Varði doktorsritgerð sína 78 ára gömul Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. september 2019 19:45 Flaggað var fyrir utan Háskóla Íslands í dag þegar Björk Guðjónsdóttir varði doktorsritgerð sína í mannfræði. Björk er fædd 1941, því 78 ára gömul og einn elsti nemandi skólans til að ljúka doktorsnámi. Hún hóf ung að árum nám í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og vann sem hjúkrunarfræðingur alla sína starfsævi. „Ég byrjaði 1. mars 1967 inni á Kleppi að vinna þar sem hjúkrunarfræðingur og síðan þegar að geðdeildarbyggingin var opnuð hérna niðri við Hringbraut þá fór ég að vinna þar. Ég hætti 2003 og þá fór ég beint í Háskólann,“ segir Björk. Hún segir sér ekki hugnast aðgerðarleysi og því hafi hún farið í nám þegar að hún hætti að vinna. „Ég gat ekki séð mig gerast eftirlaunaþegi og sitja heima og prjóna því ég er alltof energísk til þess að gera það svoleiðis og svo hafði ég áhuga fyrir mannfræði,“ segir Björk. Henni hafi því dottið í hug að kíkja í Háskólann. Hún hafi ekki ætlað að vera þar lengi en þar sé hún enn sextán árum síðar. Björk segir ritgerð sína fjalla um mál sem sé henni mjög hugleikið. „Ég var að skrifa um Al-anon og hvernig sjálfsmynd breytist hjá konum sem eru langtímaþátttakendur. Því breytingin sem verður á þeim veldur því að þetta verða mjög sjálfstæðar konur og sterkar konur finnst mér. Þær læra að takast á við hlutina öðruvísi heldur en þær gerðu sem að er mjög athyglisvert að fylgjast með og sjá,“ segir Björk. Aðspurð um það hvort hún geti hugsað sér að fara í frekara nám segir hún að allt sé óráðið. Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Flaggað var fyrir utan Háskóla Íslands í dag þegar Björk Guðjónsdóttir varði doktorsritgerð sína í mannfræði. Björk er fædd 1941, því 78 ára gömul og einn elsti nemandi skólans til að ljúka doktorsnámi. Hún hóf ung að árum nám í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og vann sem hjúkrunarfræðingur alla sína starfsævi. „Ég byrjaði 1. mars 1967 inni á Kleppi að vinna þar sem hjúkrunarfræðingur og síðan þegar að geðdeildarbyggingin var opnuð hérna niðri við Hringbraut þá fór ég að vinna þar. Ég hætti 2003 og þá fór ég beint í Háskólann,“ segir Björk. Hún segir sér ekki hugnast aðgerðarleysi og því hafi hún farið í nám þegar að hún hætti að vinna. „Ég gat ekki séð mig gerast eftirlaunaþegi og sitja heima og prjóna því ég er alltof energísk til þess að gera það svoleiðis og svo hafði ég áhuga fyrir mannfræði,“ segir Björk. Henni hafi því dottið í hug að kíkja í Háskólann. Hún hafi ekki ætlað að vera þar lengi en þar sé hún enn sextán árum síðar. Björk segir ritgerð sína fjalla um mál sem sé henni mjög hugleikið. „Ég var að skrifa um Al-anon og hvernig sjálfsmynd breytist hjá konum sem eru langtímaþátttakendur. Því breytingin sem verður á þeim veldur því að þetta verða mjög sjálfstæðar konur og sterkar konur finnst mér. Þær læra að takast á við hlutina öðruvísi heldur en þær gerðu sem að er mjög athyglisvert að fylgjast með og sjá,“ segir Björk. Aðspurð um það hvort hún geti hugsað sér að fara í frekara nám segir hún að allt sé óráðið.
Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira