Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Jóhann K. Jóhannsson og Andri Eysteinsson skrifa 20. ágúst 2019 10:55 Úr Reynisfjöru í gær. Vísir/Jóhann K. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og tveir einstaklingar urðu fyrir meiðslum í gær, nákvæmlega á þessum stað þar sem skriðan féll, þar stóð hópur fólks,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi sem kom fyrstur á vettvang í Reynisfjöru en fjörunni var í gær lokað vegna grjóthruns. Stærðarinnar skriða féll svo í fjöruna snemma í morgun, eins og Vísir hefur greint frá. Sigurður var eins og áður segir fyrstur á vettvang í Reynisfjöru. „Þegar ég kem hérna, þá sé ég að stóri hluti úr fjallinu hefur fallið niður í fjöruna við drangana og niður í sjó fram og sjórinn brúnlitaður þannig að þetta hefur gerst snemma í morgun,“ segir Sigurður. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og tveir einstaklingar urðu fyrir meiðslum í gær, nákvæmlega á þessum stað þar sem skriðan féll, þar stóð hópur fólks. Það er fólk hérna alls staðar, allan daginn í fjörunni.“Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K.Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins en ófáar fréttir af óförum ferðamanna hafa borist úr fjörunni á síðustu árum. Sigurður segir að enn falli grjót úr hlíðinni. „Það er bara á meðan ég er að tala við þig, að þá er ég að horfa á grjót hrynja úr sárinu þannig að þetta er ekkert alveg búið,“ segir Sigurður og bætir við, „Við komum til með að vera í sambandi við sérfræðinga hjá Veðurstofunni og það er allt í vinnslu.“ Svæðinu var lokað í gærkvöld eftir að ferðamenn slösuðust vegna grjóthruns en eitthvað bar á því að vegfarendur virtu lokanir lögreglu að vettugi. Sigurður telur líklegt að reynt verði að halda svæðinu lokuðu næstu daga. „Já ég held að það sé ekkert vit í öðru. Við reynum að gera okkar besta í að halda þessu lokuðu en það er svolítið erfitt þegar Atlantshafið lemur á öllum lokunum. Við gerum okkar besta,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Þetta er á nákvæmlega sama stað og tveir einstaklingar urðu fyrir meiðslum í gær, nákvæmlega á þessum stað þar sem skriðan féll, þar stóð hópur fólks,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi sem kom fyrstur á vettvang í Reynisfjöru en fjörunni var í gær lokað vegna grjóthruns. Stærðarinnar skriða féll svo í fjöruna snemma í morgun, eins og Vísir hefur greint frá. Sigurður var eins og áður segir fyrstur á vettvang í Reynisfjöru. „Þegar ég kem hérna, þá sé ég að stóri hluti úr fjallinu hefur fallið niður í fjöruna við drangana og niður í sjó fram og sjórinn brúnlitaður þannig að þetta hefur gerst snemma í morgun,“ segir Sigurður. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og tveir einstaklingar urðu fyrir meiðslum í gær, nákvæmlega á þessum stað þar sem skriðan féll, þar stóð hópur fólks. Það er fólk hérna alls staðar, allan daginn í fjörunni.“Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K.Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins en ófáar fréttir af óförum ferðamanna hafa borist úr fjörunni á síðustu árum. Sigurður segir að enn falli grjót úr hlíðinni. „Það er bara á meðan ég er að tala við þig, að þá er ég að horfa á grjót hrynja úr sárinu þannig að þetta er ekkert alveg búið,“ segir Sigurður og bætir við, „Við komum til með að vera í sambandi við sérfræðinga hjá Veðurstofunni og það er allt í vinnslu.“ Svæðinu var lokað í gærkvöld eftir að ferðamenn slösuðust vegna grjóthruns en eitthvað bar á því að vegfarendur virtu lokanir lögreglu að vettugi. Sigurður telur líklegt að reynt verði að halda svæðinu lokuðu næstu daga. „Já ég held að það sé ekkert vit í öðru. Við reynum að gera okkar besta í að halda þessu lokuðu en það er svolítið erfitt þegar Atlantshafið lemur á öllum lokunum. Við gerum okkar besta,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira