Yfir hundrað manns féllu í loftárásum Sáda á fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2019 10:23 Leitarmenn bera lík eins fanganna sem féllu í loftárásunum í Dhamar-héraði. AP/Hani Mohammed Loftárásir bandalagshersins undir stjórn Sáda á fangelsi uppreisnarmanna húta urðu rúmlega hundrað manns að bana og særðu tugi til viðbótar í Jemen í gær. Árásirnar eru þær mannskæðustu í stríðinu það sem af er þessu ári. AP-fréttastofan segir að 86 lík hafi verið grafin upp úr rústum bygginga í Dhamar-héraði í suðvestanverðu Jemen um miðjan dag í dag en leitar- og björgunarlið leitar enn að fólki. Uppreisnarmenn húta notuðu byggingarnar sem fangelsi að sögn Rauða hálfmánans í Jemen. Talið er að um 170 manns hafi verið haldið í fangelsinu þegar sprengjum byrjaði að rigna þar í gær. Um fjörutíu manns særðust en Alþjóðlegi Rauði krossinn telur aðra af. Bandalagsherinn sem Sádar leiða gegn hútum sem njóta stuðnings Írana hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir mannskæðar loftárásir á skóla, sjúkrahús og brúðkaup. Þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið í árásunum. Talsmenn bandalagshersins neita því að ráðist hafi verið á fangelsi. Segja þeir að loftárásir hafi verið gerðar á byggingar húta þar sem dróna og eldflaugar hafi verið geymdar. Hútar segja aftur á móti að fangarnir hafi verið hermenn hliðhollir ríkisstjórn Jemens . Íbúar á svæðinu segja að ættmenni þeirra sem hafi verið gagnrýnir á uppreisnarmenn húta hafi verið haldið í fangelsinu. Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu kosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Sjá meira
Loftárásir bandalagshersins undir stjórn Sáda á fangelsi uppreisnarmanna húta urðu rúmlega hundrað manns að bana og særðu tugi til viðbótar í Jemen í gær. Árásirnar eru þær mannskæðustu í stríðinu það sem af er þessu ári. AP-fréttastofan segir að 86 lík hafi verið grafin upp úr rústum bygginga í Dhamar-héraði í suðvestanverðu Jemen um miðjan dag í dag en leitar- og björgunarlið leitar enn að fólki. Uppreisnarmenn húta notuðu byggingarnar sem fangelsi að sögn Rauða hálfmánans í Jemen. Talið er að um 170 manns hafi verið haldið í fangelsinu þegar sprengjum byrjaði að rigna þar í gær. Um fjörutíu manns særðust en Alþjóðlegi Rauði krossinn telur aðra af. Bandalagsherinn sem Sádar leiða gegn hútum sem njóta stuðnings Írana hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir mannskæðar loftárásir á skóla, sjúkrahús og brúðkaup. Þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið í árásunum. Talsmenn bandalagshersins neita því að ráðist hafi verið á fangelsi. Segja þeir að loftárásir hafi verið gerðar á byggingar húta þar sem dróna og eldflaugar hafi verið geymdar. Hútar segja aftur á móti að fangarnir hafi verið hermenn hliðhollir ríkisstjórn Jemens . Íbúar á svæðinu segja að ættmenni þeirra sem hafi verið gagnrýnir á uppreisnarmenn húta hafi verið haldið í fangelsinu.
Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu kosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Sjá meira
Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. 11. ágúst 2019 10:22
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent