Heimsþekktur leikari á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2019 15:30 John Hawkes í Winter´s Bone Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26. september til 6. október.John Hawkes er margverðlaunaður listamaður og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Winter´s Bone. Hann hefur leikið í bíómyndum eins og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem fékk Óskarsverðlaun, Golden Globe og BAFTA verðlaun, aukahlutverk í The American Gangster, The Sessions, Everest sem Baltasar Kormákur stýrði, Spielberg myndinni Lincoln og Life of Crime að ógleymdu stóru hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Deadwood. John Hawkes leikur aðalhlutverkið í opnunarmynd RIFF hátíðarinnar End of Sentence, í leikstjórn Elfars Aðalsteins, og mun koma til landsins í tilefni af frumsýningu á myndinni fimmtudaginn 26. september og daginn eftir, föstudaginn 27. september mun leikstjórinn Elfar eiga klukkustundar spjall við Hawkes um feril hans og í lokin mega áhorfendur spyrja spurninga úr sal. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. Myndin er í senn ljúfsár og kómísk en umfram allt hjartnæm. End of sentence var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Fjölmargir Íslendingar koma að gerð myndarinnar, eins og til dæmis Ólafur Darri Ólafsson, Kristján Loðmfjörð, Eva María Daníels, Karl Óskarsson, Valdís Óskarsdóttur, Pétur Ben, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Eggert Baldvinsson og þá er Sigurjón Sighvatsson einn framleiðenda myndarinnar. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkti myndina. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26. september til 6. október.John Hawkes er margverðlaunaður listamaður og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Winter´s Bone. Hann hefur leikið í bíómyndum eins og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem fékk Óskarsverðlaun, Golden Globe og BAFTA verðlaun, aukahlutverk í The American Gangster, The Sessions, Everest sem Baltasar Kormákur stýrði, Spielberg myndinni Lincoln og Life of Crime að ógleymdu stóru hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Deadwood. John Hawkes leikur aðalhlutverkið í opnunarmynd RIFF hátíðarinnar End of Sentence, í leikstjórn Elfars Aðalsteins, og mun koma til landsins í tilefni af frumsýningu á myndinni fimmtudaginn 26. september og daginn eftir, föstudaginn 27. september mun leikstjórinn Elfar eiga klukkustundar spjall við Hawkes um feril hans og í lokin mega áhorfendur spyrja spurninga úr sal. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. Myndin er í senn ljúfsár og kómísk en umfram allt hjartnæm. End of sentence var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Fjölmargir Íslendingar koma að gerð myndarinnar, eins og til dæmis Ólafur Darri Ólafsson, Kristján Loðmfjörð, Eva María Daníels, Karl Óskarsson, Valdís Óskarsdóttur, Pétur Ben, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Eggert Baldvinsson og þá er Sigurjón Sighvatsson einn framleiðenda myndarinnar. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkti myndina.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira