Snjallstýrð umferðarljós: Milljarðasparnaður eða snákaolía? Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2019 12:00 Umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu hefur verið til umfjöllunar síðustu daga, ekki síst eftir að skólarnir hófust á ný. Vísir/vilhelm Með því að draga úr umferðarþunga í Reykjavík má spara fyrirtækjum og heimilum umtalsverðar upphæðir, að mati Samtaka iðnaðarins. Þannig geti 15 prósent minni tafir í umferðinni skilað um 80 milljarða króna ábata, ef marka má nýja greiningu samtakanna. Þau vilja ná fram þessari tafastyttingu með svokallaðri snjallstýringu umferðarljósa, sem fyrrverandi borgarfulltrúi lýsir sem „snákaolíu borgarmálanna“ og ekki vera til þess fallna að vinna bug á umferðarþunganum. Í greiningu Samtaka iðnaðarins segir að áætlanir bendi til að tæplega 9 milljónum klukkustunda verði sóað í umferðartafir innan höfuðborgarinnar á árinu 2019, sem samsvarar um 40 klukkustundum á hvern íbúa höfuðborgarinnar. Þessi tala hafi hækkað nokkuð á undanförnum árum, „en ferðatími á annatíma hefur lengst um hátt í 50% á fáeinum árum,“ segir í greiningunni og er þar stuðst við nýlegt umferðarlíkan og mælingar Vegagerðarinnar.Einkabíllinn ber fæsta Ætla má að þetta skýrist að hluta að aukinni hlutdeild einkabílsins í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu, sem nú er um 79 prósent og hefur því hækkað um fjögur prósentustig frá árinu 2014. Enginn samgöngumáti er verr til fjöldafólksflutninga fallinn, einkabíllinn getur borið um 600 til 1600 farþega á akrein á klukkustund, samanborið við þá 4000 til 8000 farþega á klukkustund sem strætó getur borið á forgangsakreinum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, hefur vakið máls á þessu í tengslum við þann umferðarþunga sem Mosfellingar hafa kvartað undan síðustu morgna. Flutningsgetan frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur, þar sem eru tvær akreinar í hvora átt, sé nú um 2000 til 5600 manns á klukkustund. Óformleg könnun fréttastofu benti til að þorri þeirra sem óku frá Mosfellsbæ til borgarinnar voru einir í bíl og því óhætt að áætla að flutningsgetan sé nær neðri mörkum bilsins. Hægt væri að nánast tvöfalda flutningsgetuna ef annarri akreininni í hvora átt væri breytt í forgangsrein fyrir strætó að sögn Sigurborgar, eða upp í 5000 til 10800 farþega á klukkustund. Í þessu samhengi má nefna að hálfsársuppgjör Strætó ber með sér að 400 þúsund fleiri farþegar hafi ferðast með strætisvagni á fyrri helmingi ársins, í samanburði við sama tímabil í fyrra. Í dag er flutningsgetan milli MOS og RVK 2.000-5.600 manns á klst.Ef að einni akrein í hvora átt væri breytt í forgangsrein fyrir strætó myndi flutningsgetan aukast upp í 5.000-10.800.Ef að einnig væri byggð hjólahraðbraut myndi hún aukast upp í 12.500 til 18.300 manns á klst. pic.twitter.com/48y8DhsRrw— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) August 31, 2019 Verri umferð án breyttra venja Það séu því aðeins breyttar ferðavenjur sem geti haft einhver marktæk áhrif á umferðarþungann í Reykjavík að sögn Sigurborgar, sem tekur þar í sama streng og samgönguráðherra sem viðraði sambærilega skoðun í Bítinu í liðinni viku. Íbúum höfuðborgarsvæðisins ætti eftir að fjölga um tugi þúsunda á næstu áratugum, með tilheyrandi umferðaraukningu sem hefðbundnar stofnbrautarframkvæmdir myndu ekki ná að anna. Lykilatriðið í að minnka umferð væri að breyta ferðavenjum á höfuðborgarsvæðinu. „Staðreyndin er þessi og það eru til ágætar niðurstöður rannsókna síðustu missera um það að ef við förum ekki í það að breyta ferðavenjum okkar í auknum mæli þá mun traffíkin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.Sjá einnig: Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenjaÍ máli sínu minntist hann aukinheldur á snjallstýringu á umferðarljósum, sem hann telur að gæti verið hentug lausn til að stýra flæði umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu betur. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna og Samtök iðnaðarins vilja líta til þessarar lausnar, þau síðarnefndu telja ávinningin af slíkri stýringu vera 15 prósent tímasparnað fyrir einkabíla, 50 prósent minni biðtíma ökutækja í biðröðum og 20 prósent meira flæði almenningssamgangna. Stofnkostnaðurinn væri um 1,5 milljarðar króna og eru þar ótaldir aðrir ábataþættir á við minni loftmengun og sparnað í öðrum aksturskostnaði. Þó er sá galli á gjöf Njarðar að umferðarstýringu sem þessari er ætlað að auka hraðann á stofnbrautum með því að lengja biðtímann annars staðar, hún „ákveður hvenær best er að hleypa gangandi vegfarendum yfir eða bílum á hliðargötum“ eins og það var orðað í Morgunblaðinu. Ökumenn og aðrir vegfarendur þvergatna þurfa því að bíða lengur á ljósum eftir því að komast inn á snjallstýrðar stofnbrautir. Hugmyndir um að vinna bug á umferð með því að stilla ljósin betur er því „snákaolía borgarmálanna,“ eins og Gísli Marteinn Baldursson, sem er með MSc gráðu í borgarfræðum, kemst að orði og tekur dæmi: „Það eru 5 ljósagatnamót á Miklubraut. Á hvaða þvergötu vilt þú lengja biðina? Grensás, Háaleiti, Kringlumýrar, Lönguhlíð eða Njarðargötu?“Þessi hugmynd um að laga umferð með því að stilla ljósin betur er snákaolía borgarmálanna. Auðvitað þarf að endurnýja búnað reglulega, en það hefur ítrekað komið fram að þeir sem ætla að stytta biðtíma bíla hyggjast gera það á kostnað gangandi og hjólandi. #aðförin pic.twitter.com/wORZUV9dK3— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 2, 2019 Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir „Lausnin felst í að breyta ferðavenjum, númer eitt, tvö og þrjú“ Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir það ömurlegt og óásættanlegt að fólk sitji fast í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Lausnin, númer eitt, tvö og þrjú, er að hennar sögn að breyta ferðavenjum. 29. ágúst 2019 21:18 Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45 Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Með því að draga úr umferðarþunga í Reykjavík má spara fyrirtækjum og heimilum umtalsverðar upphæðir, að mati Samtaka iðnaðarins. Þannig geti 15 prósent minni tafir í umferðinni skilað um 80 milljarða króna ábata, ef marka má nýja greiningu samtakanna. Þau vilja ná fram þessari tafastyttingu með svokallaðri snjallstýringu umferðarljósa, sem fyrrverandi borgarfulltrúi lýsir sem „snákaolíu borgarmálanna“ og ekki vera til þess fallna að vinna bug á umferðarþunganum. Í greiningu Samtaka iðnaðarins segir að áætlanir bendi til að tæplega 9 milljónum klukkustunda verði sóað í umferðartafir innan höfuðborgarinnar á árinu 2019, sem samsvarar um 40 klukkustundum á hvern íbúa höfuðborgarinnar. Þessi tala hafi hækkað nokkuð á undanförnum árum, „en ferðatími á annatíma hefur lengst um hátt í 50% á fáeinum árum,“ segir í greiningunni og er þar stuðst við nýlegt umferðarlíkan og mælingar Vegagerðarinnar.Einkabíllinn ber fæsta Ætla má að þetta skýrist að hluta að aukinni hlutdeild einkabílsins í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu, sem nú er um 79 prósent og hefur því hækkað um fjögur prósentustig frá árinu 2014. Enginn samgöngumáti er verr til fjöldafólksflutninga fallinn, einkabíllinn getur borið um 600 til 1600 farþega á akrein á klukkustund, samanborið við þá 4000 til 8000 farþega á klukkustund sem strætó getur borið á forgangsakreinum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, hefur vakið máls á þessu í tengslum við þann umferðarþunga sem Mosfellingar hafa kvartað undan síðustu morgna. Flutningsgetan frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur, þar sem eru tvær akreinar í hvora átt, sé nú um 2000 til 5600 manns á klukkustund. Óformleg könnun fréttastofu benti til að þorri þeirra sem óku frá Mosfellsbæ til borgarinnar voru einir í bíl og því óhætt að áætla að flutningsgetan sé nær neðri mörkum bilsins. Hægt væri að nánast tvöfalda flutningsgetuna ef annarri akreininni í hvora átt væri breytt í forgangsrein fyrir strætó að sögn Sigurborgar, eða upp í 5000 til 10800 farþega á klukkustund. Í þessu samhengi má nefna að hálfsársuppgjör Strætó ber með sér að 400 þúsund fleiri farþegar hafi ferðast með strætisvagni á fyrri helmingi ársins, í samanburði við sama tímabil í fyrra. Í dag er flutningsgetan milli MOS og RVK 2.000-5.600 manns á klst.Ef að einni akrein í hvora átt væri breytt í forgangsrein fyrir strætó myndi flutningsgetan aukast upp í 5.000-10.800.Ef að einnig væri byggð hjólahraðbraut myndi hún aukast upp í 12.500 til 18.300 manns á klst. pic.twitter.com/48y8DhsRrw— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) August 31, 2019 Verri umferð án breyttra venja Það séu því aðeins breyttar ferðavenjur sem geti haft einhver marktæk áhrif á umferðarþungann í Reykjavík að sögn Sigurborgar, sem tekur þar í sama streng og samgönguráðherra sem viðraði sambærilega skoðun í Bítinu í liðinni viku. Íbúum höfuðborgarsvæðisins ætti eftir að fjölga um tugi þúsunda á næstu áratugum, með tilheyrandi umferðaraukningu sem hefðbundnar stofnbrautarframkvæmdir myndu ekki ná að anna. Lykilatriðið í að minnka umferð væri að breyta ferðavenjum á höfuðborgarsvæðinu. „Staðreyndin er þessi og það eru til ágætar niðurstöður rannsókna síðustu missera um það að ef við förum ekki í það að breyta ferðavenjum okkar í auknum mæli þá mun traffíkin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.Sjá einnig: Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenjaÍ máli sínu minntist hann aukinheldur á snjallstýringu á umferðarljósum, sem hann telur að gæti verið hentug lausn til að stýra flæði umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu betur. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna og Samtök iðnaðarins vilja líta til þessarar lausnar, þau síðarnefndu telja ávinningin af slíkri stýringu vera 15 prósent tímasparnað fyrir einkabíla, 50 prósent minni biðtíma ökutækja í biðröðum og 20 prósent meira flæði almenningssamgangna. Stofnkostnaðurinn væri um 1,5 milljarðar króna og eru þar ótaldir aðrir ábataþættir á við minni loftmengun og sparnað í öðrum aksturskostnaði. Þó er sá galli á gjöf Njarðar að umferðarstýringu sem þessari er ætlað að auka hraðann á stofnbrautum með því að lengja biðtímann annars staðar, hún „ákveður hvenær best er að hleypa gangandi vegfarendum yfir eða bílum á hliðargötum“ eins og það var orðað í Morgunblaðinu. Ökumenn og aðrir vegfarendur þvergatna þurfa því að bíða lengur á ljósum eftir því að komast inn á snjallstýrðar stofnbrautir. Hugmyndir um að vinna bug á umferð með því að stilla ljósin betur er því „snákaolía borgarmálanna,“ eins og Gísli Marteinn Baldursson, sem er með MSc gráðu í borgarfræðum, kemst að orði og tekur dæmi: „Það eru 5 ljósagatnamót á Miklubraut. Á hvaða þvergötu vilt þú lengja biðina? Grensás, Háaleiti, Kringlumýrar, Lönguhlíð eða Njarðargötu?“Þessi hugmynd um að laga umferð með því að stilla ljósin betur er snákaolía borgarmálanna. Auðvitað þarf að endurnýja búnað reglulega, en það hefur ítrekað komið fram að þeir sem ætla að stytta biðtíma bíla hyggjast gera það á kostnað gangandi og hjólandi. #aðförin pic.twitter.com/wORZUV9dK3— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 2, 2019
Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir „Lausnin felst í að breyta ferðavenjum, númer eitt, tvö og þrjú“ Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir það ömurlegt og óásættanlegt að fólk sitji fast í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Lausnin, númer eitt, tvö og þrjú, er að hennar sögn að breyta ferðavenjum. 29. ágúst 2019 21:18 Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45 Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
„Lausnin felst í að breyta ferðavenjum, númer eitt, tvö og þrjú“ Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir það ömurlegt og óásættanlegt að fólk sitji fast í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Lausnin, númer eitt, tvö og þrjú, er að hennar sögn að breyta ferðavenjum. 29. ágúst 2019 21:18
Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45
Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00