Innlent

Ferðataskan fannst í tæka tíð en þjófurinn gengur laus

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Töskuþjófurinn var á ferð í miðbænum.
Töskuþjófurinn var á ferð í miðbænum. Vísir/vilhelm
Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var á sjötta tímanum í morgun tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í miðbænum, þar sem sást til einstaklings burðast með ferðatösku milli staða. Við leit að hinum grunsamlega burðarmanni fannst ferðataskan en henni hafði verið stolið skömmu áður af ferðamanni. Sá sem tók töskuna fannst þó ekki.

Ferðamaðurinn hélt því sáttur heim á leið með ferðatöskuna, að því er segir í dagbók lögreglu. Þá var ekki að sjá að neitt hafi verið tekið úr töskunni.

Á níunda tímanum var tilkynnt um innbrot á nýbyggingasvæði í Hlíðunum. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið í dagbók lögreglu. Þá varð vinnuslys á hóteli í Fossvogi um klukkan tíu. Þar hafði starfsmaður runnið til og slasast. Ekki er vitað um áverka starfsmannsins.

Klukkan fimm í morgun var tilkynnt um töluverðan tónlistarhávaða frá heimili Breiðholti. Þegar lögregla kom á vettvang var búið að slökkva á tónlistinni. Um klukkan half ellefu var svo tilkynnt um þjófnað úr verslun í Breiðholti. Ekkert er frekar skráð um málið í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×