Í samtali við Sigurð Sigurbjörnsson, varðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurlandi í morgun, segir hann að grjóthrun úr skriðusárinu hafi minnkað mikið frá því í gær.
Svæðið austan hellisins er enn lokað og hafa ferðamenn virt lokanir lögreglu á svæðinu. Lögreglan, Vegagerðin og landeigendur hafa ákveðið að funda vegna málsins á föstudag, þar sem næstu skref verða metin. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag og aðstæður enn varhugaverðar.
