Ummæli sem rötuðu ekki í viðtal ýta undir kenningar um að nýi Batman muni kljást við nýja Jókerinn Birgir Olgeirsson skrifar 4. september 2019 11:22 Robert Pattinson mun leika Batmna í næstu mynd en Joaquin Phoenix leikur Jókerinn í mynd sem er væntanleg í október. Vísir/Getty Leikarinn Robert Pattinson hefur eins og frægt er orðið verið ráðinn til að leika ungan Batman í næstu mynd. Leikarinn mun taka við Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne sem ber glæpamenn Gotham í skjóli nætur klæddur sem leðurblökumaður. Væntanleg er mynd um erkióvin Batman, Jókerinn, sem Joaquin Phoenix leikur en þeirrar myndar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Hafa gagnrýnendur farið fögrum orðum um þessa Jóker-mynd og Phoenix orðaður við Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína. Í þessari Jóker mynd er Batman þó hvergi sjáanlegur. Myndin einblínir á baksögu Jókersins, hvað það var sem gerði hann svo brenglaðan. Pattinson mætti nýverið í viðtali við Variety þar sem hann tjáði sig um þessa væntanlegu Batman-mynd sína en þar sagðist hann hafa reiðst mikið þegar fregnir láku út þess efnis að hann væri orðaður við hlutverkið. Hélt Pattinson að það myndi gera út um möguleika sína um að hreppa þetta eftirsótta hlutverk. En það voru þó ekki þau ummæli sem vöktu hvað mesta athygli, heldur ummæli sem eru í raun ekki í viðtalinu sjálfu. Sá sem tók viðtalið tók fram í textanum að á einum stað í samtali hans við PAttinson hafi leikarinn tjáð sig lítillega um Joker-myndina hans Joaquin Phoenix áður en hann bað blaðamanninn um að fá að draga þau ummæli til baka. Sagði Pattinson við blaðamanninn að hann væri ekki vanur því að þurfa að halda trúnaði varðandi verkefnin sín. Því er hreinlega ekki vitað hvað Pattinson sagði nákvæmlega eða hvort það hafi yfir höfuð verið eitthvað merkilegt. Það hefur þó ekki stoppað aðdáendur Batman-mynda í að mynda sér skoðun á því hvað það mögulega hafi verið. Telja margir þetta þýða að líkur séu á að áhorfendur fái að sjá Robert Pattinson og Joaquin Phoenix saman í mynd um Batman og Jókerinn.Variety tók fram að ummæli Pattinson hafi varðað Joaquin Phoenix en ekki Jóker-myndina sjálfa sem hefur leitt til þess að margir halda í dag að Warner Bros.-myndverið sé með eitthvað meira í bígerð í nánustu framtíð. Hollywood Tengdar fréttir Joker sögð ógnvekjandi og sláandi: Spá Joaquin Phoenix Óskarsverðlaunatilnefningu Gagnrýnendur hafa fengið að sjá nýjustu myndina um illmennið Jókerinn á kvikmyndahátíðinni á Feneyjum og er óhætt að segja að þeir hafi verið nokkuð hrifnir. 31. ágúst 2019 19:03 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Leikarinn Robert Pattinson hefur eins og frægt er orðið verið ráðinn til að leika ungan Batman í næstu mynd. Leikarinn mun taka við Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne sem ber glæpamenn Gotham í skjóli nætur klæddur sem leðurblökumaður. Væntanleg er mynd um erkióvin Batman, Jókerinn, sem Joaquin Phoenix leikur en þeirrar myndar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Hafa gagnrýnendur farið fögrum orðum um þessa Jóker-mynd og Phoenix orðaður við Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína. Í þessari Jóker mynd er Batman þó hvergi sjáanlegur. Myndin einblínir á baksögu Jókersins, hvað það var sem gerði hann svo brenglaðan. Pattinson mætti nýverið í viðtali við Variety þar sem hann tjáði sig um þessa væntanlegu Batman-mynd sína en þar sagðist hann hafa reiðst mikið þegar fregnir láku út þess efnis að hann væri orðaður við hlutverkið. Hélt Pattinson að það myndi gera út um möguleika sína um að hreppa þetta eftirsótta hlutverk. En það voru þó ekki þau ummæli sem vöktu hvað mesta athygli, heldur ummæli sem eru í raun ekki í viðtalinu sjálfu. Sá sem tók viðtalið tók fram í textanum að á einum stað í samtali hans við PAttinson hafi leikarinn tjáð sig lítillega um Joker-myndina hans Joaquin Phoenix áður en hann bað blaðamanninn um að fá að draga þau ummæli til baka. Sagði Pattinson við blaðamanninn að hann væri ekki vanur því að þurfa að halda trúnaði varðandi verkefnin sín. Því er hreinlega ekki vitað hvað Pattinson sagði nákvæmlega eða hvort það hafi yfir höfuð verið eitthvað merkilegt. Það hefur þó ekki stoppað aðdáendur Batman-mynda í að mynda sér skoðun á því hvað það mögulega hafi verið. Telja margir þetta þýða að líkur séu á að áhorfendur fái að sjá Robert Pattinson og Joaquin Phoenix saman í mynd um Batman og Jókerinn.Variety tók fram að ummæli Pattinson hafi varðað Joaquin Phoenix en ekki Jóker-myndina sjálfa sem hefur leitt til þess að margir halda í dag að Warner Bros.-myndverið sé með eitthvað meira í bígerð í nánustu framtíð.
Hollywood Tengdar fréttir Joker sögð ógnvekjandi og sláandi: Spá Joaquin Phoenix Óskarsverðlaunatilnefningu Gagnrýnendur hafa fengið að sjá nýjustu myndina um illmennið Jókerinn á kvikmyndahátíðinni á Feneyjum og er óhætt að segja að þeir hafi verið nokkuð hrifnir. 31. ágúst 2019 19:03 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Joker sögð ógnvekjandi og sláandi: Spá Joaquin Phoenix Óskarsverðlaunatilnefningu Gagnrýnendur hafa fengið að sjá nýjustu myndina um illmennið Jókerinn á kvikmyndahátíðinni á Feneyjum og er óhætt að segja að þeir hafi verið nokkuð hrifnir. 31. ágúst 2019 19:03