Erlent

Stjórnar­flokkur Putin missir þrettán sæti í borgar­stjórnar­kosningum í Moskvu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá kjörstað í Moskvu.
Frá kjörstað í Moskvu. AP/Dmitri Lovetsky
Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. Búð er að birta nærri allar kosningatölur. Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins.

Flokkurinn missti nærri þriðjung sæta sinna í borgarstjórn en heldur þó meirihluta. Flokkurinn heldur nú 26 sætum af 45 en áður hafði hann haft 38 sæti.

Fjölmörgum frambjóðendum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi var meinað að bjóða sig fram í kosningunum sem leiddi til mikilla mótmæla í Moskvu sem hafa staðið lengi yfir.



Þúsundir mótmælenda voru handteknir og var óeirðalögregla sökuð um að hafa beitt mótmælendur óþarfa hörku.

Samkvæmt blaðamanni BBC í Moskvu, Sarah Rainsford, buðu nærri allir flokksmenn stjórnarflokksins sig fram sem óháða vegna þess að stjórnarflokkurinn er orðinn svo illa liðinn. Leiðtogi flokksins í Moskvu, Andrei Metelsky, var ekki endurkjörinn.

Þar sem væntanlegum frambjóðendum stjórnarandstöðunnar var meinað framboð gaf það öðrum flokkum rými til framboðs, þar á meðal Kommúnistaflokknum. Kommúnistaflokkurinn hlaut þrettán sæti og frjálslyndi flokkurinn Yabloko og vinstri flokkurinn Sanngjarnt Rússland fengu þrjú sæti hvor.

Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, greiðir atkvæði sitt.AP/Andrew Lubimov
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hafði hvatt fólk til að vera meðvitaðir kjósendur (e. smart voting) eftir að komið var í veg fyrir að samflokksmenn hans gætu boðið sig fram.

Teymi Navalny fletti ofan af þeim frambjóðendum sem þeir sögðu sigla undir fölsku flaggi og réttilega vera flokksmenn Sameinaðs Rússlands. Þá upplýsti teymi Navalny kjósendur hvaða mótframbjóðendur ætti að kjósa til að halda sem flestum Sameinuðum Rússum úr borgarstjórn. Navalny segir niðurstöður þessa kerfis hafa verið „frábærar.“

Aðeins 22% kosningaþátttaka var í kosningum sunnudags.


Tengdar fréttir

Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu

Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á.

Meira en þúsund hand­teknir í Moskvu

Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi.

Navalny sleppt úr haldi

Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi.

Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu

Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×