Meira að segja O.J. Simpson er búinn að fá nóg af látalátunum í Antonio Brown Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 13:00 Antonio Brown. Getty/Christian Petersen Þetta er orðið svo slæmt ástand hjá stjörnuútherja ameríska fótboltans að sjálfur O.J. Simpson sá sig tilneyddan til að koma á Twitter og reyna að tala hann til. NFL-tímabilið hefst hjá Oakland Raiders á mánudaginn en liðið verður væntanlega þar líkt og allt undirbúningstímabilið, án stærstu stjörnu sinnar. Antonio Brown er einn allra besti útherji NFL-deildarinnar síðustu ár en hann hefur hoppað úr einum vandræðum yfir í önnur á þessu undirbúningstímabili og byrjar væntanlega tímabilið í skammakróknum. Antonio Brown kom til Oakland Raiders liðsins í sumar en hefur lítið látið sjá sig á æfingum. Hann byrjaði á því að fá kalskemmdir á fæturna eftir að hafa heimsótt kæliklefa í blautum sokkum, var síðan í stríði við NFL-deildina vegna þessa hvernig hjálmi honum er skipað að nota á tímabilinu og nú síðast hótaði hann framkvæmdastjóra félagsins barsmíðum eftir að hafa fengið stóra sekt fyrir látalæti sín.From NFL Now: So, what happened at the #Raiders practice yesterday?? pic.twitter.com/2S0vWs426h — Ian Rapoport (@RapSheet) September 5, 2019Antonio Brown trompaðist þegar Mike Mayock afhenti honum bréf þar sem fram kom að Oakland Raiders væri búið að sekta hann um 54 þúsund Bandaríkjadala, tæpar sjö milljónir, fyrir öll skrópin og allt vesenið á undirbúningstímabilinu. Brown varð alveg brjálaður við þessar fréttir og bæði öskraði á og hótaði Mike Mayock barsmíðum. Mike Mayock brást við þessu með því að tilkynna fjölmiðlum að Oakland Raiders væri búið að setja Antonio Brown í agabann. Það er allt eins líklegt að hann spili aldrei fyrir félagið. Málið hefur verið stanslaust í fjölmiðlum enda virðist Antonio Brown alltaf bjóða upp á eitthvað nýtt fjaðrafok þegar rykið er að setjast. Þetta varð til þess að sjálfur O.J. Simpson kom á Twitter og reyndi að gefa honum ráð. O.J. Simpson er frægur NFL-hetja sjálfur en kannski mun frægari fyrir morðið á fyrrum eiginkonu sinni sem hann var þó sýknaður af í frægum réttarhöldum. Það má heyra O.J. Simpson tala til Antonio Brown hér fyrir neðan.Antonio, Please!!! @AB84@Raiders#RaidersNation#antoniobrownpic.twitter.com/vQNMLoZRvk — O.J. Simpson (@TheRealOJ32) September 5, 2019 NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Sjá meira
Þetta er orðið svo slæmt ástand hjá stjörnuútherja ameríska fótboltans að sjálfur O.J. Simpson sá sig tilneyddan til að koma á Twitter og reyna að tala hann til. NFL-tímabilið hefst hjá Oakland Raiders á mánudaginn en liðið verður væntanlega þar líkt og allt undirbúningstímabilið, án stærstu stjörnu sinnar. Antonio Brown er einn allra besti útherji NFL-deildarinnar síðustu ár en hann hefur hoppað úr einum vandræðum yfir í önnur á þessu undirbúningstímabili og byrjar væntanlega tímabilið í skammakróknum. Antonio Brown kom til Oakland Raiders liðsins í sumar en hefur lítið látið sjá sig á æfingum. Hann byrjaði á því að fá kalskemmdir á fæturna eftir að hafa heimsótt kæliklefa í blautum sokkum, var síðan í stríði við NFL-deildina vegna þessa hvernig hjálmi honum er skipað að nota á tímabilinu og nú síðast hótaði hann framkvæmdastjóra félagsins barsmíðum eftir að hafa fengið stóra sekt fyrir látalæti sín.From NFL Now: So, what happened at the #Raiders practice yesterday?? pic.twitter.com/2S0vWs426h — Ian Rapoport (@RapSheet) September 5, 2019Antonio Brown trompaðist þegar Mike Mayock afhenti honum bréf þar sem fram kom að Oakland Raiders væri búið að sekta hann um 54 þúsund Bandaríkjadala, tæpar sjö milljónir, fyrir öll skrópin og allt vesenið á undirbúningstímabilinu. Brown varð alveg brjálaður við þessar fréttir og bæði öskraði á og hótaði Mike Mayock barsmíðum. Mike Mayock brást við þessu með því að tilkynna fjölmiðlum að Oakland Raiders væri búið að setja Antonio Brown í agabann. Það er allt eins líklegt að hann spili aldrei fyrir félagið. Málið hefur verið stanslaust í fjölmiðlum enda virðist Antonio Brown alltaf bjóða upp á eitthvað nýtt fjaðrafok þegar rykið er að setjast. Þetta varð til þess að sjálfur O.J. Simpson kom á Twitter og reyndi að gefa honum ráð. O.J. Simpson er frægur NFL-hetja sjálfur en kannski mun frægari fyrir morðið á fyrrum eiginkonu sinni sem hann var þó sýknaður af í frægum réttarhöldum. Það má heyra O.J. Simpson tala til Antonio Brown hér fyrir neðan.Antonio, Please!!! @AB84@Raiders#RaidersNation#antoniobrownpic.twitter.com/vQNMLoZRvk — O.J. Simpson (@TheRealOJ32) September 5, 2019
NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Sjá meira