Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2019 12:14 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Mynd/Samsett Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér skömmu fyrir hádegi segir að stjórn landsambandsins hafi hvorki haft samband við embættið til að ræða áhyggjur sem hún kveðst hafa af stöðu lögreglumála, né sett fram umkvörtunarefni.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Þá eigi Landssamband lögreglumanna fulltrúa í bæði fata- og búnaðarnefnd og bílanefnd embættisins, þar sem formaðurinn hafi m.a. átt sæti. Þá hafi fulltrúi landssambandsins unnið með embættinu að útboði á einkennisfatnaði fyrir lögreglumenn sem birtast muni innan skamms.Þegar liggi jafnframt fyrir að bílamiðstöð verði lögð niður. Þá hafi ríkislögreglustjóri sjálfur haft frumkvæði að því að óska eftir því við ríkisendurskoðanda að fram færi úttekt á bílamiðstöðinni og áhrifum þeirra breytinga sem ný lög um opinber fjárlög hafa haft á reksturinn. „Ríkislögreglustjóri telur að tímabært sé að hugað verði að framtíðarskipan lögreglu og skynsamlegt væri að stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda myndi beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu,“ segir í yfirlýsingu embættis ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, sem stjórn sambandsins samþykkti í gær, kom fram að óánægjuna sem ríkt hefur með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra megi m.a. rekja til fatamála og bílamála. Þessi mál hafi verið í ólestri undanfarin misseri. Sambandið taldi mikilvægt að sú gagnrýni sem beinst hefur að embætti ríkislögreglustjóra fái skjóta úrlausn. Annars muni það bitna áþjónustu við borgarana, öryggi þeirra og öryggi lögreglumanna á landsvísu. Slíkt ástand sé til þess fallið að rýra traust almennings til lögreglu. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér skömmu fyrir hádegi segir að stjórn landsambandsins hafi hvorki haft samband við embættið til að ræða áhyggjur sem hún kveðst hafa af stöðu lögreglumála, né sett fram umkvörtunarefni.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Þá eigi Landssamband lögreglumanna fulltrúa í bæði fata- og búnaðarnefnd og bílanefnd embættisins, þar sem formaðurinn hafi m.a. átt sæti. Þá hafi fulltrúi landssambandsins unnið með embættinu að útboði á einkennisfatnaði fyrir lögreglumenn sem birtast muni innan skamms.Þegar liggi jafnframt fyrir að bílamiðstöð verði lögð niður. Þá hafi ríkislögreglustjóri sjálfur haft frumkvæði að því að óska eftir því við ríkisendurskoðanda að fram færi úttekt á bílamiðstöðinni og áhrifum þeirra breytinga sem ný lög um opinber fjárlög hafa haft á reksturinn. „Ríkislögreglustjóri telur að tímabært sé að hugað verði að framtíðarskipan lögreglu og skynsamlegt væri að stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda myndi beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu,“ segir í yfirlýsingu embættis ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, sem stjórn sambandsins samþykkti í gær, kom fram að óánægjuna sem ríkt hefur með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra megi m.a. rekja til fatamála og bílamála. Þessi mál hafi verið í ólestri undanfarin misseri. Sambandið taldi mikilvægt að sú gagnrýni sem beinst hefur að embætti ríkislögreglustjóra fái skjóta úrlausn. Annars muni það bitna áþjónustu við borgarana, öryggi þeirra og öryggi lögreglumanna á landsvísu. Slíkt ástand sé til þess fallið að rýra traust almennings til lögreglu.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17