Í hópi þeirra bestu Jón Atli Benediktsson skrifar 2. september 2019 08:00 Á undanförnum misserum hafa ítrekað komið fram niðurstöður um að fræðasvið Háskóla Íslands raðast meðal þeirra bestu í heiminum á alþjóðlegum matslistum háskóla. Háskóli Íslands er eini alhliða háskóli landsins og starfar á fimm fræðasviðum og er afar ánægjulegt að sjá á hversu breiðum grunni árangur skólans mælist. Þessar jákvæðu niðurstöður eru mikilvægar vegna þess að alþjóðleg samkeppnishæfni Háskólans er grundvallaratriði fyrir það þekkingarsamfélag sem við viljum skapa hér á Íslandi. „Þekking skapar orðspor þjóða,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti eitt sinn og það eru orð sem við hjá Háskóla Íslands svo sannarlega tileinkum okkur. Sem dæmi um stórkostlegan árangur má nefna að fjarkönnunarrannsóknir við skólann eru í sjötta sæti á heimsvísu að mati hins virta Shanghai Ranking lista. Fjarkönnun beinist að greiningu mynda af yfirborði jarðar, og nýtist m.a. við að fylgjast með þeim öru breytingum sem eru að verða samfara hlýnun jarðar og er því afar mikilvægt rannsóknarsvið fyrir Ísland og heiminn allan. Jarðvísindi okkar eru einnig metin á meðal 100 bestu í heiminum á sama lista. Hjúkrunarfræði er á topp 150 listanum, lífvísindi meðal 200 bestu og svona má áfram telja. Það eru yfir 17.000 háskólar í heiminum. Háskóli Íslands er einn af 500 bestu háskólum í heimi samkvæmt nýlegu mati Shanghai Ranking og er raðað meðal 300 bestu háskóla í heimi af Times Higher Education World University Rankings, tveimur virtustu alþjóðlegu matslistum háskóla. Þetta er gríðarlega góður árangur sem byggir annars vegar á mikilli eflingu vísindastarfs síðastliðin ár og hins vegar öflugu alþjóðlegu og innlendu samstarfi sem fer sífellt vaxandi. Öflugt og kraftmikið vísindastarf er forsenda þeirrar nýsköpunar sem mun knýja þekkingarsamfélög 21. aldarinnar. Þjóðir um allan heim fjárfesta í rannsóknarháskólum til að tryggja samkeppnishæfni sína. Við hjá Háskóla Íslands erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð undanfarin ár en erum staðráðin í að ná hærra og enn lengra í áframhaldandi leit okkar að þekkingu í þágu íslensks samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hafa ítrekað komið fram niðurstöður um að fræðasvið Háskóla Íslands raðast meðal þeirra bestu í heiminum á alþjóðlegum matslistum háskóla. Háskóli Íslands er eini alhliða háskóli landsins og starfar á fimm fræðasviðum og er afar ánægjulegt að sjá á hversu breiðum grunni árangur skólans mælist. Þessar jákvæðu niðurstöður eru mikilvægar vegna þess að alþjóðleg samkeppnishæfni Háskólans er grundvallaratriði fyrir það þekkingarsamfélag sem við viljum skapa hér á Íslandi. „Þekking skapar orðspor þjóða,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti eitt sinn og það eru orð sem við hjá Háskóla Íslands svo sannarlega tileinkum okkur. Sem dæmi um stórkostlegan árangur má nefna að fjarkönnunarrannsóknir við skólann eru í sjötta sæti á heimsvísu að mati hins virta Shanghai Ranking lista. Fjarkönnun beinist að greiningu mynda af yfirborði jarðar, og nýtist m.a. við að fylgjast með þeim öru breytingum sem eru að verða samfara hlýnun jarðar og er því afar mikilvægt rannsóknarsvið fyrir Ísland og heiminn allan. Jarðvísindi okkar eru einnig metin á meðal 100 bestu í heiminum á sama lista. Hjúkrunarfræði er á topp 150 listanum, lífvísindi meðal 200 bestu og svona má áfram telja. Það eru yfir 17.000 háskólar í heiminum. Háskóli Íslands er einn af 500 bestu háskólum í heimi samkvæmt nýlegu mati Shanghai Ranking og er raðað meðal 300 bestu háskóla í heimi af Times Higher Education World University Rankings, tveimur virtustu alþjóðlegu matslistum háskóla. Þetta er gríðarlega góður árangur sem byggir annars vegar á mikilli eflingu vísindastarfs síðastliðin ár og hins vegar öflugu alþjóðlegu og innlendu samstarfi sem fer sífellt vaxandi. Öflugt og kraftmikið vísindastarf er forsenda þeirrar nýsköpunar sem mun knýja þekkingarsamfélög 21. aldarinnar. Þjóðir um allan heim fjárfesta í rannsóknarháskólum til að tryggja samkeppnishæfni sína. Við hjá Háskóla Íslands erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð undanfarin ár en erum staðráðin í að ná hærra og enn lengra í áframhaldandi leit okkar að þekkingu í þágu íslensks samfélags.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun