Styttist í Íslandsheimsókn Pence Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. september 2019 19:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hann kemur hingað til lands á miðvikudag. Pence ætlar að ræða varnarmál á Norðurslóðum í heimsókn sinni. Varaforsetinn fundaði með forseta Póllands í dag en hélt svo þaðan í heimsókn til Írlands. Forsætisráðherra mun hitta bandaríska varaforsetann í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi miðvikudags, samkvæmt því sem kom fram á vef Stjórnarráðsins í dag. Þá verður Katrín komin til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Pence átti fund með Andrzej Duda, forseta Póllands, í Varsjá í dag. Undirrituðu þeir yfirlýsingu um samvinnu að uppbyggingu 5G-fjarskiptatækni en Bandaríkjamenn hafa sótt hart að bandamönnum sínum að versla ekki við kínverska tæknifyrirtækið Huawei, sem bandarískar öryggisstofnanir fullyrða að stundi njósnir fyrir kínversk stjórnvöld, á því sviði. „Þessi yfirlýsing mun tryggja öryggi fjarskiptainnviða okkar. Með henni setjum við mikilvæg fordæmi fyrir önnur Evrópuríki í 5G-uppbyggingarmálum,“ sagði Pence. Varaforsetahjónunum var svo vel tekið þegar þau lentu á Shannon-flugvelli á Írlandi. Pence fundar með með bæði forseta og forsætisráðherra Íra í Dyflinni á morgun. Efnt hefur verið til mótmæla vegna komu Pence til Dyflinnar. Einna helst má rekja óánægju mótmælenda til afstöðu varaforsetans til þungunarrofs og réttinda hinsegin fólks. Lögreglan hér heima býst einnig við mótmælum er Bandaríkjamaðurinn kemur til landsins í vikunni. Embætti ríkislögreglustjóra fer með yfirstjórn aðgerða vegna heimsóknarinnar og hafa mannfjöldastjórnunarflokkar verið kallaðir til frá öðrum lögregluumdæmum. Þá mun sérsveitin annast lífvarðagæslu og öryggisviðbúnað í samvinnu við öryggisgæslu Pence. Öryggisverðir varaforsetans fá leyfi til þess að bera vopn. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hann kemur hingað til lands á miðvikudag. Pence ætlar að ræða varnarmál á Norðurslóðum í heimsókn sinni. Varaforsetinn fundaði með forseta Póllands í dag en hélt svo þaðan í heimsókn til Írlands. Forsætisráðherra mun hitta bandaríska varaforsetann í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi miðvikudags, samkvæmt því sem kom fram á vef Stjórnarráðsins í dag. Þá verður Katrín komin til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Pence átti fund með Andrzej Duda, forseta Póllands, í Varsjá í dag. Undirrituðu þeir yfirlýsingu um samvinnu að uppbyggingu 5G-fjarskiptatækni en Bandaríkjamenn hafa sótt hart að bandamönnum sínum að versla ekki við kínverska tæknifyrirtækið Huawei, sem bandarískar öryggisstofnanir fullyrða að stundi njósnir fyrir kínversk stjórnvöld, á því sviði. „Þessi yfirlýsing mun tryggja öryggi fjarskiptainnviða okkar. Með henni setjum við mikilvæg fordæmi fyrir önnur Evrópuríki í 5G-uppbyggingarmálum,“ sagði Pence. Varaforsetahjónunum var svo vel tekið þegar þau lentu á Shannon-flugvelli á Írlandi. Pence fundar með með bæði forseta og forsætisráðherra Íra í Dyflinni á morgun. Efnt hefur verið til mótmæla vegna komu Pence til Dyflinnar. Einna helst má rekja óánægju mótmælenda til afstöðu varaforsetans til þungunarrofs og réttinda hinsegin fólks. Lögreglan hér heima býst einnig við mótmælum er Bandaríkjamaðurinn kemur til landsins í vikunni. Embætti ríkislögreglustjóra fer með yfirstjórn aðgerða vegna heimsóknarinnar og hafa mannfjöldastjórnunarflokkar verið kallaðir til frá öðrum lögregluumdæmum. Þá mun sérsveitin annast lífvarðagæslu og öryggisviðbúnað í samvinnu við öryggisgæslu Pence. Öryggisverðir varaforsetans fá leyfi til þess að bera vopn.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10
Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13
Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent