Flytja þurfti lítinn dreng með sjúkrabifreið frá Keflavík á Landspítala í Reykjavík eftir að hann datt úr rólu og rotaðist í vikunni. Samkvæmt upplýsingum sem lögreglan á Suðurnesjum aflaði sér um líðan drengsins nokkru eftir atvikið var hann orðinn hress og kominn heim.
Þá komu fleiri mál inn á borð lögreglu á Suðurnesjum í vikunni. Tilkynnt var um innbrot í gróðurhús í Keflavík þar sem rennihurð hafði verið spennt upp og tveimur gróðurhúsalömpum stolið, hvor um sig að verðmæti um 50 þúsund krónur.
Íbúi í umdæminu tilkynnti einnig að sláttuorfi hefði verið stolið frá honum. Það var í annað sinn sem hann hafði orðið fyrir barðinu á þjófnaði af því tagi.
Lítill drengur datt úr rólu og rotaðist
Kristín Ólafsdóttir skrifar
