Draga úr vindgangi og ropi fyrir umhverfið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 19:15 Kýr á breskri rannsóknarstofu borða nú íslenskt þang undir vökulum augum vísindamanna en vonir standa til þess að fæðan muni draga úr metangaslosun dýranna. Að sögn sérfræðingur hjá Matís er stefnt að því að búa til nýtt fóður sem gæti orðið hlekkur í því að auka sjálfbærni í landbúnaði. Kýr á beit í haga eru ekki alsaklausar með tilliti til loftslagsmála. Sem jórturdýr losa þær umtalsvert magn af metani; með vindgangi og aðallega ropi. Áætlað er að íslenskar kýr skili um 7.500 tonnum af metani út í andrúmsloftið ár hvert. Til samanburðar losa allir Íslendingar um 40 tonn á ári með sama hætti. Talið er að tæplega tíu prósent af allri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sé vegna iðrastarfsemi jórturdýra. Matís ásamt fleiri erlendum sérfræðingum vinnur að rannsókn sem gæti orðið til þess að draga úr þessum mengunarvaldi. Fóðurtilraun stendur nú yfir þar sem kýr á breksri rannsóknarstofu fá íslenskt þang ís misjöfnum hlutföllum blandað í fóðrið sitt. Það á að draga úr ropi og vindgangi. Fylgst er með losuninni í klefum.Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís.„Þeir klefar eru alveg lokaðir og þar er allt metangas alveg mælt," segir Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís. Í vetur á að liggja fyrir hvaða áhrif þangið hefur á líkamsstarfsemina. Matís hyggst síðan sækja um styrk fyrir næsta ár þar sem til stendur að rannsaka áhrif þangneyslu á dýrið.„Við þurfum að kanna öryggi og gæði. Skoða mjólkina, skoða kjötið og hvort þetta hafi einhver áhrif á það," segir Ásta. „Við vonum að í kjölfarið á þessu verðum við með einhverja vöru sem hægt verður að markaðssetja og þá væri spennandi að reyna taka þetta upp víða," segir Ásta. Til mikils getur verið að vinna þar sem metangaslosunin frá búfjárrækt á heimsvísu er gríðarleg. „Þetta er engin töfralausn en getur þó verið hlekkur í því að auka sjálfbærni," segir Ásta. Landbúnaður Loftslagsmál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Kýr á breskri rannsóknarstofu borða nú íslenskt þang undir vökulum augum vísindamanna en vonir standa til þess að fæðan muni draga úr metangaslosun dýranna. Að sögn sérfræðingur hjá Matís er stefnt að því að búa til nýtt fóður sem gæti orðið hlekkur í því að auka sjálfbærni í landbúnaði. Kýr á beit í haga eru ekki alsaklausar með tilliti til loftslagsmála. Sem jórturdýr losa þær umtalsvert magn af metani; með vindgangi og aðallega ropi. Áætlað er að íslenskar kýr skili um 7.500 tonnum af metani út í andrúmsloftið ár hvert. Til samanburðar losa allir Íslendingar um 40 tonn á ári með sama hætti. Talið er að tæplega tíu prósent af allri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sé vegna iðrastarfsemi jórturdýra. Matís ásamt fleiri erlendum sérfræðingum vinnur að rannsókn sem gæti orðið til þess að draga úr þessum mengunarvaldi. Fóðurtilraun stendur nú yfir þar sem kýr á breksri rannsóknarstofu fá íslenskt þang ís misjöfnum hlutföllum blandað í fóðrið sitt. Það á að draga úr ropi og vindgangi. Fylgst er með losuninni í klefum.Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís.„Þeir klefar eru alveg lokaðir og þar er allt metangas alveg mælt," segir Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís. Í vetur á að liggja fyrir hvaða áhrif þangið hefur á líkamsstarfsemina. Matís hyggst síðan sækja um styrk fyrir næsta ár þar sem til stendur að rannsaka áhrif þangneyslu á dýrið.„Við þurfum að kanna öryggi og gæði. Skoða mjólkina, skoða kjötið og hvort þetta hafi einhver áhrif á það," segir Ásta. „Við vonum að í kjölfarið á þessu verðum við með einhverja vöru sem hægt verður að markaðssetja og þá væri spennandi að reyna taka þetta upp víða," segir Ásta. Til mikils getur verið að vinna þar sem metangaslosunin frá búfjárrækt á heimsvísu er gríðarleg. „Þetta er engin töfralausn en getur þó verið hlekkur í því að auka sjálfbærni," segir Ásta.
Landbúnaður Loftslagsmál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda