Kemur til greina að setja gjaldskyldu á bílastæðin við Háskóla Íslands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. ágúst 2019 19:45 Til greina kemur að setja gjaldskyldu á bílastæðin við Háskóla Íslands til að hvetja til umhverfisvænni samgangna. Slíkt er ekki á döfinni hjá Háskólanum í Reykjavík en formaður stúdentafélags skólans segir að fólk eigi að hafa val um ferðamáta. Nemandi, sem sat í bíl sínum í sjötíu mínútur til að komast frá Háskólanum í Reykjavík að Valsheimilinu segir umferðina hræðilega. Samgöngumál hafa verið í umræðunni síðustu daga en eftir að skólahald hófst á ný hefur umferðin verið þung á höfuðborgarsvæðinu. „Hún er bara hræðileg. Í vikunni var ég í sjötíu mínútur bara frá skólanum að gatnamótunum við Valsheimilið,“ sagði Selma Rós Axelsdóttir, sálfræðinemi. Margar hugmyndir hafa verið á lofti um lausn umferðarvandans. Ein þeirra er að gjaldfrjálst verði í strætó fyrir nemendur, eða að þeir fái ferðir á lægra verði. „Það eru viðræður við strætó varðandi svokallaðan U-passa sem er almennt samgöngukort fyrir alla háskólanema. Við í Stúdentaráði erum með þá stefnu hjá okkur t.d. að koma því í gegn,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Aðkoma strætó að Háskóla Íslands er góð að sögn Jónu en formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík hefur aðra sögu að segja. „Hún er frekar slæm þar sem það er bara ein akstursstefna í hvort áttina og það dregur úr tilgangi strætó að hann situr í umferðinni með öllum hinum bílunum,“ sagði Leó Snær Emilsson, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.Leó Snær Emilsson er formaður Stúdentafélags Háskólans í ReykjavíkBALDUR HRAFNKELL JÓNSSONFinnst þér vera hvati fyrir nemendur til að taka strætó? „Ekki beint því þú situr hvort eð er fastur í umferðinni þannig hvatinn er ekki eins mikill og hann gæti verið,“ sagði Leó. „Nei ég var einmitt bara stopp við strætóskýlið um daginn og þar var hópur fólk sem stóð þar og beið og komst ekki að strætóskýlinu heldur,“ sagði Selma. Geir Andersen, sálfræðinemi sem varð á vegi fréttastofu, segist ekki hlynntur því að setja gjaldskyldu á bílastæðin. „Nei, alls ekki,“ sagði Geir Andersen, sálfræðinemi. Formennirnir hafa ólík viðhorf til gjaldskyldra bílastæða við skólana. „Það er til skoðunar hjá starfshópi sem settur var á i maí sem er að fjalla um samgöngumál að skólanum yfir höfuð þannig að það er vissulega til umræðu já,“ sagði Jóna. „Nei því HR vill að nemandinn geti tekið meðvitaða ákvörðun um hvað hann vill gera,“ sagði Leó. Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45 Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Til greina kemur að setja gjaldskyldu á bílastæðin við Háskóla Íslands til að hvetja til umhverfisvænni samgangna. Slíkt er ekki á döfinni hjá Háskólanum í Reykjavík en formaður stúdentafélags skólans segir að fólk eigi að hafa val um ferðamáta. Nemandi, sem sat í bíl sínum í sjötíu mínútur til að komast frá Háskólanum í Reykjavík að Valsheimilinu segir umferðina hræðilega. Samgöngumál hafa verið í umræðunni síðustu daga en eftir að skólahald hófst á ný hefur umferðin verið þung á höfuðborgarsvæðinu. „Hún er bara hræðileg. Í vikunni var ég í sjötíu mínútur bara frá skólanum að gatnamótunum við Valsheimilið,“ sagði Selma Rós Axelsdóttir, sálfræðinemi. Margar hugmyndir hafa verið á lofti um lausn umferðarvandans. Ein þeirra er að gjaldfrjálst verði í strætó fyrir nemendur, eða að þeir fái ferðir á lægra verði. „Það eru viðræður við strætó varðandi svokallaðan U-passa sem er almennt samgöngukort fyrir alla háskólanema. Við í Stúdentaráði erum með þá stefnu hjá okkur t.d. að koma því í gegn,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Aðkoma strætó að Háskóla Íslands er góð að sögn Jónu en formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík hefur aðra sögu að segja. „Hún er frekar slæm þar sem það er bara ein akstursstefna í hvort áttina og það dregur úr tilgangi strætó að hann situr í umferðinni með öllum hinum bílunum,“ sagði Leó Snær Emilsson, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.Leó Snær Emilsson er formaður Stúdentafélags Háskólans í ReykjavíkBALDUR HRAFNKELL JÓNSSONFinnst þér vera hvati fyrir nemendur til að taka strætó? „Ekki beint því þú situr hvort eð er fastur í umferðinni þannig hvatinn er ekki eins mikill og hann gæti verið,“ sagði Leó. „Nei ég var einmitt bara stopp við strætóskýlið um daginn og þar var hópur fólk sem stóð þar og beið og komst ekki að strætóskýlinu heldur,“ sagði Selma. Geir Andersen, sálfræðinemi sem varð á vegi fréttastofu, segist ekki hlynntur því að setja gjaldskyldu á bílastæðin. „Nei, alls ekki,“ sagði Geir Andersen, sálfræðinemi. Formennirnir hafa ólík viðhorf til gjaldskyldra bílastæða við skólana. „Það er til skoðunar hjá starfshópi sem settur var á i maí sem er að fjalla um samgöngumál að skólanum yfir höfuð þannig að það er vissulega til umræðu já,“ sagði Jóna. „Nei því HR vill að nemandinn geti tekið meðvitaða ákvörðun um hvað hann vill gera,“ sagði Leó.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45 Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45
Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55
Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00