Styttist í Íslandsheimsókn Pence Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. september 2019 19:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hann kemur hingað til lands á miðvikudag. Pence ætlar að ræða varnarmál á Norðurslóðum í heimsókn sinni. Varaforsetinn fundaði með forseta Póllands í dag en hélt svo þaðan í heimsókn til Írlands. Forsætisráðherra mun hitta bandaríska varaforsetann í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi miðvikudags, samkvæmt því sem kom fram á vef Stjórnarráðsins í dag. Þá verður Katrín komin til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Pence átti fund með Andrzej Duda, forseta Póllands, í Varsjá í dag. Undirrituðu þeir yfirlýsingu um samvinnu að uppbyggingu 5G-fjarskiptatækni en Bandaríkjamenn hafa sótt hart að bandamönnum sínum að versla ekki við kínverska tæknifyrirtækið Huawei, sem bandarískar öryggisstofnanir fullyrða að stundi njósnir fyrir kínversk stjórnvöld, á því sviði. „Þessi yfirlýsing mun tryggja öryggi fjarskiptainnviða okkar. Með henni setjum við mikilvæg fordæmi fyrir önnur Evrópuríki í 5G-uppbyggingarmálum,“ sagði Pence. Varaforsetahjónunum var svo vel tekið þegar þau lentu á Shannon-flugvelli á Írlandi. Pence fundar með með bæði forseta og forsætisráðherra Íra í Dyflinni á morgun. Efnt hefur verið til mótmæla vegna komu Pence til Dyflinnar. Einna helst má rekja óánægju mótmælenda til afstöðu varaforsetans til þungunarrofs og réttinda hinsegin fólks. Lögreglan hér heima býst einnig við mótmælum er Bandaríkjamaðurinn kemur til landsins í vikunni. Embætti ríkislögreglustjóra fer með yfirstjórn aðgerða vegna heimsóknarinnar og hafa mannfjöldastjórnunarflokkar verið kallaðir til frá öðrum lögregluumdæmum. Þá mun sérsveitin annast lífvarðagæslu og öryggisviðbúnað í samvinnu við öryggisgæslu Pence. Öryggisverðir varaforsetans fá leyfi til þess að bera vopn. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hann kemur hingað til lands á miðvikudag. Pence ætlar að ræða varnarmál á Norðurslóðum í heimsókn sinni. Varaforsetinn fundaði með forseta Póllands í dag en hélt svo þaðan í heimsókn til Írlands. Forsætisráðherra mun hitta bandaríska varaforsetann í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi miðvikudags, samkvæmt því sem kom fram á vef Stjórnarráðsins í dag. Þá verður Katrín komin til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Pence átti fund með Andrzej Duda, forseta Póllands, í Varsjá í dag. Undirrituðu þeir yfirlýsingu um samvinnu að uppbyggingu 5G-fjarskiptatækni en Bandaríkjamenn hafa sótt hart að bandamönnum sínum að versla ekki við kínverska tæknifyrirtækið Huawei, sem bandarískar öryggisstofnanir fullyrða að stundi njósnir fyrir kínversk stjórnvöld, á því sviði. „Þessi yfirlýsing mun tryggja öryggi fjarskiptainnviða okkar. Með henni setjum við mikilvæg fordæmi fyrir önnur Evrópuríki í 5G-uppbyggingarmálum,“ sagði Pence. Varaforsetahjónunum var svo vel tekið þegar þau lentu á Shannon-flugvelli á Írlandi. Pence fundar með með bæði forseta og forsætisráðherra Íra í Dyflinni á morgun. Efnt hefur verið til mótmæla vegna komu Pence til Dyflinnar. Einna helst má rekja óánægju mótmælenda til afstöðu varaforsetans til þungunarrofs og réttinda hinsegin fólks. Lögreglan hér heima býst einnig við mótmælum er Bandaríkjamaðurinn kemur til landsins í vikunni. Embætti ríkislögreglustjóra fer með yfirstjórn aðgerða vegna heimsóknarinnar og hafa mannfjöldastjórnunarflokkar verið kallaðir til frá öðrum lögregluumdæmum. Þá mun sérsveitin annast lífvarðagæslu og öryggisviðbúnað í samvinnu við öryggisgæslu Pence. Öryggisverðir varaforsetans fá leyfi til þess að bera vopn.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10
Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13
Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent