Kemur til greina að setja gjaldskyldu á bílastæðin við Háskóla Íslands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. ágúst 2019 19:45 Til greina kemur að setja gjaldskyldu á bílastæðin við Háskóla Íslands til að hvetja til umhverfisvænni samgangna. Slíkt er ekki á döfinni hjá Háskólanum í Reykjavík en formaður stúdentafélags skólans segir að fólk eigi að hafa val um ferðamáta. Nemandi, sem sat í bíl sínum í sjötíu mínútur til að komast frá Háskólanum í Reykjavík að Valsheimilinu segir umferðina hræðilega. Samgöngumál hafa verið í umræðunni síðustu daga en eftir að skólahald hófst á ný hefur umferðin verið þung á höfuðborgarsvæðinu. „Hún er bara hræðileg. Í vikunni var ég í sjötíu mínútur bara frá skólanum að gatnamótunum við Valsheimilið,“ sagði Selma Rós Axelsdóttir, sálfræðinemi. Margar hugmyndir hafa verið á lofti um lausn umferðarvandans. Ein þeirra er að gjaldfrjálst verði í strætó fyrir nemendur, eða að þeir fái ferðir á lægra verði. „Það eru viðræður við strætó varðandi svokallaðan U-passa sem er almennt samgöngukort fyrir alla háskólanema. Við í Stúdentaráði erum með þá stefnu hjá okkur t.d. að koma því í gegn,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Aðkoma strætó að Háskóla Íslands er góð að sögn Jónu en formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík hefur aðra sögu að segja. „Hún er frekar slæm þar sem það er bara ein akstursstefna í hvort áttina og það dregur úr tilgangi strætó að hann situr í umferðinni með öllum hinum bílunum,“ sagði Leó Snær Emilsson, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.Leó Snær Emilsson er formaður Stúdentafélags Háskólans í ReykjavíkBALDUR HRAFNKELL JÓNSSONFinnst þér vera hvati fyrir nemendur til að taka strætó? „Ekki beint því þú situr hvort eð er fastur í umferðinni þannig hvatinn er ekki eins mikill og hann gæti verið,“ sagði Leó. „Nei ég var einmitt bara stopp við strætóskýlið um daginn og þar var hópur fólk sem stóð þar og beið og komst ekki að strætóskýlinu heldur,“ sagði Selma. Geir Andersen, sálfræðinemi sem varð á vegi fréttastofu, segist ekki hlynntur því að setja gjaldskyldu á bílastæðin. „Nei, alls ekki,“ sagði Geir Andersen, sálfræðinemi. Formennirnir hafa ólík viðhorf til gjaldskyldra bílastæða við skólana. „Það er til skoðunar hjá starfshópi sem settur var á i maí sem er að fjalla um samgöngumál að skólanum yfir höfuð þannig að það er vissulega til umræðu já,“ sagði Jóna. „Nei því HR vill að nemandinn geti tekið meðvitaða ákvörðun um hvað hann vill gera,“ sagði Leó. Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45 Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Til greina kemur að setja gjaldskyldu á bílastæðin við Háskóla Íslands til að hvetja til umhverfisvænni samgangna. Slíkt er ekki á döfinni hjá Háskólanum í Reykjavík en formaður stúdentafélags skólans segir að fólk eigi að hafa val um ferðamáta. Nemandi, sem sat í bíl sínum í sjötíu mínútur til að komast frá Háskólanum í Reykjavík að Valsheimilinu segir umferðina hræðilega. Samgöngumál hafa verið í umræðunni síðustu daga en eftir að skólahald hófst á ný hefur umferðin verið þung á höfuðborgarsvæðinu. „Hún er bara hræðileg. Í vikunni var ég í sjötíu mínútur bara frá skólanum að gatnamótunum við Valsheimilið,“ sagði Selma Rós Axelsdóttir, sálfræðinemi. Margar hugmyndir hafa verið á lofti um lausn umferðarvandans. Ein þeirra er að gjaldfrjálst verði í strætó fyrir nemendur, eða að þeir fái ferðir á lægra verði. „Það eru viðræður við strætó varðandi svokallaðan U-passa sem er almennt samgöngukort fyrir alla háskólanema. Við í Stúdentaráði erum með þá stefnu hjá okkur t.d. að koma því í gegn,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Aðkoma strætó að Háskóla Íslands er góð að sögn Jónu en formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík hefur aðra sögu að segja. „Hún er frekar slæm þar sem það er bara ein akstursstefna í hvort áttina og það dregur úr tilgangi strætó að hann situr í umferðinni með öllum hinum bílunum,“ sagði Leó Snær Emilsson, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.Leó Snær Emilsson er formaður Stúdentafélags Háskólans í ReykjavíkBALDUR HRAFNKELL JÓNSSONFinnst þér vera hvati fyrir nemendur til að taka strætó? „Ekki beint því þú situr hvort eð er fastur í umferðinni þannig hvatinn er ekki eins mikill og hann gæti verið,“ sagði Leó. „Nei ég var einmitt bara stopp við strætóskýlið um daginn og þar var hópur fólk sem stóð þar og beið og komst ekki að strætóskýlinu heldur,“ sagði Selma. Geir Andersen, sálfræðinemi sem varð á vegi fréttastofu, segist ekki hlynntur því að setja gjaldskyldu á bílastæðin. „Nei, alls ekki,“ sagði Geir Andersen, sálfræðinemi. Formennirnir hafa ólík viðhorf til gjaldskyldra bílastæða við skólana. „Það er til skoðunar hjá starfshópi sem settur var á i maí sem er að fjalla um samgöngumál að skólanum yfir höfuð þannig að það er vissulega til umræðu já,“ sagði Jóna. „Nei því HR vill að nemandinn geti tekið meðvitaða ákvörðun um hvað hann vill gera,“ sagði Leó.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45 Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45
Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55
Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00