Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2019 11:07 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni. Háskóli Íslands Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. Stöðugt komi betur í ljós hversu skaðlegar rafrettur geti verið þeim sem nota. Eini tilgangur rafretta væri að selja þeim sem vilji hætta að reykja. Ekki markaðssetja fyrir börn og unglinga eins og sælgæti í sjoppu. „Í góðri trú - enda búið að básúna að þær séu skaðlausar. Þar hafa gírugir hagsmunaðilar verið í fararbroddi en þvi miður líka sumir læknar og samtök þeirra.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í hundruðum rafreykingamanna undanfarið og dregið fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Washington Post segir að grunur sé um 450 tilfelli í 33 ríkjum og einu landsvæði Bandaríkjanna. Fimm séu látnir af völdum sjúkdómsins dularfulla og eitt til viðbótar sé rannsakað vegna mögulegra tengsla við rafrettureykingar. Tómas vísar því í umfjöllun eins virtasta læknatímarits í heimi, New England Journal of Medicine, sem varaði við alvarlegum fylgikvillum rafrettna í síðasta tölublaði. „Í kjölfarið hafa eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum sent út viðvaranir. Því miður erum við sennilega aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Ljóst er að sporna þarf strax við útbreiðslu rafettna og veips, rannsaka þær betur og gera lyfseðilsskyldar,“ segir Tómas. „Þær yrðu þá eingöngu ætlaðar þeim sem ætla að hætta að reykja, en ekki markaðssettar fyrir börn og og unglinga eins og hvert annað sælgæti sem selt er úti í sjoppu. Hér ættum við Íslendingar að vera í fararbroddi en ekki eftirbátar.“ Töluverð umræða hefur skapast við innlegg Tómasar á Facebook-síðu hans sem sjá má hér að neðan. Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. Stöðugt komi betur í ljós hversu skaðlegar rafrettur geti verið þeim sem nota. Eini tilgangur rafretta væri að selja þeim sem vilji hætta að reykja. Ekki markaðssetja fyrir börn og unglinga eins og sælgæti í sjoppu. „Í góðri trú - enda búið að básúna að þær séu skaðlausar. Þar hafa gírugir hagsmunaðilar verið í fararbroddi en þvi miður líka sumir læknar og samtök þeirra.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í hundruðum rafreykingamanna undanfarið og dregið fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Washington Post segir að grunur sé um 450 tilfelli í 33 ríkjum og einu landsvæði Bandaríkjanna. Fimm séu látnir af völdum sjúkdómsins dularfulla og eitt til viðbótar sé rannsakað vegna mögulegra tengsla við rafrettureykingar. Tómas vísar því í umfjöllun eins virtasta læknatímarits í heimi, New England Journal of Medicine, sem varaði við alvarlegum fylgikvillum rafrettna í síðasta tölublaði. „Í kjölfarið hafa eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum sent út viðvaranir. Því miður erum við sennilega aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Ljóst er að sporna þarf strax við útbreiðslu rafettna og veips, rannsaka þær betur og gera lyfseðilsskyldar,“ segir Tómas. „Þær yrðu þá eingöngu ætlaðar þeim sem ætla að hætta að reykja, en ekki markaðssettar fyrir börn og og unglinga eins og hvert annað sælgæti sem selt er úti í sjoppu. Hér ættum við Íslendingar að vera í fararbroddi en ekki eftirbátar.“ Töluverð umræða hefur skapast við innlegg Tómasar á Facebook-síðu hans sem sjá má hér að neðan.
Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03