„Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. september 2019 19:30 Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Augljós tilgangur heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands hafi meðal annars verið að senda Kínverjum skýr skilaboð. Þótt efnahags- og viðskiptamál hafi verið í brennidepli á fundi utanríkisráðherra og varaforseta Bandaríkjanna í gær hafa öryggis- og varnarmál jafnframt verið fyrirferðarmikil í umræðunni. Áform um uppbyggingu og viðhald á mannvirkjum á varnarsvæðinu í Keflavík hafa vakið óhug meðal hernaðarandstæðinga sem óttast margir hverjir aukin hernaðarumsvif við Ísland. „Það er ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli,“ segir Albert. Aðeins sé um að ræða viðhald og endurnýjun á mannvirkjum. „Það sem á sér stað er viðhald og endurnýjun á flughlöðum og akstursbrautum og búnaði tengdu því og það er verið líka að gera breytingar á flugskýli vegna þess að það er verið að taka í notkun nýja tegund af kafbátaleitarvélum.“Lykilforsendur fyrir hersetu löngu brostnar Hann telur langsótt að halda því fram að föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi verði aftur að veruleika eins og sakir standa nú. „Lykilforsendur [fastrar viðveru Bandaríkjahers] eru ekki á Norðurslóðum, þær eru á meginlandi Evrópu. Og þær hurfu, forsendur fyrir herstöð á Íslandi hurfu með kalda stríðinu og með Sovétríkjunum og Rússland er ekki og verður ekki arftaki Sovétríkjanna,“ útskýrir Albert. Hins vegar hafi Ísland áfram ákveðna hernaðarlega þýðingu, en miklu almennari en áður. „Sem tengist ákveðnum stuðningi við hugsanlegar, en mjög ólíklegar auðvitað, hernaðaraðgerðir í Norðurhöfum eða átök þar.“ Að mati Alberts virðist sem fleira en öryggis- og varnarsamvinna og viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna hafi verið varaforsetanum ofarlega í huga. „Það virðist sem megin tilgangur heimsóknar varaforsetans frá hans bæjardyrum séð var að senda Kínverjum skilaboð, svo ótrúlegt sem það kann nú að hljóma.“ Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Augljós tilgangur heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands hafi meðal annars verið að senda Kínverjum skýr skilaboð. Þótt efnahags- og viðskiptamál hafi verið í brennidepli á fundi utanríkisráðherra og varaforseta Bandaríkjanna í gær hafa öryggis- og varnarmál jafnframt verið fyrirferðarmikil í umræðunni. Áform um uppbyggingu og viðhald á mannvirkjum á varnarsvæðinu í Keflavík hafa vakið óhug meðal hernaðarandstæðinga sem óttast margir hverjir aukin hernaðarumsvif við Ísland. „Það er ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli,“ segir Albert. Aðeins sé um að ræða viðhald og endurnýjun á mannvirkjum. „Það sem á sér stað er viðhald og endurnýjun á flughlöðum og akstursbrautum og búnaði tengdu því og það er verið líka að gera breytingar á flugskýli vegna þess að það er verið að taka í notkun nýja tegund af kafbátaleitarvélum.“Lykilforsendur fyrir hersetu löngu brostnar Hann telur langsótt að halda því fram að föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi verði aftur að veruleika eins og sakir standa nú. „Lykilforsendur [fastrar viðveru Bandaríkjahers] eru ekki á Norðurslóðum, þær eru á meginlandi Evrópu. Og þær hurfu, forsendur fyrir herstöð á Íslandi hurfu með kalda stríðinu og með Sovétríkjunum og Rússland er ekki og verður ekki arftaki Sovétríkjanna,“ útskýrir Albert. Hins vegar hafi Ísland áfram ákveðna hernaðarlega þýðingu, en miklu almennari en áður. „Sem tengist ákveðnum stuðningi við hugsanlegar, en mjög ólíklegar auðvitað, hernaðaraðgerðir í Norðurhöfum eða átök þar.“ Að mati Alberts virðist sem fleira en öryggis- og varnarsamvinna og viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna hafi verið varaforsetanum ofarlega í huga. „Það virðist sem megin tilgangur heimsóknar varaforsetans frá hans bæjardyrum séð var að senda Kínverjum skilaboð, svo ótrúlegt sem það kann nú að hljóma.“
Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira