Orðin ein og sér duga ekki Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 5. september 2019 07:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem birt var 30. nóvember árið 2017 stendur eftirfarandi setning: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Ýmislegt hefur gengið eftir sem boðað er í stefnuyfirlýsingunni, en ekki sá þáttur sem snertir rekstrargrunn hjúkrunarheimila og dagþjálfun og vitnað er til hér að ofan. Nú er kjörtímabilið nær hálfnað og á þeim tveimur árum sem ríkisstjórnin hefur setið við völd hefur hún hrint í framkvæmd stöðugum skerðingum á rekstrarframlagi til hjúkrunarheimila og hefur að auki boðað að svo verði áfram til og með árinu 2021, en áætlunin gildir til 2024. Samkvæmt áætluninni fá aðrar heilbrigðisstofnanir en hjúkrunarheimili aukið framlag og því ber auðvitað að fagna.Róðurinn þyngist ár frá ári Eins og Ríkisendurskoðun hefur bent á í skýrslum sínum er rekstur hjúkrunarheimila almennt mjög þungur og hefur róðurinn þyngst ár frá ári í samræmi við fjárhagsskerðingar ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi skiptir einnig máli að ekki er lengur í gildi rammasamningur milli hjúkrunarheimilanna og Sjúkratrygginga Íslands, en síðasti samningur sem tók gildi 2016 rann sitt skeið í árslok 2018 þegar Sjúkratryggingar breyttu aðferðafræði sinni við útgreiðslu fjármagns tengt RAI-mati og einnig vinnubrögðum við úthlutun smæðarálags. Ákvörðun Sjúkratrygginga var tekin einhliða og án viðræðna við hjúkrunarheimilin, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) eða Samband íslenskra sveitarfélaga. SFV og sveitarfélögin starfrækja sameiginlega samninganefnd f.h. öldrunarstofnana við hið opinbera og ríkir mikill og góður samhljómur í þeim hópi.Galin fjármálaáætlun? Í fyrrnefndri fjármálaáætlun kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í tengslum við málefnasvið hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu sé átak sem felst í fjölgun hjúkrunarrýma bæði með endurgerð eldri rýma og byggingu nýrra, m.a. með byggingu hjúkrunarheimila. Er um að ræða rúmlega 900 rými í heild. Stjórnvöld hafa boðað að 717 rými verði byggð til 2024 þegar áætlað er að þau verði orðin 3.433 í heild, sem er 26% aukning frá árinu 2018. Á sama tíma gerir ríkisstjórnin ráð fyrir aðeins 6% auknu fjármagni til rekstrar málefnasviðsins, enda viðurkennt að í fjármálaáætluninni hefur lítið tillit verið tekið til byggingar eða rekstrar nýju hjúkrunarrýmanna.Fyrirheitin reynst orðin tóm Þau fyrirheit ríkisstjórnarinnar 30. nóvember 2017 um að hugað skyldi að styrkingu rekstrargrundvallar hjúkrunarheimila landsins, hafa á þeim 21 mánuði sem stjórnin hefur setið við völd að miklu leyti reynst orðin tóm enda áframhaldandi raunskerðingar boðaðar til og með árinu 2021 ár í það minnsta. En lengi skal manninn reyna. Því skora ég á Alþingi og ekki síst fjárveitingavaldið að fara alvarlega ofan í saumana á fjárhagsgrunni hjúkrunarheimilanna og rýna betur skýrslur Ríkisendurskoðunar um málefnasviðið. Trúverðugt samtal milli fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins, Sjúkratrygginga Íslands, öldrunarstofnana og sveitarfélaga væri gott fyrsta skref. Forsenda árangurs og breiðari sáttar um málaflokkinn er stóraukið samráð og skilningur á eðli rekstrar hjúkrunarheimila sem eru ein af mikilvægustu grunnstoðum íslenska velferðarkerfisins. Orð á blaði duga ekki ein og sér.Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Bjarki Þorsteinsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem birt var 30. nóvember árið 2017 stendur eftirfarandi setning: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Ýmislegt hefur gengið eftir sem boðað er í stefnuyfirlýsingunni, en ekki sá þáttur sem snertir rekstrargrunn hjúkrunarheimila og dagþjálfun og vitnað er til hér að ofan. Nú er kjörtímabilið nær hálfnað og á þeim tveimur árum sem ríkisstjórnin hefur setið við völd hefur hún hrint í framkvæmd stöðugum skerðingum á rekstrarframlagi til hjúkrunarheimila og hefur að auki boðað að svo verði áfram til og með árinu 2021, en áætlunin gildir til 2024. Samkvæmt áætluninni fá aðrar heilbrigðisstofnanir en hjúkrunarheimili aukið framlag og því ber auðvitað að fagna.Róðurinn þyngist ár frá ári Eins og Ríkisendurskoðun hefur bent á í skýrslum sínum er rekstur hjúkrunarheimila almennt mjög þungur og hefur róðurinn þyngst ár frá ári í samræmi við fjárhagsskerðingar ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi skiptir einnig máli að ekki er lengur í gildi rammasamningur milli hjúkrunarheimilanna og Sjúkratrygginga Íslands, en síðasti samningur sem tók gildi 2016 rann sitt skeið í árslok 2018 þegar Sjúkratryggingar breyttu aðferðafræði sinni við útgreiðslu fjármagns tengt RAI-mati og einnig vinnubrögðum við úthlutun smæðarálags. Ákvörðun Sjúkratrygginga var tekin einhliða og án viðræðna við hjúkrunarheimilin, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) eða Samband íslenskra sveitarfélaga. SFV og sveitarfélögin starfrækja sameiginlega samninganefnd f.h. öldrunarstofnana við hið opinbera og ríkir mikill og góður samhljómur í þeim hópi.Galin fjármálaáætlun? Í fyrrnefndri fjármálaáætlun kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í tengslum við málefnasvið hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu sé átak sem felst í fjölgun hjúkrunarrýma bæði með endurgerð eldri rýma og byggingu nýrra, m.a. með byggingu hjúkrunarheimila. Er um að ræða rúmlega 900 rými í heild. Stjórnvöld hafa boðað að 717 rými verði byggð til 2024 þegar áætlað er að þau verði orðin 3.433 í heild, sem er 26% aukning frá árinu 2018. Á sama tíma gerir ríkisstjórnin ráð fyrir aðeins 6% auknu fjármagni til rekstrar málefnasviðsins, enda viðurkennt að í fjármálaáætluninni hefur lítið tillit verið tekið til byggingar eða rekstrar nýju hjúkrunarrýmanna.Fyrirheitin reynst orðin tóm Þau fyrirheit ríkisstjórnarinnar 30. nóvember 2017 um að hugað skyldi að styrkingu rekstrargrundvallar hjúkrunarheimila landsins, hafa á þeim 21 mánuði sem stjórnin hefur setið við völd að miklu leyti reynst orðin tóm enda áframhaldandi raunskerðingar boðaðar til og með árinu 2021 ár í það minnsta. En lengi skal manninn reyna. Því skora ég á Alþingi og ekki síst fjárveitingavaldið að fara alvarlega ofan í saumana á fjárhagsgrunni hjúkrunarheimilanna og rýna betur skýrslur Ríkisendurskoðunar um málefnasviðið. Trúverðugt samtal milli fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins, Sjúkratrygginga Íslands, öldrunarstofnana og sveitarfélaga væri gott fyrsta skref. Forsenda árangurs og breiðari sáttar um málaflokkinn er stóraukið samráð og skilningur á eðli rekstrar hjúkrunarheimila sem eru ein af mikilvægustu grunnstoðum íslenska velferðarkerfisins. Orð á blaði duga ekki ein og sér.Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun