Flokkurinn missti nærri þriðjung sæta sinna í borgarstjórn en heldur þó meirihluta. Flokkurinn heldur nú 26 sætum af 45 en áður hafði hann haft 38 sæti.
Fjölmörgum frambjóðendum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi var meinað að bjóða sig fram í kosningunum sem leiddi til mikilla mótmæla í Moskvu sem hafa staðið lengi yfir.
Þúsundir mótmælenda voru handteknir og var óeirðalögregla sökuð um að hafa beitt mótmælendur óþarfa hörku.
Samkvæmt blaðamanni BBC í Moskvu, Sarah Rainsford, buðu nærri allir flokksmenn stjórnarflokksins sig fram sem óháða vegna þess að stjórnarflokkurinn er orðinn svo illa liðinn. Leiðtogi flokksins í Moskvu, Andrei Metelsky, var ekki endurkjörinn.
Þar sem væntanlegum frambjóðendum stjórnarandstöðunnar var meinað framboð gaf það öðrum flokkum rými til framboðs, þar á meðal Kommúnistaflokknum. Kommúnistaflokkurinn hlaut þrettán sæti og frjálslyndi flokkurinn Yabloko og vinstri flokkurinn Sanngjarnt Rússland fengu þrjú sæti hvor.

Teymi Navalny fletti ofan af þeim frambjóðendum sem þeir sögðu sigla undir fölsku flaggi og réttilega vera flokksmenn Sameinaðs Rússlands. Þá upplýsti teymi Navalny kjósendur hvaða mótframbjóðendur ætti að kjósa til að halda sem flestum Sameinuðum Rússum úr borgarstjórn. Navalny segir niðurstöður þessa kerfis hafa verið „frábærar.“
Aðeins 22% kosningaþátttaka var í kosningum sunnudags.