Handbolti

Ágúst Elí og félagar byrjuðu á sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson í leik með íslenska landsliðinu.
Ágúst Elí Björgvinsson í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Ríkjandi Svíþjóðarmeistarar í handbolta unnu sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni á nýju tímabili í dag með sigri á Eskilstuna.

Savehof vann 27-22 sigur á heimavelli sínum. Ágúst Elí Björgvinsson átti góðan leik í marki Savehof, varði 14 bolta og var með 40 prósenta markvörslu. Hann varði eina vítaskotið sem kom á hann og gaf eina stoðsendingu.

Íslendingaliðið Kristianstad vann sigur á Ystads á heimavelli.

Ólafur Andrés Guðmundsson var annar markahæstu manna Kristianstad með fimm mörk í 25-23 sigrinum. Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×