Kominn ár á eftir áætlun Benedikt Bóas. skrifar 6. september 2019 09:00 Laugardalsvöllur. Getty/Oliver Hardt Á morgun leikur íslenska landsliðið leik í undankeppni EM við Moldóvu á um 60 ára gömlum úr sér gengnum Laugardalsvelli. Það er ekki enn uppselt á leikinn en samkvæmt frétt fótbolta.net á miðvikudag voru um 2.000 sæti laus. Nýr Laugardalsvöllur hefur verið í deiglunni lengi. Ofboðslegt tap er af honum á hverju ár eins og greint hefur verið frá. Ýmislegt hefur verið sagt en ekkert hefur enn gerst. Í skýrslu KPMG sem kynnt var í borgarráði Reykjavíkurborgar þann 10. apríl í fyrra kemur fram að nýr völlur eigi að rísa vorið 2021. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það mun ekki nást. Þó snögg séum, þá tel ég að það gangi ekki eftir,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, léttur. Í fundargerð KSÍ frá því í júní kemur fram að undirbúningsfélag um framtíð Laugardalsvallar hafi hist í fyrsta sinn. Félagið var skipað í kjölfar starfshóps sem ríkið og Reykjavíkurborg með KSÍ skipaði um uppbyggingu Laugardalsvallar. Í fundargerð borgarráðs frá 12. apríl kemur fram að borgarráð samþykkti félagið sem heitir Þjóðarleikvangur ehf. Guðni segir að góður gangur sé í störfum félagsins sem leitt er af Árna Geir Pálssyni. „Það er fundað vikulega og góður gangur í félaginu. Ég er ánægður með það því það hafði dregist að hefja þessa vinnu. Það er verið að vanda sig og það er ljóst að þessari vinnu lýkur á næsta ári og þá er endanlega kominn tími á að taka ákvörðun í málinu.“Á morgun mun íslenska landsliðið ganga inn á hið forna mannvirki í Laugardal. Fréttablaðið/AntonStarfshópurinn kynnti tvo kosti þegar kemur að nýjum Laugardalsvelli. Annars vegar opinn knattspyrnuvöll sem rúmaði 17.500 manns í sæti í stúkum umhverfis völlinn og hins vegar fjölnotaleikvang með opnanlegu þaki og 20.000 sætum. Sá völlur myndi einnig gera aðstöðu til viðburðahalds á Íslandi betri og þar af leiðandi gefa færi á auknum tekjum vegna annarra viðburða sem ella gætu ekki farið fram á Íslandi. Guðni segir að undirbúningsfélagið sé ekki að binda sig niður við stærð vallanna. Ef önnur stærð eða gerð valla komi upp þá sé það skoðað, eins og allt annað. Það sé jú verið að vanda til verka. „Völlurinn og aðstaðan fyrir áhorfendur, fatlaða, fjölmiðlafólk og leikmenn stenst ekki kröfur nútímans. Völlurinn er líka barn síns tíma. Tímarnir hafa breyst og kröfurnar eru meiri. Sú staðreynd að þurfa að byrja og ljúka riðlakeppninni á útivelli því við getum ekki spilað hér heima er dragbítur á okkar árangri. Þessi árangur okkar, EM 2016 og HM 2018 það var mikil lyftistöng, ekki bara fyrir fótboltann heldur íslenskt samfélag í heild.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
Á morgun leikur íslenska landsliðið leik í undankeppni EM við Moldóvu á um 60 ára gömlum úr sér gengnum Laugardalsvelli. Það er ekki enn uppselt á leikinn en samkvæmt frétt fótbolta.net á miðvikudag voru um 2.000 sæti laus. Nýr Laugardalsvöllur hefur verið í deiglunni lengi. Ofboðslegt tap er af honum á hverju ár eins og greint hefur verið frá. Ýmislegt hefur verið sagt en ekkert hefur enn gerst. Í skýrslu KPMG sem kynnt var í borgarráði Reykjavíkurborgar þann 10. apríl í fyrra kemur fram að nýr völlur eigi að rísa vorið 2021. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það mun ekki nást. Þó snögg séum, þá tel ég að það gangi ekki eftir,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, léttur. Í fundargerð KSÍ frá því í júní kemur fram að undirbúningsfélag um framtíð Laugardalsvallar hafi hist í fyrsta sinn. Félagið var skipað í kjölfar starfshóps sem ríkið og Reykjavíkurborg með KSÍ skipaði um uppbyggingu Laugardalsvallar. Í fundargerð borgarráðs frá 12. apríl kemur fram að borgarráð samþykkti félagið sem heitir Þjóðarleikvangur ehf. Guðni segir að góður gangur sé í störfum félagsins sem leitt er af Árna Geir Pálssyni. „Það er fundað vikulega og góður gangur í félaginu. Ég er ánægður með það því það hafði dregist að hefja þessa vinnu. Það er verið að vanda sig og það er ljóst að þessari vinnu lýkur á næsta ári og þá er endanlega kominn tími á að taka ákvörðun í málinu.“Á morgun mun íslenska landsliðið ganga inn á hið forna mannvirki í Laugardal. Fréttablaðið/AntonStarfshópurinn kynnti tvo kosti þegar kemur að nýjum Laugardalsvelli. Annars vegar opinn knattspyrnuvöll sem rúmaði 17.500 manns í sæti í stúkum umhverfis völlinn og hins vegar fjölnotaleikvang með opnanlegu þaki og 20.000 sætum. Sá völlur myndi einnig gera aðstöðu til viðburðahalds á Íslandi betri og þar af leiðandi gefa færi á auknum tekjum vegna annarra viðburða sem ella gætu ekki farið fram á Íslandi. Guðni segir að undirbúningsfélagið sé ekki að binda sig niður við stærð vallanna. Ef önnur stærð eða gerð valla komi upp þá sé það skoðað, eins og allt annað. Það sé jú verið að vanda til verka. „Völlurinn og aðstaðan fyrir áhorfendur, fatlaða, fjölmiðlafólk og leikmenn stenst ekki kröfur nútímans. Völlurinn er líka barn síns tíma. Tímarnir hafa breyst og kröfurnar eru meiri. Sú staðreynd að þurfa að byrja og ljúka riðlakeppninni á útivelli því við getum ekki spilað hér heima er dragbítur á okkar árangri. Þessi árangur okkar, EM 2016 og HM 2018 það var mikil lyftistöng, ekki bara fyrir fótboltann heldur íslenskt samfélag í heild.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti