Tala látinna komin upp í 43 eftir Dorian og sjötíu þúsund hafa misst heimili sín Eiður Þór Árnason skrifar 7. september 2019 15:59 Gríðarleg eyðilegging er á svæðinu. Getty/Jose Jimenez Minnst 43 eru taldir látnir á Bahamaeyjum vegna fellibyljarins Dorian og er óttast að sú tala eigi eftir að hækka til muna, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Hundruðum íbúa er sárt saknað og telja viðbragðsaðilar að stór hluti þeirra sé fastur undir húsarústum á Abaco eyjum og eyjunni Grand Bahama, sem eru staðsettar norðarlega á Bahamaeyjum. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út í morgun að minnst sjötíu þúsund manns séu talin hafa misst heimili sitt á svæðinu í kjölfar fellibyljarins, sem er sá allra öflugasti sem skekið hefur eyjaklasann. Fólks er nú leitað í rústum með hjálp leitarhunda og hafa embættismenn lýst ástandinu á svæðinu sem „mannúðarkrísu.“ Alþjóðastofnanir eru í kappi við tímann og reyna nú að koma íbúum í skjól ásamt því að færa þeim mat og nauðsynjar. Unnið er að því að koma fólki í öruggt skjól með ýmsum leiðum en illa farnir innviðir hafa hamlað leitun og björgun. „Svæðið er rústir einar. Hvert einasta hús, mannvirki og líf á svæðinu hefur í meginatriðum verið rústað,“ sagði Patrick Oppmann, fréttamaður CNN sjónvarpsstöðvarinnar, sem lýsti ástandinu á áhrifamikinn hátt. Fjölmargir hafa einnig lýst því að hafa fundið „lykt af dauðanum“ á svæðinu. Duane Sands, heilbrigðisráðherra Bahamaeyja, hefur miklar áhyggjur af ástandinu og segir að almenningur ætti að búa sig undir „ólýsanlegar fregnir af dauðsfalli og mannlegum þjáningum“ af völdum fellibyljarins. Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Myndbönd af skemmdunum: Minnst tuttugu látin og óttast að þau séu fleiri Umfangsmikið björgunarstarf á sér nú stað á Great Abaco og Grand Bahama-eyjunum eftir að fellibylurinn Dorian olli þar miklum skaða. 5. september 2019 09:41 Óttast að endanleg tala látinna verði sláandi Þrjátíu eru látin og jafnvel þúsunda enn saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið yfir. Hefur valdið flóðum í Bandaríkjunum í dag. 6. september 2019 19:00 Leifar Dorian til Íslands á þriðjudaginn Þegar fellibyljir úr Karíbahafi berast norður Atlantshafið dregur verulega úr styrk þeirra. 7. september 2019 07:08 Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna Búist er við hættulegum flóðum en fellibylurinn safnaði krafti á ferðinni til Bandaríkjanna og er nú aftur orðinn þriggja stigs fellibylur. 5. september 2019 07:52 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Minnst 43 eru taldir látnir á Bahamaeyjum vegna fellibyljarins Dorian og er óttast að sú tala eigi eftir að hækka til muna, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Hundruðum íbúa er sárt saknað og telja viðbragðsaðilar að stór hluti þeirra sé fastur undir húsarústum á Abaco eyjum og eyjunni Grand Bahama, sem eru staðsettar norðarlega á Bahamaeyjum. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út í morgun að minnst sjötíu þúsund manns séu talin hafa misst heimili sitt á svæðinu í kjölfar fellibyljarins, sem er sá allra öflugasti sem skekið hefur eyjaklasann. Fólks er nú leitað í rústum með hjálp leitarhunda og hafa embættismenn lýst ástandinu á svæðinu sem „mannúðarkrísu.“ Alþjóðastofnanir eru í kappi við tímann og reyna nú að koma íbúum í skjól ásamt því að færa þeim mat og nauðsynjar. Unnið er að því að koma fólki í öruggt skjól með ýmsum leiðum en illa farnir innviðir hafa hamlað leitun og björgun. „Svæðið er rústir einar. Hvert einasta hús, mannvirki og líf á svæðinu hefur í meginatriðum verið rústað,“ sagði Patrick Oppmann, fréttamaður CNN sjónvarpsstöðvarinnar, sem lýsti ástandinu á áhrifamikinn hátt. Fjölmargir hafa einnig lýst því að hafa fundið „lykt af dauðanum“ á svæðinu. Duane Sands, heilbrigðisráðherra Bahamaeyja, hefur miklar áhyggjur af ástandinu og segir að almenningur ætti að búa sig undir „ólýsanlegar fregnir af dauðsfalli og mannlegum þjáningum“ af völdum fellibyljarins.
Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Myndbönd af skemmdunum: Minnst tuttugu látin og óttast að þau séu fleiri Umfangsmikið björgunarstarf á sér nú stað á Great Abaco og Grand Bahama-eyjunum eftir að fellibylurinn Dorian olli þar miklum skaða. 5. september 2019 09:41 Óttast að endanleg tala látinna verði sláandi Þrjátíu eru látin og jafnvel þúsunda enn saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið yfir. Hefur valdið flóðum í Bandaríkjunum í dag. 6. september 2019 19:00 Leifar Dorian til Íslands á þriðjudaginn Þegar fellibyljir úr Karíbahafi berast norður Atlantshafið dregur verulega úr styrk þeirra. 7. september 2019 07:08 Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna Búist er við hættulegum flóðum en fellibylurinn safnaði krafti á ferðinni til Bandaríkjanna og er nú aftur orðinn þriggja stigs fellibylur. 5. september 2019 07:52 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Myndbönd af skemmdunum: Minnst tuttugu látin og óttast að þau séu fleiri Umfangsmikið björgunarstarf á sér nú stað á Great Abaco og Grand Bahama-eyjunum eftir að fellibylurinn Dorian olli þar miklum skaða. 5. september 2019 09:41
Óttast að endanleg tala látinna verði sláandi Þrjátíu eru látin og jafnvel þúsunda enn saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið yfir. Hefur valdið flóðum í Bandaríkjunum í dag. 6. september 2019 19:00
Leifar Dorian til Íslands á þriðjudaginn Þegar fellibyljir úr Karíbahafi berast norður Atlantshafið dregur verulega úr styrk þeirra. 7. september 2019 07:08
Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna Búist er við hættulegum flóðum en fellibylurinn safnaði krafti á ferðinni til Bandaríkjanna og er nú aftur orðinn þriggja stigs fellibylur. 5. september 2019 07:52