út frá þessum forsendum. „Þetta er bara betri bíll og svo skemmtilegt. Hugsjón hjálpar en það þarf að fókusa á ferðaþarfir fólks. Þá ertu farinn að tala öðru máli í þessum pirringi í umferðinni,“ segir Jökull og bætir við að þetta snúist ekki um að það sé verið að taka bílinn af fólki heldur koma með eitthvað betra.„Ég ætla ekki að troða þér í strætó eða borgarlínu, ég er bara að segja, það er hérna nýr möguleiki sem alltof fáir átta sig á, sem er lítill mótor fyrir lítið tæki.“ Fólk vill eigið samgöngutæki Fólk vill almennt ekki láta stjórna sér of mikið. „Það vill persónulegar samgöngur. Ég skil alveg fólk sem vill ekki leigja íbúðina sína á Airbnb og horfir á kvikmyndir heima hjá sér frekar en að fara í bíó. Það vill vera með sitt eigið samgöngutæki. Ég held að rafhjól sé ótrúlega íslenskt. Ég held þetta eigi eftir að verða stórt á Íslandi. Ég held að borgin verði rafhjólaborg og við verðum leiðandi í þessu,“ segir hann en hlutdeild ferða á hjóli er komin upp í 8 prósent samkvæmt ferðavenjukönnunum. „Ég held að rafvæðingin og hjólastígavæðingin eigi eftir að spila saman og auka hlutdeild hjóla enn meira. Þetta spilar saman með borgarlínu líka. Þú getur farið á hjóli og hent því inn í borgarlínu til að taka einhvern stóran ás til að fara á milli sveitarfélaga. Borgarlína er langtímaprógramm en við erum komin með vísi að framtíðarskipulagi sem er hagkvæmara. Fólk er með miklar væntingar um að þetta gangi allt saman upp einn, tveir og tíu.“ Rafhjólin eru eitthvað sem hægt er að notfæra sér núna. Skírskotunin fyrir rafhjól er svo miklu víðari en fyrir hefðbundin reiðhjól, segir Jökull. „Hjól er svo mikið – hraustur karlmaður fer í vinnuna – sem vill fá sturtu og er ekkert að spá í að greiða sér eða mála sig. Mótorinn er jafnari og gjörbreytir tækinu; þú ert kominn með hitt kynið í miklu meira mæli og líka stærra aldursbil og fleiri hópa. Jafnvel fatlað fólk; fólk sem er með fötlun þar sem það á erfitt með að ganga en auðvelt með að hjóla á rafhjóli,“ segir hann en ef það dregur úr umferð skapast meira pláss fyrir fatlað fólk og þarfir þess í umferðinni. Fjölskyldubíllinn og snattbíllinn Hann vill alveg standa vörð um fjölskyldubílinn. „Hann er flott konsept og kannski á borgin að vera hönnuð fyrir hann líka,“ segir Jökull sem vill frekar losna við „snattbílinn“. Hann segir að rafburðarhjól geti verið góður valkostur í því, hjól sem er með sæti fyrir tvö börn og pláss fyrir innkaupin. Hann segir rafhjól geta líka verið frelsandi fyrir unglinga. Núna hafa verið margar fréttir af unglingum, sem fara hratt á vespum, sem hefur valdið ákveðnum núningi á stígum. „Mér finnst að unglingamenning eigi að vera svolítið óþægileg. Ef unglingamenningin okkar leiðir til þess að fleiri krakkar nenni ekki að fá sér bílpróf og verði búin að kynnast þarna tveggja hjóla fararmáta, þá er púkinn í mér alveg sáttur við það.“Samanbrjótanlegt rafhjól, sem voru fáanleg í IKEA.Sófasett á hjólum Sævar Helgi Bragason fékk sér rafhjól fyrir um mánuði og hefur heillast af þessum samgöngumáta. Hann segir bílferðunum hafa fækkað hressilega og að hjólið geri hann hamingjusaman. Sævar hefur notað rafhjólið í öllum veðrum og vindum og er heillaður af þessum samgöngumáta. „Nú hefur maður eiginlega enga afsökun til að nota bílinn lengur, sérstaklega í styttri ferðir. Þetta hefur fækkað bílferðunum mjög hressilega. Maður kýs frekar hjólið. Það að hjóla gerir mig persónulega hamingjusaman. Ég nýt þess miklu betur að vera úti þegar mér líður vel og finn fyrir náttúruöflunum og skora þau á hólm í leiðinni. Það gerir maður með því að klæða sig vel. Veður er engin afsökun og brekkur ekki heldur þegar maður er kominn á rafhjól og í góð föt,“ segir hann. „Margir Íslendingar hugsa um hjól sem líkamsræktartæki en þegar maður hættir að gera það og fer að hugsa um það sem samgöngutæki, þá leitar maður bara í líkamsræktina annars staðar. Þar fyrir utan sýna rannsóknir að fólk sem á rafhjól notar þau meira og fær þar af leiðandi jafn mikla og jafnvel meiri hreyfingu út úr því en fólk sem fer í líkamsrækt eða er á venjulegu hjóli. Ef maður vill komast á meiri hraða en þessi 25 km/klst. sem hjólið slær út á þá fær maður heldur betur góða hreyfingu,“ segir Sævar sem getur ekki mælt nógsamlega með því að fólk prófi rafhjól.Sævar Helgi Bragason.Vísir/Baldur„Til dæmis ef fólk er í þeim hugleiðingum að kaupa sér annan bíl, þá frekar að sleppa því og fjárfesta í einu eða tveimur góðum rafhjólum. Þá ertu á grænni grein og farinn að breyta ferðavenjum í takt við heilsu, fjárhag og umhverfi,“ segir Sævar sem er ekki að tala um að sleppa því að nota bíl í allar ferðir og segir sjálfsagt að nota bíl til að fara lengri vegalengdir og út fyrir bæinn ef þarf. Hann hjólaði áður á venjulegu hjóli. „Ég er búinn að stytta ferðatímann um að minnsta kosti tíu mínútur og er ekki lengur löðrandi sveittur og þarf á sturtu að halda þegar ég kem á áfangastað því þetta er minni áreynsla,“ segir hann og minnir á að þetta sé einmitt það sem fólk veigri sér oft við varðandi hjólreiðaErum svolítið löt „Svo er eitt sem má aldrei segja; við erum svolítið löt þegar öllu er á botninn hvolft og nennum ekki að prófa aðra hluti. Ég var alveg sjálfur þar,“ segir Sævar sem skorti ekki afsakanir á borð við, „æ það er rigning“, eða „það er svo kalt úti“ þegar hann vaknaði á morgnana og ætlaði að fara að hjóla. „Svo þegar maður hættir að nota þetta sófasett á hjólum sem bíllinn er og ákveður að skora náttúruöflin á hólm, þá líður manni miklu betur,“ segir Sævar sem veit ekkert leiðinlegra en að hanga inni í bíl í umferð sem silast áfram. „Það veldur mér streitu, kvíða, stressi og pirringi. Það er best í heimi að byrja daginn á hreyfingu. Þetta hefur bara góð áhrif og hlýtur að vera framtíðin hjá mörgum í samgöngumálum. Þetta er loftslagsvænasta, umhverfisvænasta og heilsusamlegasta leið, bæði andlega og líkamlega, sem þú getur valið til að ferðast á milli staða. Og að sjálfsögðu á maður að velja það sem er best fyrir budduna í leiðinni. Það er miklu ódýrara að reka rafhjól og hjól en nokkurn tímann bensínknúið sófasett á hjólum. Ég skora á fólk að prófa; það versta sem þú gætir komist að er að þetta er æðislegt og þú vildir ekki gera neitt annað.“ Við erum teppan Umferðarhnúturinn er að herðast. „Sú staðreynd að umferðarteppurnar séu að aukast er engum öðrum að kenna en okkur öllum sem erum ein í bíl því við búum umferðarteppurnar til,“ segir Sævar sem lítur sérstaklega til þeirra sem eru í framhaldsskóla og háskóla að nota aðrar leiðir til að ferðast til og frá. Hann segir okkur hafa verið að „búa til samfélag þar sem við reynum að hafa allt eins auðvelt og einfalt og hægt er en það gerir okkur þvert á móti ekki hamingjusamari, heldur latari. Við þurfum stundum að herða okkur. Við vitum að það gerir okkur gott að reyna á okkur, við gerum það engan veginn nóg þar sem við keyrum um allar trissur. Þegar við erfiðum fáum við meira út úr því líka og við verðum ánægðari og hamingjusamari með lífið þegar við höfum aðeins fyrir hlutunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Skipulag Tækni Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Síðustu vikur virðist hafa verið rætt enn meira en venjulega um umferðina og meðfylgjandi teppur. Er umferðin að þyngjast? „Já, hún er að þyngjast og þjóðfélagið er að stækka. Það er búinn að vera uppgangur í þjóðfélaginu og hagsveiflur og innflutningur á bílum helst í hendur. Fjöldi bíla á heimili er að aukast,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson, ráðgjafi hjá Parallel ráðgjöf, sem sjálfur er mikill áhugamaður um rafhjól og hjólar gjarnan um á einu slíku. „Það voru gerð umferðarlíkön og lögð að grundvelli borgarlínu fyrir nokkrum árum sem spáðu þessu. Við erum að nálgast milljón ferðir á dag á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jökull og bætir við að umferðarþunginn ætti ekki að koma okkur á óvart.Háværar raddir vilja skyndilausnir „Við erum ekki undirbúin hvað varðar pirring og núning í þjóðfélaginu þegar þetta raungerist. Við höfum vitað að það stefnir í þetta en núna eru raddirnar orðnar háværar sem vilja bara skyndilausnir. Skipulagsfólk veit að það er ekki í boði þannig að þetta verður erfitt, það er ekki hægt að bjóða upp á einhverjar skyndilausnir nema kannski varðandi rafhjólin. Á höfuðborgarsvæðinu hafa jaðarsveitarfélögin verið að stækka. Það er bara nýbúið að snúa þessu við og farið að þétta byggð. Það var óvinsæl aðgerð en í samhenginu við umferðarteppurnar sést hver pælingin á bak við það er; að koma í veg fyrir ferðaþörf.“ Það eru áreiðanlega einhverjir sem dreymir um að vera einn af þeim sem bruna fram hjá á hjóli þegar setið er við stýrið og silast áfram í umferðarteppu.Vilt bara komast leiðar þinnar Bíllinn er lúxusumhverfi, segir Jökull, og það er vissulega þægilegt að sitja inni í honum með miðstöðina í gangi. „Sætin í bílum eru hönnuð til að sitja lengi í þeim. Nýjustu bílarnir verða bara flottari og flottari; þú ert kominn með betra hljómflutningskerfi en heima hjá þér. Ef þú ert að verða seinn, þá skiptir ekkert af þessu máli. Þá er þér alveg sama um hljómflutningskerfið og öll þessi þægindi, þú vilt bara komast leiðar þinnar.“ Rafhjólið lítur vel út sem samgöngutæki þegar rýnt er í ferðaþarfirnar. „Er ekki besta farartækið það sem kemur þér frá A til B og þú ert ekki í umferð? Svona hlutir breytast hratt þegar ferðatíminn er kominn úr 15 mínútum í kannski 50 mínútur. Þá lítur rafhjólið betur og betur út,“ segir Jökull sem lítur á rafhjól í raun frekar sem betri bíl heldur en betra hjól. Hann segir rafhjól geta keppt við bíl númer tvö á heimilum og að fleiri heimili ættu að geta litið á þetta sem samgöngukost.Hvað myndi gerast hér ef bíll númer tvö færi út? „Ferðavenjur myndu breytast gríðarlega. Við erum með á milli 4-5 ferðir á dag á íbúa á Reykjavíkursvæðinu. Við megum ekki fara ofar en það; það má ekki gerast því við erum nú þegar að takast á við fólksfjölgun og uppsveiflu í efnahag,“ segir hann og útskýrir að umhverfismálin liggi til grundvallar þessu öllu. Umhverfismál eru grunnurinn „Fólk er ekki að tala sama tungumálið varðandi skipulag nema það sé sammála um umhverfismálin. Umhverfismálin eru þannig að við verðum að draga úr umferð. Það er engin útgáfa af planinu um orkuskipti sem mun nægja. Það skiptir ekki máli þó ríkið myndi liggur við gefa rafmagnsbíla, við myndum ekki ná að velta bílaflotanum það hratt að við náum Parísarskuldbindingunum okkar,“ segir hann. Nauðsynlegt er því að draga úr umferð, sama hversu vel gangi í orkuskiptunum en skattaendurgreiðslur vegna rafbíla árið 2018 námu 3.035 milljónum króna.„Ef fólk er sammála þessu og sammála Parísarsamkomulaginu og að við eigum að reyna að standast okkar skuldbindingar þar, þá lítur þetta allt öðruvísi út. Ef þú ert pirraður undir stýri í umferðinni, þá finnst þér sjálfsagt að stilla til umferðarljósin, sjálfsagt að það komi göngubrú og að greiða fyrir flæði og leysa hnúta. En ef þú ert sammála því að það þurfi að draga úr umferð, þá hugsar maður allt öðruvísi um allar umferðarhvetjandi framkvæmdir,“ segir Jökull og útskýrir að fólk vilji ekki heyra þetta. „Við þurfum að draga úr umferð og ég velti fyrir mér hversu langt við eigum að ganga í því. Er þetta ekki númer eitt, tvö og þrjú ef við erum að hugsa um umhverfismálin?“ Hann segir að umhverfismálin séu farin að valda mörgum kvíða og sjálfur hafi hann hætt í fyrra starfi meðal annars vegna þess að í því þurfti hann að fljúga mikið.Lítill mótor fyrir stuttar ferðir Í framtíðarmyndum eru það oftar en ekki fljúgandi bílarnir sem eru mest áberandi í umferðinni. Þeir eru ekki á teikniborðinu enn en næsta byltingin í samgöngum virðist vera rafhjólin sem koma í staðinn fyrir flugbílana og sömuleiðis rafhlaupahjól og jafnvel rafhjólabretti. „Fólk er að nota litla mótora. Lítill mótor er nóg fyrir stuttar ferðir. Ef þú ferð lengri ferðir ferðu bara í stærri mótora. Algengustu tækin í dag eru reiðhjól B og C, reiðhjól B er hjól með 250 W mótor sem aðstoðar þig þegar þú stígur á pedalana. Langflest rafhjól sem eru til sölu sem líta út fyrir að vera venjuleg hjól eru í þeim flokki. Svo er C, þar koma hlaupahjólin inn, þau eru ekki lögleg á götum. Í Noregi er búið að lækka hámarkshraðann á þeim úr 25 í 20. Það er ákveðinn núningur af þeim,“ segir Jökull, sem kallar þetta byrjunarörðugleika. Hann hefur sjálfur skoðað það sem kallast örflæði, sem er einmitt þetta, að fyrir styttri ferðir sé mótor á stærð við hnefa nóg fyrir flestar ferðir.Það er hægt að brjóta þetta hjól saman og taka með sér inn í strætó.fbl/ernirÞetta snýst ekki síst um að fækka stuttu ferðunum sem er auðveldara að gera á rafhjóli en hlutfall stuttra ferða er hátt. „Í Bandaríkjunum er tölfræðin þannig að tveir þriðju af ferðum eru undir 10 kílómetrar í bíl. Margar bílferðir eru stuttar og þessar styttri ferðir eru markaðurinn fyrir örflæði,“ segir Jökull en þetta lítur svipað út hér á landi. Þó að rafhjól séu umhverfisvæn og fólk hreyfi sig meira en í bíl selur Jökull ekki hugmyndina út frá þessum forsendum. „Þetta er bara betri bíll og svo skemmtilegt. Hugsjón hjálpar en það þarf að fókusa á ferðaþarfir fólks. Þá ertu farinn að tala öðru máli í þessum pirringi í umferðinni,“ segir Jökull og bætir við að þetta snúist ekki um að það sé verið að taka bílinn af fólki heldur koma með eitthvað betra.„Ég ætla ekki að troða þér í strætó eða borgarlínu, ég er bara að segja, það er hérna nýr möguleiki sem alltof fáir átta sig á, sem er lítill mótor fyrir lítið tæki.“ Fólk vill eigið samgöngutæki Fólk vill almennt ekki láta stjórna sér of mikið. „Það vill persónulegar samgöngur. Ég skil alveg fólk sem vill ekki leigja íbúðina sína á Airbnb og horfir á kvikmyndir heima hjá sér frekar en að fara í bíó. Það vill vera með sitt eigið samgöngutæki. Ég held að rafhjól sé ótrúlega íslenskt. Ég held þetta eigi eftir að verða stórt á Íslandi. Ég held að borgin verði rafhjólaborg og við verðum leiðandi í þessu,“ segir hann en hlutdeild ferða á hjóli er komin upp í 8 prósent samkvæmt ferðavenjukönnunum. „Ég held að rafvæðingin og hjólastígavæðingin eigi eftir að spila saman og auka hlutdeild hjóla enn meira. Þetta spilar saman með borgarlínu líka. Þú getur farið á hjóli og hent því inn í borgarlínu til að taka einhvern stóran ás til að fara á milli sveitarfélaga. Borgarlína er langtímaprógramm en við erum komin með vísi að framtíðarskipulagi sem er hagkvæmara. Fólk er með miklar væntingar um að þetta gangi allt saman upp einn, tveir og tíu.“ Rafhjólin eru eitthvað sem hægt er að notfæra sér núna. Skírskotunin fyrir rafhjól er svo miklu víðari en fyrir hefðbundin reiðhjól, segir Jökull. „Hjól er svo mikið – hraustur karlmaður fer í vinnuna – sem vill fá sturtu og er ekkert að spá í að greiða sér eða mála sig. Mótorinn er jafnari og gjörbreytir tækinu; þú ert kominn með hitt kynið í miklu meira mæli og líka stærra aldursbil og fleiri hópa. Jafnvel fatlað fólk; fólk sem er með fötlun þar sem það á erfitt með að ganga en auðvelt með að hjóla á rafhjóli,“ segir hann en ef það dregur úr umferð skapast meira pláss fyrir fatlað fólk og þarfir þess í umferðinni. Fjölskyldubíllinn og snattbíllinn Hann vill alveg standa vörð um fjölskyldubílinn. „Hann er flott konsept og kannski á borgin að vera hönnuð fyrir hann líka,“ segir Jökull sem vill frekar losna við „snattbílinn“. Hann segir að rafburðarhjól geti verið góður valkostur í því, hjól sem er með sæti fyrir tvö börn og pláss fyrir innkaupin. Hann segir rafhjól geta líka verið frelsandi fyrir unglinga. Núna hafa verið margar fréttir af unglingum, sem fara hratt á vespum, sem hefur valdið ákveðnum núningi á stígum. „Mér finnst að unglingamenning eigi að vera svolítið óþægileg. Ef unglingamenningin okkar leiðir til þess að fleiri krakkar nenni ekki að fá sér bílpróf og verði búin að kynnast þarna tveggja hjóla fararmáta, þá er púkinn í mér alveg sáttur við það.“Samanbrjótanlegt rafhjól, sem voru fáanleg í IKEA.Sófasett á hjólum Sævar Helgi Bragason fékk sér rafhjól fyrir um mánuði og hefur heillast af þessum samgöngumáta. Hann segir bílferðunum hafa fækkað hressilega og að hjólið geri hann hamingjusaman. Sævar hefur notað rafhjólið í öllum veðrum og vindum og er heillaður af þessum samgöngumáta. „Nú hefur maður eiginlega enga afsökun til að nota bílinn lengur, sérstaklega í styttri ferðir. Þetta hefur fækkað bílferðunum mjög hressilega. Maður kýs frekar hjólið. Það að hjóla gerir mig persónulega hamingjusaman. Ég nýt þess miklu betur að vera úti þegar mér líður vel og finn fyrir náttúruöflunum og skora þau á hólm í leiðinni. Það gerir maður með því að klæða sig vel. Veður er engin afsökun og brekkur ekki heldur þegar maður er kominn á rafhjól og í góð föt,“ segir hann. „Margir Íslendingar hugsa um hjól sem líkamsræktartæki en þegar maður hættir að gera það og fer að hugsa um það sem samgöngutæki, þá leitar maður bara í líkamsræktina annars staðar. Þar fyrir utan sýna rannsóknir að fólk sem á rafhjól notar þau meira og fær þar af leiðandi jafn mikla og jafnvel meiri hreyfingu út úr því en fólk sem fer í líkamsrækt eða er á venjulegu hjóli. Ef maður vill komast á meiri hraða en þessi 25 km/klst. sem hjólið slær út á þá fær maður heldur betur góða hreyfingu,“ segir Sævar sem getur ekki mælt nógsamlega með því að fólk prófi rafhjól.Sævar Helgi Bragason.Vísir/Baldur„Til dæmis ef fólk er í þeim hugleiðingum að kaupa sér annan bíl, þá frekar að sleppa því og fjárfesta í einu eða tveimur góðum rafhjólum. Þá ertu á grænni grein og farinn að breyta ferðavenjum í takt við heilsu, fjárhag og umhverfi,“ segir Sævar sem er ekki að tala um að sleppa því að nota bíl í allar ferðir og segir sjálfsagt að nota bíl til að fara lengri vegalengdir og út fyrir bæinn ef þarf. Hann hjólaði áður á venjulegu hjóli. „Ég er búinn að stytta ferðatímann um að minnsta kosti tíu mínútur og er ekki lengur löðrandi sveittur og þarf á sturtu að halda þegar ég kem á áfangastað því þetta er minni áreynsla,“ segir hann og minnir á að þetta sé einmitt það sem fólk veigri sér oft við varðandi hjólreiðaErum svolítið löt „Svo er eitt sem má aldrei segja; við erum svolítið löt þegar öllu er á botninn hvolft og nennum ekki að prófa aðra hluti. Ég var alveg sjálfur þar,“ segir Sævar sem skorti ekki afsakanir á borð við, „æ það er rigning“, eða „það er svo kalt úti“ þegar hann vaknaði á morgnana og ætlaði að fara að hjóla. „Svo þegar maður hættir að nota þetta sófasett á hjólum sem bíllinn er og ákveður að skora náttúruöflin á hólm, þá líður manni miklu betur,“ segir Sævar sem veit ekkert leiðinlegra en að hanga inni í bíl í umferð sem silast áfram. „Það veldur mér streitu, kvíða, stressi og pirringi. Það er best í heimi að byrja daginn á hreyfingu. Þetta hefur bara góð áhrif og hlýtur að vera framtíðin hjá mörgum í samgöngumálum. Þetta er loftslagsvænasta, umhverfisvænasta og heilsusamlegasta leið, bæði andlega og líkamlega, sem þú getur valið til að ferðast á milli staða. Og að sjálfsögðu á maður að velja það sem er best fyrir budduna í leiðinni. Það er miklu ódýrara að reka rafhjól og hjól en nokkurn tímann bensínknúið sófasett á hjólum. Ég skora á fólk að prófa; það versta sem þú gætir komist að er að þetta er æðislegt og þú vildir ekki gera neitt annað.“ Við erum teppan Umferðarhnúturinn er að herðast. „Sú staðreynd að umferðarteppurnar séu að aukast er engum öðrum að kenna en okkur öllum sem erum ein í bíl því við búum umferðarteppurnar til,“ segir Sævar sem lítur sérstaklega til þeirra sem eru í framhaldsskóla og háskóla að nota aðrar leiðir til að ferðast til og frá. Hann segir okkur hafa verið að „búa til samfélag þar sem við reynum að hafa allt eins auðvelt og einfalt og hægt er en það gerir okkur þvert á móti ekki hamingjusamari, heldur latari. Við þurfum stundum að herða okkur. Við vitum að það gerir okkur gott að reyna á okkur, við gerum það engan veginn nóg þar sem við keyrum um allar trissur. Þegar við erfiðum fáum við meira út úr því líka og við verðum ánægðari og hamingjusamari með lífið þegar við höfum aðeins fyrir hlutunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Skipulag Tækni Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira