Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni Eiður Þór Árnason skrifar 31. ágúst 2019 22:46 Átök dagsins koma í kjölfar þriggja mánaða langrar hrinu fjöldamótmæla í borginni Skjáskot/The Guardian Óeirðalögregla í Hong Kong sást í dag elta mótmælendur á neðanjarðarlestarstöð og berja þá ítrekað með kylfum. Atvikið er enn eitt dæmið um harðnandi átök lögreglu og mótmælenda í borginni, sem hafa nú haldið mótmælafundi þrettán helgar í röð. „Þeir héldu áfram að færa sig [um vagninn] og börðu alla í lestarvagninum. Ég byrjaði þá að hlaupa. Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu, í samtali við fréttamiðilinn The Guardian. Myndefni náðist af því þegar lögregla notaði kylfur og beitti táragasi á mótmælendur inn í lestarvagninum, sem og þegar mótmælendur voru eltir uppi á lestarpallinum og handeknir. Einnig sést blæða úr höfði eins manns á myndbandinu. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Hong Kong segir að lögreglumenn hafi farið inn á lestarstöðina eftir að mótmælendur höfðu framið þar skemmdarverk og ráðist á almenning. Átök dagsins koma í kjölfar þriggja mánaða langrar hrinu fjöldamótmæla í borginni sem hefur steypt sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í alvarlegustu stjórnarkrísu sem sést hefur þar í áratugi. Stjórnvöld í Hong Kong hafa með stuðningi stjórnvalda á meginlandi Kína tekið á mótmælunum með sífellt meiri hörku. Á sama tíma hefur hluti mótmælenda gripið til sífellt alvarlegri aðgerða, þar á meðal að kasta múrsteinum og bensínsprengjum. Upphaflega var blásið til mótmæla í byrjun júní vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal íbúa til Kína. Hong Kong nýtur sjálfstjórnar innan Kína og eru íbúar þar því frjálsari en Kínverjar á meginlandinu. Eftir að stjórnvöld í Hong Kong létu undan þrýstingi og drógu frumvarpið til baka hafa mótmælendur krafist lýðræðisumbóta, rannsóknar á lögregluofbeldi og afsagnar Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong.Hér má sjá myndbandið sem um ræðir en varað er við því að myndefnið er ekki fyrir viðkvæma Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst. 30. ágúst 2019 08:24 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla hleypir af skoti í mótmælunum sem hafa staðið yfir í þrjá mánuði. 25. ágúst 2019 20:33 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Óeirðalögregla í Hong Kong sást í dag elta mótmælendur á neðanjarðarlestarstöð og berja þá ítrekað með kylfum. Atvikið er enn eitt dæmið um harðnandi átök lögreglu og mótmælenda í borginni, sem hafa nú haldið mótmælafundi þrettán helgar í röð. „Þeir héldu áfram að færa sig [um vagninn] og börðu alla í lestarvagninum. Ég byrjaði þá að hlaupa. Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu, í samtali við fréttamiðilinn The Guardian. Myndefni náðist af því þegar lögregla notaði kylfur og beitti táragasi á mótmælendur inn í lestarvagninum, sem og þegar mótmælendur voru eltir uppi á lestarpallinum og handeknir. Einnig sést blæða úr höfði eins manns á myndbandinu. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Hong Kong segir að lögreglumenn hafi farið inn á lestarstöðina eftir að mótmælendur höfðu framið þar skemmdarverk og ráðist á almenning. Átök dagsins koma í kjölfar þriggja mánaða langrar hrinu fjöldamótmæla í borginni sem hefur steypt sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í alvarlegustu stjórnarkrísu sem sést hefur þar í áratugi. Stjórnvöld í Hong Kong hafa með stuðningi stjórnvalda á meginlandi Kína tekið á mótmælunum með sífellt meiri hörku. Á sama tíma hefur hluti mótmælenda gripið til sífellt alvarlegri aðgerða, þar á meðal að kasta múrsteinum og bensínsprengjum. Upphaflega var blásið til mótmæla í byrjun júní vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal íbúa til Kína. Hong Kong nýtur sjálfstjórnar innan Kína og eru íbúar þar því frjálsari en Kínverjar á meginlandinu. Eftir að stjórnvöld í Hong Kong létu undan þrýstingi og drógu frumvarpið til baka hafa mótmælendur krafist lýðræðisumbóta, rannsóknar á lögregluofbeldi og afsagnar Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong.Hér má sjá myndbandið sem um ræðir en varað er við því að myndefnið er ekki fyrir viðkvæma
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst. 30. ágúst 2019 08:24 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla hleypir af skoti í mótmælunum sem hafa staðið yfir í þrjá mánuði. 25. ágúst 2019 20:33 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst. 30. ágúst 2019 08:24
Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16
Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla hleypir af skoti í mótmælunum sem hafa staðið yfir í þrjá mánuði. 25. ágúst 2019 20:33