Þöggun Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 7. september 2019 10:22 Nú nýverið kom út bók um lögfræði eftir þrjá fyrrverandi og núverandi kennara við lagadeild Háskóla Íslands. Bókin heitir Hrunréttur. Höfundarnir eru Ása Ólafsdóttir, Eyvindur G. Gunnarsson og Stefán Már Stefánsson. Bókin hefur að geyma efni um efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008. Höfundarnir skrifa um margs konar efnisþætti sem tengjast því. M.a. er kafli um dóma Hæstaréttar í málum sem áttu rót sína að rekja til hrunsins. En höfundarnir gera meira en þetta. Í bókinni er að finna skrár yfir allt efni, sem þeir telja að hafi birst á prenti, hvort sem er í bókum, tímaritum eða jafnvel dagblöðum um þetta. Einnig er nefnd alls konar umfjöllun sem birst hefur á internetinu. Bókin er á titilblaði sögð vera ritrýnd. Á æviferli mínum hef ég gengt dósentstöðu við lagadeild Háskóla Íslands og síðar stöðu prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík, verið athafnasamur málflytjandi um áratuga skeið og átt sæti í Hæstarétti í átta ár 2004 til 2012. Ég hef líklega skrifað meira en flestir aðrir lögfræðingar um hrunið og lögfræðileg álitaefni sem komið hafa upp í samfélaginu í kjölfar þess. Meðal annars er efni sem að þessu lýtur að finna í fjórum bókum mínum, Veikburða Hæstiréttur (2013), Í krafti sannfæringar (2014), Með lognið í fangið (2017) og When Justice failed (2018). Þá hef ég skrifað um þetta fjölmargar greinar í lögfræðitímarit, önnur tímarit og dagblöð. Það efni hefur oftast einnig verið birt á internetinu. Þessi athafnasemi hefur ekki farið framhjá mörgum, nema þá kannski helst háskólakennurum í lögfræði, því á skrif mín er ekki minnst í bók lagakennaranna þriggja.Þegar ég spurði fræðimennina sem skrifuðu Hrunrétt, hvers vegna verka minna væri ekki getið í bók þeirra, fékk ég það svar að þau hefðu ekki komið til umræðu við samningu hennar! Ég hef sjálfur haldið því fram að íslenska lögfræðingasamfélagið reyndi að þagga niður gagnrýni mína á óforsvaranleg vinnubrögð dómstóla eftir hrunið. Hér sýnist mér vera á ferðinni gott dæmi um þessa þöggun. Hún er höfundunum varla til mikils sóma, en gæti kannski orðið þeim til framdráttar. Hver veit?Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Sjá meira
Nú nýverið kom út bók um lögfræði eftir þrjá fyrrverandi og núverandi kennara við lagadeild Háskóla Íslands. Bókin heitir Hrunréttur. Höfundarnir eru Ása Ólafsdóttir, Eyvindur G. Gunnarsson og Stefán Már Stefánsson. Bókin hefur að geyma efni um efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008. Höfundarnir skrifa um margs konar efnisþætti sem tengjast því. M.a. er kafli um dóma Hæstaréttar í málum sem áttu rót sína að rekja til hrunsins. En höfundarnir gera meira en þetta. Í bókinni er að finna skrár yfir allt efni, sem þeir telja að hafi birst á prenti, hvort sem er í bókum, tímaritum eða jafnvel dagblöðum um þetta. Einnig er nefnd alls konar umfjöllun sem birst hefur á internetinu. Bókin er á titilblaði sögð vera ritrýnd. Á æviferli mínum hef ég gengt dósentstöðu við lagadeild Háskóla Íslands og síðar stöðu prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík, verið athafnasamur málflytjandi um áratuga skeið og átt sæti í Hæstarétti í átta ár 2004 til 2012. Ég hef líklega skrifað meira en flestir aðrir lögfræðingar um hrunið og lögfræðileg álitaefni sem komið hafa upp í samfélaginu í kjölfar þess. Meðal annars er efni sem að þessu lýtur að finna í fjórum bókum mínum, Veikburða Hæstiréttur (2013), Í krafti sannfæringar (2014), Með lognið í fangið (2017) og When Justice failed (2018). Þá hef ég skrifað um þetta fjölmargar greinar í lögfræðitímarit, önnur tímarit og dagblöð. Það efni hefur oftast einnig verið birt á internetinu. Þessi athafnasemi hefur ekki farið framhjá mörgum, nema þá kannski helst háskólakennurum í lögfræði, því á skrif mín er ekki minnst í bók lagakennaranna þriggja.Þegar ég spurði fræðimennina sem skrifuðu Hrunrétt, hvers vegna verka minna væri ekki getið í bók þeirra, fékk ég það svar að þau hefðu ekki komið til umræðu við samningu hennar! Ég hef sjálfur haldið því fram að íslenska lögfræðingasamfélagið reyndi að þagga niður gagnrýni mína á óforsvaranleg vinnubrögð dómstóla eftir hrunið. Hér sýnist mér vera á ferðinni gott dæmi um þessa þöggun. Hún er höfundunum varla til mikils sóma, en gæti kannski orðið þeim til framdráttar. Hver veit?Höfundur er lögmaður.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun