Notaðar snyrtivörur seljast vel í Japan Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 22. ágúst 2019 06:30 Japan er þekkt fyrir hreinlæti og það er sérstaklega mikill þrýstingur á ungar konur að vera snyrtilegar og lykta vel. Japanir eyða líka meiri peningum en nokkur önnur þjóð í snyrtivörur miðað við íbúafjölda. NORDICPHOTOS/GETTY Japan er þekkt fyrir hreinlæti og þar er lögð mikil áhersla á að fólk, sérstaklega ungar konur, sé alltaf snyrtilegt og vellyktandi. Það kemur því ekki á óvart að snyrtivöruiðnaðurinn í Japan sé mjög stór, en samkvæmt Euromonitor International eyða Japanir meira en nokkur önnur þjóð í snyrtivörur miðað við íbúafjölda. En samkvæmt umfjöllun á vefsíðu The Business of Fashion er líka mikill vöxtur í sölu á notuðum förðunarvörum í Japan, sem skýtur skökku við í landi hreinlætis, af því að notaður farði er oft mengaður af bakteríum.Breytt menning Það selst mikið af alls kyns notuðum vörum í Japan og sala þeirra er að aukast. Það gilda aðrar reglur um förðunarvörur þegar kemur að hreinlæti en flest annað, en eftirspurnin eftir merkjavörum er gríðarleg á sama tíma og ungir Japanir hafa almennt ekki mikið á milli handanna. Þetta unga fólk er að skapa vöxtinn í sölu á notuðum snyrtivörum.Það geta verið skaðlegar bakteríur í notuðum snyrtivörum en sumir ungir Japanir eru tilbúnir að sætta sig við það til að fá ódýrar merkjavörur.Þetta fyrirbrigði gefur ágætis innsýn inn í menningu Japana, sem eru í senn hrifnir af fínustu merkjunum og sífellt sparsamari. Margir Japanir eru stoltir af því að kaupa, nota og eiga ekki mikið og finnst það þægilegt. Á sama tíma eyðir þetta fólk peningunum sínum í gæði sem þeim finnst það skipta máli. Svo skemmir ekki fyrir að notaðar vörur eru umhverfisvænni. Menningin í Japan er líka að breytast, það er aukin áhersla á að deila hlutum og minni áhersla á öfgakennt hreinlæti. Japanir eru heldur ekki einir um að kaupa notaðar snyrtivörur. Þetta er líka stundað í Bandaríkjunum og Litháen, á Reddit og í sérstökum snjallforritum sem eru notuð til að selja notaðar vörur.Tilgangurinn helgar meðalið Það getur verið mjög sóðalegt að deila farða, því bakteríur geta tekið sér bólfestu í notuðum vörum. En sumir ungir Japanir eru tilbúnir að horfa fram hjá því til að fá ódýrt aðgengi að dýrri merkjavöru. Kaupendur notaðra snyrtivara vanda líka kaupin auðvitað vel og skoða hversu oft varan hefur verið notuð, hvenær hún á að renna út og annað slíkt. Seljendur eru líka meðvitaðir um kröfur kaupenda og það ríkir mikið traust og tillitssemi milli kaupenda og seljenda. Þar sem þessar vörur eru seldar eru líka yfirleitt reglur um að þeim sé lýst vel og þær séu ekki útrunnar.Í dag eiga margir ungir Japanir mjög erfitt með að finna stöðuga og vel borgaða vinnu og þurfa því að spara þegar kemur að snyrtivörum.Sumir sjá notaðan farða bara sem tækifæri til að prófa dýrar snyrtivörur frá þekktum merkjum, því slíkar vörur fara sjaldan á útsölu en eru vinsæl stöðutákn. Ef þeim líkar varan fara þau svo og kaupa hana nýja. Aðrir vilja nota notaðar snyrtivörur sem leikmuni fyrir myndir sem þau birta á samfélagsmiðlum. En það eru margir einfaldlega að reyna að spara. Ungt fólk í Japan er almennt ekki vel efnað, það er erfitt að finna stöðuga og vel borgaða vinnu og það sér ekki fram á bjartari tíma. Þannig að þetta fólk hefur ekki efni á dýrum snyrtivörum, en vill þær samt, því vörurnar gleðja. Þau vilja reyna að njóta lífsins en um leið draga úr óþarfa eyðslu, svo þau geti fjárfest í upplifunum. Þess vegna freistar það margra að ná sér í ódýrar snyrtivörur. Birtist í Fréttablaðinu Japan Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
Japan er þekkt fyrir hreinlæti og þar er lögð mikil áhersla á að fólk, sérstaklega ungar konur, sé alltaf snyrtilegt og vellyktandi. Það kemur því ekki á óvart að snyrtivöruiðnaðurinn í Japan sé mjög stór, en samkvæmt Euromonitor International eyða Japanir meira en nokkur önnur þjóð í snyrtivörur miðað við íbúafjölda. En samkvæmt umfjöllun á vefsíðu The Business of Fashion er líka mikill vöxtur í sölu á notuðum förðunarvörum í Japan, sem skýtur skökku við í landi hreinlætis, af því að notaður farði er oft mengaður af bakteríum.Breytt menning Það selst mikið af alls kyns notuðum vörum í Japan og sala þeirra er að aukast. Það gilda aðrar reglur um förðunarvörur þegar kemur að hreinlæti en flest annað, en eftirspurnin eftir merkjavörum er gríðarleg á sama tíma og ungir Japanir hafa almennt ekki mikið á milli handanna. Þetta unga fólk er að skapa vöxtinn í sölu á notuðum snyrtivörum.Það geta verið skaðlegar bakteríur í notuðum snyrtivörum en sumir ungir Japanir eru tilbúnir að sætta sig við það til að fá ódýrar merkjavörur.Þetta fyrirbrigði gefur ágætis innsýn inn í menningu Japana, sem eru í senn hrifnir af fínustu merkjunum og sífellt sparsamari. Margir Japanir eru stoltir af því að kaupa, nota og eiga ekki mikið og finnst það þægilegt. Á sama tíma eyðir þetta fólk peningunum sínum í gæði sem þeim finnst það skipta máli. Svo skemmir ekki fyrir að notaðar vörur eru umhverfisvænni. Menningin í Japan er líka að breytast, það er aukin áhersla á að deila hlutum og minni áhersla á öfgakennt hreinlæti. Japanir eru heldur ekki einir um að kaupa notaðar snyrtivörur. Þetta er líka stundað í Bandaríkjunum og Litháen, á Reddit og í sérstökum snjallforritum sem eru notuð til að selja notaðar vörur.Tilgangurinn helgar meðalið Það getur verið mjög sóðalegt að deila farða, því bakteríur geta tekið sér bólfestu í notuðum vörum. En sumir ungir Japanir eru tilbúnir að horfa fram hjá því til að fá ódýrt aðgengi að dýrri merkjavöru. Kaupendur notaðra snyrtivara vanda líka kaupin auðvitað vel og skoða hversu oft varan hefur verið notuð, hvenær hún á að renna út og annað slíkt. Seljendur eru líka meðvitaðir um kröfur kaupenda og það ríkir mikið traust og tillitssemi milli kaupenda og seljenda. Þar sem þessar vörur eru seldar eru líka yfirleitt reglur um að þeim sé lýst vel og þær séu ekki útrunnar.Í dag eiga margir ungir Japanir mjög erfitt með að finna stöðuga og vel borgaða vinnu og þurfa því að spara þegar kemur að snyrtivörum.Sumir sjá notaðan farða bara sem tækifæri til að prófa dýrar snyrtivörur frá þekktum merkjum, því slíkar vörur fara sjaldan á útsölu en eru vinsæl stöðutákn. Ef þeim líkar varan fara þau svo og kaupa hana nýja. Aðrir vilja nota notaðar snyrtivörur sem leikmuni fyrir myndir sem þau birta á samfélagsmiðlum. En það eru margir einfaldlega að reyna að spara. Ungt fólk í Japan er almennt ekki vel efnað, það er erfitt að finna stöðuga og vel borgaða vinnu og það sér ekki fram á bjartari tíma. Þannig að þetta fólk hefur ekki efni á dýrum snyrtivörum, en vill þær samt, því vörurnar gleðja. Þau vilja reyna að njóta lífsins en um leið draga úr óþarfa eyðslu, svo þau geti fjárfest í upplifunum. Þess vegna freistar það margra að ná sér í ódýrar snyrtivörur.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira