Foreldrar fórnarlamba í Sandy Hook vara við nýju skólaári með magnþrungnu myndbandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2019 09:46 Þessi stúlka segir ný skæri nauðsynleg. Foreldrar barna sem voru skotin til bana í Sandy Hook árið 2012 hafa birt magnþrungið myndband til að vara fólk við því að nýtt skólaár feli í sér fleiri skotárásir í skólum. Myndbandið ber heitið; „Nauðsynlegir hlutir fyrir nýtt skólaár“, lauslega þýtt, og byrjar á glöðum börnum sem sýna nýja hluti sem þau fengu fyrir skólaárið. Myndbandið tekur þó fljótt aðra stefnu eftir að drengur setur á sig ný heyrnartól og heyrir ekki skothljóð og tekur ekki eftir að hin börnin taka til fóta. Næstu börn sem myndbandið sýnir eru á flótta undan skothríð og í senn segja frá nýju hlutunum þeirra. Það endar svo á stúlku í felum inn á klósetti senda móður sinni skilaboðin: „Ég elska þig“. Svo lítur hún grátandi í myndavélina og segist loksins hafa fengið eigin síma svo hún gæti verið í samskiptum við móður sína. Myndbandið endar á því að einhver gengur inn á klósettið og gengur nær stúlkunni. Eins og áður segir er myndbandið gert af foreldrum barna sem myrt voru í Sandy Hook skólanum. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Breska ríkisútvarpið vísar til tölfræði Gun Violence Archive sem segir 302 skotárásir, þar sem fjórir eða fleiri verða fyrir skotum, að árásarmanni ótöldum, hafi átt sér stað í Bandaríkjunum á þessu ári. 263 dagar eru liðnir af árinu. Í samtali við Guardian segir Mark Barden, einn stofnanda Sandy Hook Promise og foreldri hins sjö ára gamla Daniel, sem lést í Sandy Hook, að með myndbandinu vilji foreldrarnir hvetja Bandaríkjamenn til aðgerða vegna skotárása. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Foreldrar barna sem voru skotin til bana í Sandy Hook árið 2012 hafa birt magnþrungið myndband til að vara fólk við því að nýtt skólaár feli í sér fleiri skotárásir í skólum. Myndbandið ber heitið; „Nauðsynlegir hlutir fyrir nýtt skólaár“, lauslega þýtt, og byrjar á glöðum börnum sem sýna nýja hluti sem þau fengu fyrir skólaárið. Myndbandið tekur þó fljótt aðra stefnu eftir að drengur setur á sig ný heyrnartól og heyrir ekki skothljóð og tekur ekki eftir að hin börnin taka til fóta. Næstu börn sem myndbandið sýnir eru á flótta undan skothríð og í senn segja frá nýju hlutunum þeirra. Það endar svo á stúlku í felum inn á klósetti senda móður sinni skilaboðin: „Ég elska þig“. Svo lítur hún grátandi í myndavélina og segist loksins hafa fengið eigin síma svo hún gæti verið í samskiptum við móður sína. Myndbandið endar á því að einhver gengur inn á klósettið og gengur nær stúlkunni. Eins og áður segir er myndbandið gert af foreldrum barna sem myrt voru í Sandy Hook skólanum. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Breska ríkisútvarpið vísar til tölfræði Gun Violence Archive sem segir 302 skotárásir, þar sem fjórir eða fleiri verða fyrir skotum, að árásarmanni ótöldum, hafi átt sér stað í Bandaríkjunum á þessu ári. 263 dagar eru liðnir af árinu. Í samtali við Guardian segir Mark Barden, einn stofnanda Sandy Hook Promise og foreldri hins sjö ára gamla Daniel, sem lést í Sandy Hook, að með myndbandinu vilji foreldrarnir hvetja Bandaríkjamenn til aðgerða vegna skotárása.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira