Einelti í skólum að aukast á ný Ari Brynjólfsson skrifar 4. september 2019 06:45 Einelti í grunnskólum fór minnkandi eftir hrun, en fer nú aftur vaxandi. Fréttablaðið/Eyþór Einelti í grunnskólum hefur aukist á síðustu árum eftir að hafa farið minnkandi á hrunárunum. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. „Svo virðist við fyrstu sýn að þegar uppsveifan í efnahagslífinu kom aftur þá fari einelti upp á við,“ segir Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Hann segir erfitt að meta þróunina nákvæmlega nema byggja niðurstöður á sama hópi skóla yfir lengra tímabil. Skólarnir fylgist hver um sig með og bregst við í samræmi við mat nemenda á stöðu sinni. Í sumum skólum mælist ávallt lítið einelti. „Það er vitað hvað þarf að vera til staðar í skólunum eigi að ná tökum á ástandinu. Starfsfólk þarf að vera stöðugt á vaktinni,“ segir Þorlákur. Einelti í 5. til 10. bekk mælist nú 6,2 prósent að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. Þessi tala var farin niður í 4,8 prósent árið 2012, sem var 7,6 prósent haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík mælist nú 5,5% prósent, talan var komin niður í 4,6 prósent árið 2012 en var 6,9 prósent árið 2007. Alls hafa 103 grunnskólar tekið með einhverjum hætti þátt í Olweusaráætluninni frá upphafi, haustið 2002. Síðastliðið skólaár var víðtæk eineltiskönnun lögð fyrir 6.400 nemendur. Nemendur í 4. til 10. bekk taka eineltiskönnun árlega, um er að ræða ítarlegan spurningalista þar sem meðal annars er spurt hvort þeir leggi aðra í einelti, hafi orðið vitni að slíku eða hafi orðið fyrir því. „Það væri réttar að tala um rannsókn fremur en könnun, þar sem við speglum mjög áhrifamikla þætti sem varpa ljósi á stöðu nemenda. Niðurstöðurnar hverju sinni kalla síðan á viðbrögð skólans og skólasamfélagsins alls,“ segir Þorlákur. Frá 2002 hefur eineltiskönnunin verið lögð fyrir meira en 160 þúsund nemendur. „Einelti í grunnskólum mældist almennt meira fyrir hrun. Það fór síðan minnkandi, en fer nú aftur heldur vaxandi. Þetta er samt ekki bein lína upp,“ segir Þorlákur. Fleira spilar þó inn í en einfaldlega staðan í efnahagsmálum. „Þegar þjóðin sigldi inn í kreppu þá voru skólarnir mjög meðvitaðir um að einelti gæti aukist. Starfsfólk var sérstaklega á varðbergi,“ segir Þorlákur. Sigríður Lára Haraldsdóttir, formaður fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun, segir erfitt að segja til um hvort einelti sé almennt að aukast. Fagráðið sér aðeins um erfiðustu málin, sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir innan skóla eða á vettvangi sveitarfélaga. Tilvísanir til fagráðsins eru tiltölulega fáar árlega, en Sigríður Lára vill ekki útiloka að málum sem rata ekki inn á borð til fagráðsins hafi fjölgað. „Við merkjum alltaf aukningu í fyrirspurnum í byrjun og enda skólaárs, en við erum ekki að finna neina aukningu í tilvísunum til okkar á milli ára,“ segir Sigríður Lára. „Það er því miður of mikið af eineltismálum, eitt mál er einu of mikið.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Einelti í grunnskólum hefur aukist á síðustu árum eftir að hafa farið minnkandi á hrunárunum. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. „Svo virðist við fyrstu sýn að þegar uppsveifan í efnahagslífinu kom aftur þá fari einelti upp á við,“ segir Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Hann segir erfitt að meta þróunina nákvæmlega nema byggja niðurstöður á sama hópi skóla yfir lengra tímabil. Skólarnir fylgist hver um sig með og bregst við í samræmi við mat nemenda á stöðu sinni. Í sumum skólum mælist ávallt lítið einelti. „Það er vitað hvað þarf að vera til staðar í skólunum eigi að ná tökum á ástandinu. Starfsfólk þarf að vera stöðugt á vaktinni,“ segir Þorlákur. Einelti í 5. til 10. bekk mælist nú 6,2 prósent að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. Þessi tala var farin niður í 4,8 prósent árið 2012, sem var 7,6 prósent haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík mælist nú 5,5% prósent, talan var komin niður í 4,6 prósent árið 2012 en var 6,9 prósent árið 2007. Alls hafa 103 grunnskólar tekið með einhverjum hætti þátt í Olweusaráætluninni frá upphafi, haustið 2002. Síðastliðið skólaár var víðtæk eineltiskönnun lögð fyrir 6.400 nemendur. Nemendur í 4. til 10. bekk taka eineltiskönnun árlega, um er að ræða ítarlegan spurningalista þar sem meðal annars er spurt hvort þeir leggi aðra í einelti, hafi orðið vitni að slíku eða hafi orðið fyrir því. „Það væri réttar að tala um rannsókn fremur en könnun, þar sem við speglum mjög áhrifamikla þætti sem varpa ljósi á stöðu nemenda. Niðurstöðurnar hverju sinni kalla síðan á viðbrögð skólans og skólasamfélagsins alls,“ segir Þorlákur. Frá 2002 hefur eineltiskönnunin verið lögð fyrir meira en 160 þúsund nemendur. „Einelti í grunnskólum mældist almennt meira fyrir hrun. Það fór síðan minnkandi, en fer nú aftur heldur vaxandi. Þetta er samt ekki bein lína upp,“ segir Þorlákur. Fleira spilar þó inn í en einfaldlega staðan í efnahagsmálum. „Þegar þjóðin sigldi inn í kreppu þá voru skólarnir mjög meðvitaðir um að einelti gæti aukist. Starfsfólk var sérstaklega á varðbergi,“ segir Þorlákur. Sigríður Lára Haraldsdóttir, formaður fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun, segir erfitt að segja til um hvort einelti sé almennt að aukast. Fagráðið sér aðeins um erfiðustu málin, sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir innan skóla eða á vettvangi sveitarfélaga. Tilvísanir til fagráðsins eru tiltölulega fáar árlega, en Sigríður Lára vill ekki útiloka að málum sem rata ekki inn á borð til fagráðsins hafi fjölgað. „Við merkjum alltaf aukningu í fyrirspurnum í byrjun og enda skólaárs, en við erum ekki að finna neina aukningu í tilvísunum til okkar á milli ára,“ segir Sigríður Lára. „Það er því miður of mikið af eineltismálum, eitt mál er einu of mikið.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira