Ummæli sem rötuðu ekki í viðtal ýta undir kenningar um að nýi Batman muni kljást við nýja Jókerinn Birgir Olgeirsson skrifar 4. september 2019 11:22 Robert Pattinson mun leika Batmna í næstu mynd en Joaquin Phoenix leikur Jókerinn í mynd sem er væntanleg í október. Vísir/Getty Leikarinn Robert Pattinson hefur eins og frægt er orðið verið ráðinn til að leika ungan Batman í næstu mynd. Leikarinn mun taka við Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne sem ber glæpamenn Gotham í skjóli nætur klæddur sem leðurblökumaður. Væntanleg er mynd um erkióvin Batman, Jókerinn, sem Joaquin Phoenix leikur en þeirrar myndar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Hafa gagnrýnendur farið fögrum orðum um þessa Jóker-mynd og Phoenix orðaður við Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína. Í þessari Jóker mynd er Batman þó hvergi sjáanlegur. Myndin einblínir á baksögu Jókersins, hvað það var sem gerði hann svo brenglaðan. Pattinson mætti nýverið í viðtali við Variety þar sem hann tjáði sig um þessa væntanlegu Batman-mynd sína en þar sagðist hann hafa reiðst mikið þegar fregnir láku út þess efnis að hann væri orðaður við hlutverkið. Hélt Pattinson að það myndi gera út um möguleika sína um að hreppa þetta eftirsótta hlutverk. En það voru þó ekki þau ummæli sem vöktu hvað mesta athygli, heldur ummæli sem eru í raun ekki í viðtalinu sjálfu. Sá sem tók viðtalið tók fram í textanum að á einum stað í samtali hans við PAttinson hafi leikarinn tjáð sig lítillega um Joker-myndina hans Joaquin Phoenix áður en hann bað blaðamanninn um að fá að draga þau ummæli til baka. Sagði Pattinson við blaðamanninn að hann væri ekki vanur því að þurfa að halda trúnaði varðandi verkefnin sín. Því er hreinlega ekki vitað hvað Pattinson sagði nákvæmlega eða hvort það hafi yfir höfuð verið eitthvað merkilegt. Það hefur þó ekki stoppað aðdáendur Batman-mynda í að mynda sér skoðun á því hvað það mögulega hafi verið. Telja margir þetta þýða að líkur séu á að áhorfendur fái að sjá Robert Pattinson og Joaquin Phoenix saman í mynd um Batman og Jókerinn.Variety tók fram að ummæli Pattinson hafi varðað Joaquin Phoenix en ekki Jóker-myndina sjálfa sem hefur leitt til þess að margir halda í dag að Warner Bros.-myndverið sé með eitthvað meira í bígerð í nánustu framtíð. Hollywood Tengdar fréttir Joker sögð ógnvekjandi og sláandi: Spá Joaquin Phoenix Óskarsverðlaunatilnefningu Gagnrýnendur hafa fengið að sjá nýjustu myndina um illmennið Jókerinn á kvikmyndahátíðinni á Feneyjum og er óhætt að segja að þeir hafi verið nokkuð hrifnir. 31. ágúst 2019 19:03 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Leikarinn Robert Pattinson hefur eins og frægt er orðið verið ráðinn til að leika ungan Batman í næstu mynd. Leikarinn mun taka við Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne sem ber glæpamenn Gotham í skjóli nætur klæddur sem leðurblökumaður. Væntanleg er mynd um erkióvin Batman, Jókerinn, sem Joaquin Phoenix leikur en þeirrar myndar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Hafa gagnrýnendur farið fögrum orðum um þessa Jóker-mynd og Phoenix orðaður við Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína. Í þessari Jóker mynd er Batman þó hvergi sjáanlegur. Myndin einblínir á baksögu Jókersins, hvað það var sem gerði hann svo brenglaðan. Pattinson mætti nýverið í viðtali við Variety þar sem hann tjáði sig um þessa væntanlegu Batman-mynd sína en þar sagðist hann hafa reiðst mikið þegar fregnir láku út þess efnis að hann væri orðaður við hlutverkið. Hélt Pattinson að það myndi gera út um möguleika sína um að hreppa þetta eftirsótta hlutverk. En það voru þó ekki þau ummæli sem vöktu hvað mesta athygli, heldur ummæli sem eru í raun ekki í viðtalinu sjálfu. Sá sem tók viðtalið tók fram í textanum að á einum stað í samtali hans við PAttinson hafi leikarinn tjáð sig lítillega um Joker-myndina hans Joaquin Phoenix áður en hann bað blaðamanninn um að fá að draga þau ummæli til baka. Sagði Pattinson við blaðamanninn að hann væri ekki vanur því að þurfa að halda trúnaði varðandi verkefnin sín. Því er hreinlega ekki vitað hvað Pattinson sagði nákvæmlega eða hvort það hafi yfir höfuð verið eitthvað merkilegt. Það hefur þó ekki stoppað aðdáendur Batman-mynda í að mynda sér skoðun á því hvað það mögulega hafi verið. Telja margir þetta þýða að líkur séu á að áhorfendur fái að sjá Robert Pattinson og Joaquin Phoenix saman í mynd um Batman og Jókerinn.Variety tók fram að ummæli Pattinson hafi varðað Joaquin Phoenix en ekki Jóker-myndina sjálfa sem hefur leitt til þess að margir halda í dag að Warner Bros.-myndverið sé með eitthvað meira í bígerð í nánustu framtíð.
Hollywood Tengdar fréttir Joker sögð ógnvekjandi og sláandi: Spá Joaquin Phoenix Óskarsverðlaunatilnefningu Gagnrýnendur hafa fengið að sjá nýjustu myndina um illmennið Jókerinn á kvikmyndahátíðinni á Feneyjum og er óhætt að segja að þeir hafi verið nokkuð hrifnir. 31. ágúst 2019 19:03 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Joker sögð ógnvekjandi og sláandi: Spá Joaquin Phoenix Óskarsverðlaunatilnefningu Gagnrýnendur hafa fengið að sjá nýjustu myndina um illmennið Jókerinn á kvikmyndahátíðinni á Feneyjum og er óhætt að segja að þeir hafi verið nokkuð hrifnir. 31. ágúst 2019 19:03