Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2019 16:58 Svona leit Bústaðavegurinn út á slaginu sex. Vísir/Vilhelm Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. Hringbraut í vesturátt er sérstaklega slæm og teygir umferðin sig langt út á Granda. Framkvæmdir á Bústaðavegi, sem tilkynnt var um 30. ágúst á vef Vegagerðarinnar, gætu átt hlut að máli. Þau svör fengust hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að ekkert slys hefði átt sér stað. Bústaðavegurinn væri leiðinlegur og búið að takmarka umferð um veginn. „Það er bara allt pikkstopp í bænum,“ sagði starfsmaður slökkviliðsins. Í tilkynningu um framkvæmdir við lengingu fráfreinar og breikkun rampa á Bústaðavegi frá 30. ágúst segir eftirfarandi: Framkvæmdir eru hafnar við breytingar - og breikkun fráreinar til austurs við hlið syðri akreina á Bústaðavegi, þ.e. milli Suðurhlíðar og Kringlumýrarbrautar. Á þessum kafla verður annarri akrein fyrir umferð til austurs um Bústaðaveg lokað tímabundið, á meðan á framkvæmdinni stendur. Einnig verður unnið við umferðarljós og breytingar á akreinum akstursrampa Bústaðavegar, til suðurs að Kringlumýrarbraut (Hafnarfjarðarvegi (40)).Framkvæmdir munu standa yfir á þessu svæði nú í haust og eru verklok áætluð 15. nóvember 2019. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við akstur um vinnusvæðið. Hér að neðan má sjá myndir sem teknar eru af umferðinni í Reykjavík nú á sjötta tímanum. Enn voru langar bílaraðir á Miklubraut og Hringbraut, sem og á Bústaðavegi.Horft yfir Miklubraut klukkan 18:00.Vísir/TumiLöng bílaröð á Hringbraut til vesturs klukkan 18:13.Vísir/TumiSnærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, lýsir reynslu sinni af skutli síðdegis í dag.Umferðin við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar klukkan 18:34.Vísir/Stefán ÁrniMargrét Erla Maack veltir umferðinni sömuleiðis fyrir sér. Er eitthvað slys eða er þetta venjulegt umferðaröngþveiti á Hringbraut, Njarðargötu, Skúlagötu og götunni hjá Háskólanum (Oddagötu??) Kv konan sem er aldrei í umferðinni— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) September 5, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. Hringbraut í vesturátt er sérstaklega slæm og teygir umferðin sig langt út á Granda. Framkvæmdir á Bústaðavegi, sem tilkynnt var um 30. ágúst á vef Vegagerðarinnar, gætu átt hlut að máli. Þau svör fengust hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að ekkert slys hefði átt sér stað. Bústaðavegurinn væri leiðinlegur og búið að takmarka umferð um veginn. „Það er bara allt pikkstopp í bænum,“ sagði starfsmaður slökkviliðsins. Í tilkynningu um framkvæmdir við lengingu fráfreinar og breikkun rampa á Bústaðavegi frá 30. ágúst segir eftirfarandi: Framkvæmdir eru hafnar við breytingar - og breikkun fráreinar til austurs við hlið syðri akreina á Bústaðavegi, þ.e. milli Suðurhlíðar og Kringlumýrarbrautar. Á þessum kafla verður annarri akrein fyrir umferð til austurs um Bústaðaveg lokað tímabundið, á meðan á framkvæmdinni stendur. Einnig verður unnið við umferðarljós og breytingar á akreinum akstursrampa Bústaðavegar, til suðurs að Kringlumýrarbraut (Hafnarfjarðarvegi (40)).Framkvæmdir munu standa yfir á þessu svæði nú í haust og eru verklok áætluð 15. nóvember 2019. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við akstur um vinnusvæðið. Hér að neðan má sjá myndir sem teknar eru af umferðinni í Reykjavík nú á sjötta tímanum. Enn voru langar bílaraðir á Miklubraut og Hringbraut, sem og á Bústaðavegi.Horft yfir Miklubraut klukkan 18:00.Vísir/TumiLöng bílaröð á Hringbraut til vesturs klukkan 18:13.Vísir/TumiSnærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, lýsir reynslu sinni af skutli síðdegis í dag.Umferðin við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar klukkan 18:34.Vísir/Stefán ÁrniMargrét Erla Maack veltir umferðinni sömuleiðis fyrir sér. Er eitthvað slys eða er þetta venjulegt umferðaröngþveiti á Hringbraut, Njarðargötu, Skúlagötu og götunni hjá Háskólanum (Oddagötu??) Kv konan sem er aldrei í umferðinni— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) September 5, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira