Verður málverkið af Bjarna uppi á veggnum í Höfða? Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2019 12:12 Reagan og Gorbatsjof í fundarherbeginu í Höfða á opinberri ljósmynd af leiðtogafundinum. Málverkið af Bjarna Benediktssyni hefur síðan verið tilefni sérkennilegrar togstreitu. Mynd/Hvíta húsið. Málverkið af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, sem er svo áberandi á sögulegum ljósmyndum frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða árið 1986, hefur síðan verið tilefni furðulegrar togstreitu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það virðist nefnilega sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum í Höfða eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi.Málverkið af Bjarna Benediktssyni.Bjarni Benediktsson, sem var afabróðir núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og alnafna, var helsti forystumaður sjálfstæðismanna um þriggja áratuga skeið, meðal annars borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 1940 til 1947, en síðan utanríkisráðherra og forsætisráðherra, samhliða flokksformennsku. Málverkið, þar sem Bjarni horfir haukfránum augum yfir tvo valdamestu menn heimsins, fékk að vera áfram á sínum stað í Höfða næstu árin eftir leiðtogafundinn allt til ársins 1994 þegar R-listinn náði meirihlutanum í borginni undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þá var málverkið tekið niður. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda árið 2006 var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur. Það var gert með viðhöfn en meðal viðstaddra voru Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar, Kjartan Gunnarsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þegar vinstri menn náðu svo næst völdunum var málverkið aftur fjarlægt úr Höfða. Núna bíða margir spenntir að sjá hvort málverkið af Bjarna verði komið upp á ný í dag í fundarherberginu fræga þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tekur á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Ætlunin er meðal annars að fara með varaforsetann í sérstaka sýningarferð um húsakynnin í Höfða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum þar sem fjallað var um málverkið í tilefni þess að þá stóð til að gera Hollywood-kvikmynd um leiðtogafundinn: Heimsókn Mike Pence Íslandsvinir Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Höfði pantaður í tökur með Michael Douglas Stórleikarinn Michael Douglas segist afar spenntur að fá að leika Ronald Reagan í kvikmynd um leiðtogafundinn í Reykjavík. 23. júní 2014 22:15 Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Málverkið af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, sem er svo áberandi á sögulegum ljósmyndum frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða árið 1986, hefur síðan verið tilefni furðulegrar togstreitu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það virðist nefnilega sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum í Höfða eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi.Málverkið af Bjarna Benediktssyni.Bjarni Benediktsson, sem var afabróðir núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og alnafna, var helsti forystumaður sjálfstæðismanna um þriggja áratuga skeið, meðal annars borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 1940 til 1947, en síðan utanríkisráðherra og forsætisráðherra, samhliða flokksformennsku. Málverkið, þar sem Bjarni horfir haukfránum augum yfir tvo valdamestu menn heimsins, fékk að vera áfram á sínum stað í Höfða næstu árin eftir leiðtogafundinn allt til ársins 1994 þegar R-listinn náði meirihlutanum í borginni undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þá var málverkið tekið niður. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda árið 2006 var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur. Það var gert með viðhöfn en meðal viðstaddra voru Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar, Kjartan Gunnarsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þegar vinstri menn náðu svo næst völdunum var málverkið aftur fjarlægt úr Höfða. Núna bíða margir spenntir að sjá hvort málverkið af Bjarna verði komið upp á ný í dag í fundarherberginu fræga þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tekur á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Ætlunin er meðal annars að fara með varaforsetann í sérstaka sýningarferð um húsakynnin í Höfða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum þar sem fjallað var um málverkið í tilefni þess að þá stóð til að gera Hollywood-kvikmynd um leiðtogafundinn:
Heimsókn Mike Pence Íslandsvinir Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Höfði pantaður í tökur með Michael Douglas Stórleikarinn Michael Douglas segist afar spenntur að fá að leika Ronald Reagan í kvikmynd um leiðtogafundinn í Reykjavík. 23. júní 2014 22:15 Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Höfði pantaður í tökur með Michael Douglas Stórleikarinn Michael Douglas segist afar spenntur að fá að leika Ronald Reagan í kvikmynd um leiðtogafundinn í Reykjavík. 23. júní 2014 22:15
Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09