Innlent

Æfa endur­lífgun á sýndar­sjúk­lingum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Hermisetrið Örk hefur verið starfrækt á Landspítalanum nú í um fjögur ár. Þar inni má finna fjölda svokallaðra sýndarsjúklinga sem fagfólk notar til að æfa sig á.

Um tólf hundruð starfsmenn spítalans mæta á hverju ári í setrið. Þessa vikuna hefur það staðið opið gestum og gangandi hluta af degi. Margir hafa nýtt sé það og skoða sig um.

„Hér er alls konar fólk sem að kemur og þjálfar og æfir sig. Við erum fyrst og fremst hér með útskrifað starfsfólk. Það er að segja fólk sem er búið með sínar háskólagráður eða það gráðu sem það fær til að vinna sem heilbrigðisstarfsfólk,“ segir Marta Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur sem starfar í setrinu.

Hún segir fólk æfa sig í ólíkum aðstæðum.

„Þar sem er til dæmis hægt að gera einhverskonar mistök eða hægt að sjá til dæmis hvað maður er ótrúlega góður í einhverju og svona bregðast við því sem að kemur upp,“ segir Marta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×